Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2014, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.08.2014, Blaðsíða 27
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 27 S tjörnustúlkur náðu frábærum árangrií ár með því að vinna bæði Íslands-mótið og bikarkeppnina. Stjarnan lék einstaklega vel í allt sumar og upp- skeran var eftir því. Markviss uppbygging undanfarin ár er svo sannarlega farin að skila sér og verður spennandi að fylgjast með þessu liði á næstu árum. Liðið er ungt og framtíðin er björt. Frábært tímabil „Auðvitað er ég mjög sáttur með upp- skeru tímabilsins á liðinu en ég hefði viljað að okkur hefði gengið betur í meistaradeild- inni. Tímabilið hér heima var frábært og ég þakka það sérstaklega leikmönnum og því starfi sem félagið er búið að vinna undanfar- in ár. Það var búið að leggja góðan grunn og árangurinn lætur svo sannarlega ekki á sér standa,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálf- ari Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar í kvennaflokki, í spjalli við Skinfaxa. Tími kominn á tvöfalt Aðspurður hvort þetta hefði verið mark- mið liðsins áður en tímabilið hófst svaraði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar: Ólafur Þór svo hefði verið. Stjarnan hafði aldrei áður varið Íslandsmeistaratitil og aldrei unnið tvöfalt svo það var kominn tími á það eins og Ólafur Þór orðaði það. Áfram á sömu braut „Þegar að við vorum búnir að vinna með hópnum fyrir tímabilið sáum við að það var raunhæfur möguleiki að setja sér þessi mark- mið. Í heild var þetta gott fótboltasumar, margir hörkuleikir og deildin sterk. Nú er stefnan að byggja ofan á það sem áunnist hefur og bráðlega hefst undirbúningur fyrir næsta tímabil. Það má ekki slá slöku við og við erum staðráðin í því að halda áfram á sömu braut,“ sagði Ólafur Þór. Viljum stíga lengra Stjarnan tekur aftur þátt í meistaradeild- inni á næsta ári og sagði Ólafur Þór mark- miðið að gera betur þá en í haust var liðið slegið út úr 32-liða úrslitum af rússnesku liði. „Við teljum okkur geta komist lengra í þessari keppni en við gerðum núna. Félags- liðin í Evrópu er mörg hver mjög sterk en við viljum stíga aðeins lengra. Við erum farin að hlakka til næsta tímabils. Nú verður smápása tekin en síðan hefst vinnan aftur. Það eru áfram bjartir tímar fram undan í Garðabæn- um,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í knattspyrnu. Staðráðinn í því að halda áfram á sömu braut „Í heild var þetta gott fótboltasumar, margir hörkuleikir og deildin sterk.“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.