Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2014, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.08.2014, Blaðsíða 4
4 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Hreyfivikan Yfir fimmtán þúsund tóku þátt H reyfivikan MoveWeek, sem fram fór dagana 29. september til 5. október sl., tókst mjög vel og var almenn ánægja með verkefnið. Ungmennafélag Íslands náði markmiðum sínum fyrir árið í ár því viðburðir voru um 250 á landinu öllu og yfir 15.000 manns sem tóku þátt. Til saman- burðar voru um 50 viðburðir á Íslandi í Hreyfi- vikunni árið 2013 og markmiðið var að fjölga viðburðum um helming. Hreyfivikan Move- Week fór fram í nærri fjörutíu Evrópulöndum á sama tíma. Miðað við höfðatölu gaf Ísland öðrum þjóðum ekkert eftir. Hreyfivikan fór fram með ýmsum hætti í 45 þéttbýliskjörnum á landinu og sneið hvert samfélag sér stakk eftir vexti. Viðburðir voru mjög fjölbreyttir og eitthvað í boði fyrir alla aldurshópa. Ungmennafélög og sambands- aðilar voru með opnar æfingar, sveitarfélög buðu frítt í sund í vikunni, dvalarheimili voru með dagskrá fyrir íbúa sína, leikskólar brugðu á leik og grunnskólar voru með fjölbreytta viðburði. Þá tóku veitingastaðir víða vel í verkefnið sem og fyrirtæki og einstaklingar. Markmið verkefnisins er að fjölga þeim sem hreyfa sig reglulega og hvetja alla til að finna uppáhaldshreyfingu sína og því ættu allir að hafa fundið eitthvað við hæfi. Ungmennafélag Íslands vonar að sem flest- ir hafi notið vikunnar í leik og starfi og þakk- ar öllum þeim sem þátt tóku í verkefninu fyrir framlag þeirra. Boðberar hreyfingarinn- ar halda áfram að virkja samfélag sitt. Hreyfi- vikan sjálf er ekki eina vika hreyfingar á árinu því að allar 52 vikur ársins ættu að vera hreyfivikur hjá öllum. Hreyfivikan MoveWeek er hluti af „The NowWeMove 2012–2020“, herferð ISCA (In- ternational Sport and Culture Association), sem hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþrótt- um til heilsubótar. „Við erum gríðarlega ánægð með hvernig til tókst með Hreyfivikuna MoveWeek að þessu sinni. Fjöldi viðburða víðs vegar um landið var hátt í þrjú hundruð í 45 þéttbýliskjörn- um. Ég hef mikla trú á því að verkefnið fari bara stækkandi. Það var gleðiefni að sjá hve fjöldi viðburða var mikill og hvað fjölbreyti- leikinn var skemmtilegur í dagskrárliðum um allt. Þátttakendur sniðu sér stakk eftir vexti en boðið var upp á ýmislegt sem var til staðar og eins notuðu sumir tækifærið til að kynna starf sitt sem lýtur að hreyfingu almennt,“ sagði Sabína Steinunn Halldórsdóttir, lands- fulltrúi UMFÍ og verkefnastjóri Hreyfiviku MoveWeek, að lokinni Hreyfiviku sem hald- in var hér á landi og eins um alla Evrópu. Sabína Steinunn sagði að það hefði komið á óvart hvað verkefnið hefði sótt á þegar líða tók á vikuna sjálfa. Viðburðum fjölgaði og stemningin var frábær víðast hvar og allir voru tilbúnir að taka þátt. „Það er mikill áhugi fyrir verkefninu og fólk tekur þátt á sínum forsendum. Mark- miðið er að þátttakendur finni sína hreyf- ingu og hafi gaman af því sem þeir taka sér fyrir hendur. Þátttakan fór fram úr björtustu vonum en þetta verkefni er fyrst og fremst langhlaup, ekki spretthlaup. Það verður auðveldara að bæta ofan á fyrir þá staði sem hafa hafið þátttöku og verða þá með á næsta ári og gera þá enn meira,“ sagði Sabína Steinunn. Framtíðarsýn herferðarinnar er „að 100 milljónir fleiri Evrópubúa verði orðnir virkir í hreyfingu og íþróttum fyrir árið 2020” – „að fólk finni SÍNA hreyfingu sem hentar því“. Hreyfivikan er almenningsíþróttaverkefni á vegum Ungmennafélags Íslands í samstarfi við yfir 200 grasrótarsamtök í Evrópu sem öll eru aðilar að International Sport and Culture Association (ISCA). Sabína Steinunn Halldórsdóttir, verkefnastjóri Hreyfiviku: Hef mikla trú á því að verkefnið fari bara stækkandi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.