Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2014, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.08.2014, Blaðsíða 24
24 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands É g var búinn að vera formaður Spyrn-is í nokkur ár sem reyndi að halda úti fótboltaliði með misjöfnum árangri. Umf. Höttur starfaði lítið á íþróttasviðinu en var öflugt í félagslífinu og stóð fyrir samkomum, til dæmis í Ásbíói með- an það var. Guttormur Metúsalemsson, sem var síðasti formaður gamla Hattar, kom að máli við mig og spurði hvort við ættum ekki að sameina félögin. Ég vissi að það voru íþróttamenn á svæðinu sem voru eiginlega munaðarlausir, til dæmis var talsverður körfu- bolti í Eiðaskóla en það var ekki viðeigandi að þeir strákar færu eftir skólann að spila með Spyrni. Við Guttormur stóðum saman að því að gera lög fyrir nýja félagið sem stóðust mjög vel og héldum góðan sameiningar- fund þar sem gengið var frá stofnuninni. Það var ekki mikið mál að sameina félögin. Það voru engar eignir eða skuldir hjá félögunum og sami mannskapur hélt áfram að starfa,“ segir Sigurjón. Aldur Spyrnis er óljós. Félagið varð til úr knattspyrnumönnum úr sveitunum í kring- um Egilsstaði áður en þéttbýlið varð til. Umf. Höttur var hins vegar stofnað árið 1952 og fyrsti formaður þess var Ingimar Sveinsson frá Egilsstöðum. Saga er til af því þegar það reyndi að segja sig úr UÍA vegna íþyngjandi gjalda fyrir fullorðna íþróttamenn en aðeins einn slíkur var skráður í félagið – Vilhjálmur Einarsson. Félagið er nefnt eftir fjalli sem rís upp af fjallshryggnum á milli Valla og Fagradals í 1106 metra hæð yfir sjávarmál og sést, eins og Sigurjón segir: „af vissum stöðum í bæn- um“. Körfubolti og fótbolti voru aðalgrein- arnar hjá félaginu fyrst eftir sameiningu en eftir tilkomu Helgu Alfreðsdóttur íþrótta- kennara spratt upp frjálsíþróttaáhugi og fram kom frjálsíþróttafólk sem náði frábærum árangri á landsmælikvarða. Þá stóð félagið fyrir fleiri viðburðum, til dæmis keppni í torfæruakstri. „Það var þó nokkuð af ungum mönnum sem voru duglegir að jaskast út og tilbúnir í verkefni eins og torfæruna. Fyrir hver jól héldum við leikfangahappdrætti. Þá keyptum við leikföng og stilltum upp í glugg- um Búnaðarbankans og gengum síðan í hús og seldum miða. Þannig var reynt að öngla saman peningum. Ég byrjaði líka upp úr 1970 að selja getraunaseðla sem voru þá nýir af nál- inni. Fólkið hélt að ég væri snarvitlaus og vissi ekkert hvað ég væri að gera. Síðan voru enda- lausar fótboltaferðir sem gátu verið skraut- legar. Menn fóru á prívatbílum sínum í alla vega ástandi á alls kyns vegum. Vopnafjarðar- heiðin var skelfileg og Suðurfirðirnir hræði- legir, hvort sem farið var um Fáskrúðsfjörðinn eða Breiðdalsheiðina. Það var samt alltaf gaman að spila á Fáskrúðsfirði þótt við töpuð- um nánast alltaf. Þar var alltaf vel tekið á móti okkur, kannski vegna þess!“ Sigurjón segir líka að íþróttaaðstaðan hafi verið „nákvæmlega engin. Fótbolta var spark- að á túninu þar sem gamla tjaldsvæðið var, við ömurlegar aðstæður. Eiðavöllurinn var alltaf í órækt og þótt völlur væri að fæðast uppi í mýrinni þar sem hann er nú þá var hann erfiður en við létum okkur samt hafa það. Fyrsti þjálfarinn var Gunnar Gunnarsson, skákmaður af Seltjarnarnesi, og hann náði ágætum árangri. Þetta var samt erfitt. Það voru fá atvinnutækifæri hér í þéttbýlinu og mannskapurinn týndur á sumrin uppi á fjöll- um í vegagerð eða línulögnum. Á fjörðunum unnu menn í frystihúsinu eða kaupfélaginu og voru fimm mínútur á völlinn en það mátti þakka fyrir ef okkar menn skiluðu sér í leiki!“ Eitt af því sem þurfti að gera var að finna merki fyrir nýja félagið en hvorki Spyrnir né Umf. Höttur áttu slíkt. Vorið 1974 var staðið fyrir samkeppni og varð tillaga Benedikts Vilhjálmssonar fyrir valinu. Fékk hann 5.000 krónur í verðlaunafé. Fjölbreytnin laðar fleiri að Sigurjón var þó ekki formaður nema í eitt ár því þá varð hann formaður UÍA og ekki þótti viðeigandi að hann væri á báðum stöðum. Varaformaðurinn, Gunnar Halldórsson, vildi ekki taka við þannig að félagið varð hálf for- mannslaust á fyrstu metrunum. Helgi Hall- dórsson var kjörinn formaður 1976, Emil Björnsson tók við af honum 1977 og Finnur Bjarnason 1978 og sat í fjögur ár. Davíð Þór er sá tólfti í röðinni og hefur verið formaður frá árinu 2006. Hann segir að þótt íþróttirnar séu mest áberandi í starfi félagsins takist það á við fjölbreyttari verkefni. „Við gerum ekki bara gagn með því að standa fyrir æfingum og leikjum heldur með viðburðum sem skipta samfélagið máli. Við höldum þrettándagleði og sjáum um hátíðahöld á 17. júní. Við tókum síðan fyrir tveimur árum forystuna í skipulagn- ingu hreyfivikunnar MoveWeek, þar sem við reyndum að fá fleiri samtök í lið með okkur sem skilaði sér í því að vikan fékk verðlaun sem ein af þeim bestu í Evrópu.“ Níu deildir starfa innan félagsins í dag og segir Davíð að fjölbreytnin skipti miklu máli. „Hún gerir það að verkum að fleiri börn stunda íþróttir en ella. Einstaklingar, sem eiga ekki heima í hefðbundnum greinum, eins og boltaíþróttunum, finna frekar eitt- hvað við sitt hæfi. Fjölbreytileikinn er eitt- hvað sem ég tel kost fyrir búsetu í sveitar- félaginu. Þetta þroskar einstaklinginn.“ Taekwondo-deildin er nýjust og síðustu misseri hefur verið unnið að því að endur- vekja handknattleiksdeildina. Eins og gengur og gerist um félagasamtök þar sem unnið er í sjálfboðavinnu gengur starfið í bylgjum. „Það er ekki erfitt að fá foreldra til að stuðla Höttur 40 ára Félagið skiptir máli í mannlífinu Íþróttafélagið Höttur á Egilsstöð- um fagnar í ár 40 ára afmæli sínu en það var stofnað 19. febrúar árið 1974 með samruna knatt- spyrnufélagsins Spyrnis og Ungmennafélagsins Hattar. Skinfaxi settist niður með Sigur- jóni Bjarnasyni, fyrsta formanni sameinaðs félags, og Davíð Þór Sigurðarsyni, núverandi for- manni, og bar saman félagið í þátíð og nútíð. Davíð Þór Sigurðsson, núverandi formaður Hattar, og Sigurjón Bjarnason, fyrsti formaður Hattar. Sjötti flokkur Hattar á Vopnafirði 1978. Keppt í göngu á Austurlandsmóti á skíðum á Fagradal í apríl 1981. Skíðaskáli Hattar á Fagradal 27. febrúar 1977.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.