Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2014, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.08.2014, Blaðsíða 25
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 25 að starfi fyrir börnin sín en það er erfitt að fá fólk í stjórnir og til að gegna ábyrgðarstöðum,“ segir Davíð aðspurður um hvort erfitt sé að fá fólk í sjálfboðaliðastörf. „Við höfum sýnt að við getum haldið stóra viðburði eins og þegar Unglingalandsmótið var haldið hér fyrir þremur árum þar sem uppistaðan í starfsfólkinu kom frá Hetti. Við erum samt með stórt félag í ekki svo stóru samfélagi sem krefst mikillar vinnu. Það eru 37 einstakl- ingar í stjórnum félagsins og svo eru fleiri í foreldraráðum og þess háttar þannig að kannski er ekki mikið til skiptanna. Það er samt tregða til að taka á sig ábyrgð og mér hefur sárnað að sjá ekki ungt fólk eins og mig taka að sér stjórn við að byggja upp framtíðina. Það sem er gleðilegast í þessu þó, innan um allt vesenið, er að kynnast fólki og geta breytt hlutunum sem þig langar að breyta fyrir samfélagið. Það er alltaf góð tilfinning að fara á mótin og sjá krakkana okkar gera góða hluti, hvort sem þau vinna leiki eða eru kurteis og prúðasta liðið. Þá fær maður gæsahúð sem gefur til kynna að það skipti máli að eyða öllum tímanum í starfið.“ Sigurjón segir það ekki nýtt að erfitt sé að fá fólk í stjórnir. „Það hefur alltaf verið basl að fá sjálfboðaliða í rútínubundin verk. Það hafa heldur ekki allir lag á að fá fólk með sér, til þess þarf ákveðni og að svífa á persónur sem menn telja volgar og stela tíma þeirra. Það er hins vegar enginn vandi að fá sjálfboðaliða ef menn sjá eitthvað mikið og stórt eftir sig. Áður en þökuleggja átti Vilhjálmsvöll hitti ég ágætan samborgara minn og vinnuvéla- eiganda sem hélt því fram að gamli tíminn með sjálfboðaliðavinnunni væri liðinn og ekki séns að fá mannskap til að þökuleggja. Það yrði að kaupa vinnu sem kostaði tölu- vert. Ég held að hann hafi ekki verið að reyna að búa sér til vinnu, en ég var á öðru máli. Það var ekki liðinn hálfur mánuður þar til ég og fleiri vorum búnir að smala saman mann- skap og fá verkstjórn. Síðan var rúllað út nokk- ur kvöld í röð í góðu veðri og menn fengu ekki annað fyrir vinnuna en veitingar. Þegar ég byrjaði var ekkert talað um að foreldrar kæmu að starfinu en við fórum að teygja okkur til þeirra og þeir reyndust tilbún- ir. Ég verð að segja að mér finnst foreldrar ofnotaðir í dag. Ég sakna þess að hafa ekki áhugasama æskulýðsleiðtoga sem eru í þessu af hugsjón og ánægju. Ég vann í félags- málaskóla hjá UÍA og mér finnst sú fræðsla ekki hafa lifað nógu vel. Ungmennafélag Íslands og félögin um allt land þurfa að vinna markvissar í þessum málum.“ Þurfum gríðarlega uppbyggingu í viðbót Þegar við settumst niður með Davíð og Sigur- jóni var Davíð nýkominn af fundi með for- mönnum deilda þar sem tímum félagsins í íþróttahúsunum á Egilsstöðum og í Fellabæ var raðað niður á deildirnar. „Þegar ég hlusta á Sigurjón finnst mér ákveðinn lúxus að hafa allt sem við höfum. Ég er þakklátur fyrir vell- ina, húsin og sundlaugina. Ég held að menn hafi ekki grunað fyrir 40 árum að þetta yrði svona stórt batterí. Ég er hins vegar snöggur Úr myndasafni Hattar Finnur Bjarnason var formaður Hattar á árunum 1978–1982. Hann var ætíð dug- legur félagsmaður og skrásetti sögu félagsins með myndum. Hann deildi með okkur nokkrum myndum sem teknar eru á árunum 1977–1991. að skipta yfir í baráttu fyrir viðbyggingu fim- leikahúss við íþróttamiðstöðina. Við þurfum gríðarlega uppbyggingu í viðbót til að halda í við kraftinn í fólkinu okkar. Fimleikahúsið myndi létta á öllum greinum og starfinu í heild. Í dag erum við með tíma fyrir börn frá klukkan tíu á morgnana til fimm síðdegis um helgar. Á virkum dögum eru börnin til klukk- an níu á kvöldin í skipulögðu íþróttastarfi. Nýtt hús myndi áreiðanlega verða til þess að þau skiluðu sér fyrr heim og fjölskyldan ætti meiri tíma saman. Við höfum líka séð krakka í fimleikunum flytja suður til að stunda grein sína og þar erum við komin að þröskuldi sem við komumst ekki yfir nema með bættu hús- næði. Við höfum þurft að hafna nýjum grein- um. Eins og staðan er núna eigum við ekki hálftíma lausan í húsunum sem hægt er að nýta.“ Sigurjón segist ánægður með stöðu félags- ins í dag. „Mér líst mjög vel á það. Ég er mjög ánægður með að heyra að félagið virkar í mannlífinu. Mér finnst gaman að sjá fleiri deildir, ég er alltaf ánægður þegar ég sé svona ný blóm. Ég vil hafa möguleika þar sem allra flestir komast að.“ GG Tekið á móti Pelé á Egilsstaðaflugvelli. Haldið upp á 17. júní 1978 á vegum Hattar á Vilhjálmsvelli. Dómaratríó Hattar tilbúið í leik 1979. Stefán Jóhanns- son, Aðalsteinn Steinþórsson og Haukur Kjerúlf. Fimmti flokkur Hattar árið 1979. Pelé og Ásgeir Sigurvinsson á Vilhjálmsvelli 12. ágúst 1991.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.