Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2014, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.08.2014, Blaðsíða 10
10 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands D agana 28. júlí – 2. ágúst síðast-liðinn voru haldnar ungmenna-búðir Nordisk Samorganisasjon for Ungdomsarbeid (NSU). Ungmennafélag Íslands var gestgjafi búð- anna á síðasta ári og tók á móti um 35 ungmennum frá hinum Norðurlöndun- um en búðirnar fóru að þessu sinni fram í Arendal í Noregi og voru hluti af „Splæsh Camp“ sem gestgjafarnir í Norsk Frilynt halda árlega. Þema búðanna í ár var leik- list, kvikmyndagerð og menning ung- menna á Norðurlöndunum. Mikið félagslegt gildi Verkefnið var afar spennandi kostur fyrir ungmenni á Íslandi sem hafa áhuga á að afla sér óformlegrar menntunar á sviði leiklistar, kvikmyndagerðar og menningar. Búðirnar hafa fest sig í sessi og hafa mikið gildi fyrir félagslega heilsu þátttakenda. Þátttakendur síðastliðinna ára hafa í framhaldi af slíkum búðum eflst í því að afla sér óformlegrar menntunar, eflt leiðtogahæfileika sína og víkkað sjóndeildarhring sinn. Sextán íslensk ungmenni Að þessu sinni fór glæsilegur hópur íslenskra ungmenna í ungmennabúðirnar. Í hópnum voru sextán ungmenni sem komu víðs vegar að af landinu ásamt fararstjóra sín- um, Aðalbirni Jóhannssyni, formanni ung- mennaráðs UMFÍ. Að dvölinni lokinni skiluðu þátttak-endur stuttri greinargerð til UMFÍ varðandi ferðina og vitnum við hér í nokkrar þeirra, með góðfúslegu leyfi þátttakenda. Glöð og stressuð Ég var bæði glöð og stressuð þegar ég fékk að vita að ég hefði komist að í Splæsh Camp til Noregs með UMFÍ, ég sótti nefnilega svolítið seint um (en samt innan tímarammans). Ungmennabúðir í Arendal í Noregi í sumar: Vorum á æðislegum stað og stemningin þarna var frábær Frábær hópur Á flugvellinum fengum við að sjá hópinn í fyrsta skipti. Mér leist nokkuð vel á krakkana en þegar ég kynntist þeim betur í ferðinni fannst mér þetta FRÁBÆR hópur. Upplifun mín í Noregi var hreint æðisleg, starfsfólkið var frábært og einnig krakkarnir sem voru í Splæsh Camp. Þetta voru vel skipu- lagðar búðir, öll kennslan var góð og munur á tungumálum á milli krakkana skipti ekki máli, við gátum öll haft gaman, hlegið og skemmt okkur. Aðalbjörn fararstjóri var mikið meira en bara fararstjóri. hann var vinur okkar allra og reyndist okkur ótrúlega vel. Vinskapurinn mikilvægur Þar sem ég mun taka með mér úr Splæsh Camp er dýpri skilningur á kvikmyndagerð, klippivinnslu sem og hljóðblöndun en allt þetta lærði ég í Splæsh Camp. Í lok námskeiðs- ins bjuggum við til trailer og nýttum við þá kunnáttu sem við tileinkuðum okkur í búðun- um. Það mikilvægasta, sem ég tók með mér úr þessum búðum, er vinskapur við aðra krakka frá hinum Norðurlöndunum, vinskapur sem varir vonandi að eilífu. Búðirnar voru á litlum sætum stað rétt við ströndina. Þar var fullt af kofum og í þeim voru nokkur herbergi. Ég var með 6 öðrum krökkum frá Íslandi í herbergi. Í búðunum var hægt að fara á alls konar námskeið sem tengdust leiklist en Íslendingarnir máttu bara velja um nokkur námskeið. Þessar búðir voru á æðislegum stað og stemningin þarna var frábær. Flest öllum fannst íslenskan mjög skemmtilegt og fyndið tungu- mál og voru mjög spenntir fyrir því að læra ein- hverja frasa og orð. Ég var líka spennt fyrir því að læra norsku. Mér var farið að ganga nokkuð vel að skilja hana og var líka búin að læra nokkra frasa þegar ég fór heim. Á flugvellinum keypti ég mér meira að segja bók á norsku sem að ég ætla að reyna að komast í gegnum. Æðisleg ferð í alla staði Þessi ferð var annars æðisleg í alla staði og ég get alveg sagt að þetta var með því skemmti- legra sem ég hef upplifað á ævinni. Eftir þessa ferð er ég líka ákveðin í því að fara einhvern tíma aftur til Noregs til að læra norsku, kynnast landinu betur og hitta einhverja af þessum krökkum aftur. Mig langar til að þakka UMFÍ fyrir að hafa veitt mér tækifæri til þess að taka þátt í þessu ævintýri. Þetta var mikil lífsreynsla. Þessi ferð á eftir að gleymast seint og mig langar mikið til að fara aftur í aðra eins ferð. Þetta var allt of stutt. Ég hefði viljað hafa þetta eina viku í viðbót og reyna þá eitthvað annað. Mér finnst þetta dýr- mæt lífsreynsla, og ég hefði alls ekki viljað sleppa þessu þó að ég hafi misst af Landsmóti. PS. Það væri skemmtilegast í heimi að fá að fara aftur næsta sumar.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.