Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2014, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.08.2014, Blaðsíða 32
32 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands U ngmennafélag Njarðvíkur fagnar á þessu ári 70 ára afmæli en félag-ið var stofnað 10. apríl 1944. Í til-efni þessara merku tímamóta stendur fyrir dyrum afmælishátíð og í undir- búningi er útgáfa á blaði þar sem saga félag- sins verður rakin í máli og myndum. Sex deildir innan UMFN Í félaginu eru nú reknar sex deildir, körfu- knattleikur, lyftingar, sund, þríþraut og júdó. Þá er haldið úti sport- og ævintýraskóla UMFN. Meginmarkmið skólans er að bjóða upp á nýja og ferska afþreyingu eins og kynningu á helstu íþróttagreinum, óvissuferðir, leikir og ævintýri. Námskeiðin eru með ólíkum hætti, þannig að börn geta sótt fleiri en eitt námskeið, en þó er haldið í föst atriði sem hafa heppnast vel og eru ómissandi. Í gegnum söguna hefur Ungmennafélag Njarðvíkur alið upp frábæra íþróttamenn en körfuknattleikslið félagsins hefur verið í fremstu röð um árabil. Sumir af bestu sund- mönnum þjóðarinnar hafa komið úr röðum Ungmennafélags Njarðvíkur. Í körfuknattleik karla hafa Njarðvíkingar Félagið hefur alla tíð gegnt vei 13 sinnum hampað Íslandsmeistara- titlinum og bikarmeistaratitli í 8 skipti. Þá má nefna að Eðvarð Þór Eðvarðsson keppti lengi undir merkjum Njarðvíkur í sundi og var um tíma í hópi bestu bak- sundsmanna í Evrópu. Eðvarð Þór var kjörinn íþróttamaður ársins 1986. Af afrekum Eðvarðs Þórs má nefna að hann komst í úrslit á HM í sundi á Spáni 1986 og átti tíma Norðurlandametið í 200 metra sundi sem hann setti á Evrópumótinu í Strassborg 1987. Félagið hefur sett mikinn svip á íslenska íþróttaflóru Ólafur Eyjólfsson er núverandi formaður UMFN en hann var kosinn til starfans á síð- asta ársþingi félagsins sem haldið var sl. vor. „Það er óhætt að segja að starfið innan Ungmennafélags Njarðvíkur gangi vel. Í félag- inu eru starfandi deildir og stendur starfið innan þeirra með blóma. Júdódeildin er um þriggja ára gömul og er mikill kraftur í starf- seminni. Þríþrautin er einnig ung en aðrir deildir hafa starfað um árabil. Það hefur alltaf verið mikill áhugi á íþróttum í Njarðvíkum og saga félagsins er sterk og hefur sett mikinn svip á íslenska íþróttaflóru. Gamli grasvöllurinn okkar, sem heyrir nú sögunni til, var einn fyrsti grasvöllur- inn á Íslandi og þar léku m.a. Keflvíking- ar þegar þeir urðu Íslandsmeistarar 1964. Körfuboltinn hefur sett mark sitt á sögu félagsins og körfuboltamenn þess hafa náð í gegnum tíðina frábærum árangri. Í herbúðum okkar hafa margir bestu körfu- boltamenn landsins alist upp sem við erum afar stoltir af. Það hefur kannski ekki gengið allt of vel síðustu ár en gangskör var gerð Ungmennafélag Njarðvíkur 70 ára:

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.