Skinfaxi - 01.08.2014, Blaðsíða 39
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 39
Eftirtaldir aðilar
styðja starfsemi
Ungmennafélags Íslands:
Stöðvarfjörður
Steinasafn Petru ehf., Fjarðarbraut 21
Tálknafjörður
Þórsberg ehf., Strandgötu 25
Vestmannaeyjar
Ísfélag Vestmannaeyja hf., Strandvegi 28
Vopnafjörður
Hólmi NS-56 ehf., Hafnarbyggð 23
Vopnafjarðarhreppur, Hamrahlíð 15
Þorlákshöfn
Grunnskólinn í Þorlákshöfn,
Egilsbraut 35
Fiskmark ehf., Hafnarskeiði 21
U ngmennafélag Íslands hélt 39. sam-bandsráðsfund sinn þann 11. októ-ber síðastliðinn í Stjörnuheimilinu í Garðabæ. Samkvæmt lögum UMFÍ
eiga formenn sambandsaðila og stjórn UMFÍ
rétt til setu á fundinum. Góð mæting var á
fundinn og umræður líflegar.
Í setningarræðu sagði Helga Guðrún Guð-
jónsdóttir, formaður UMFÍ, að á liðnu starfsári
hefði verið unnið að mörgum verkefnum
innan hreyfingarinnar, þau þróuð og endur-
bætt í takt við tíðarandann og þarfir sam-
félagsins. Verkefnin hafi fengið góðar undir-
tektir og þátttakan í þeim verið góð. Helga
Guðrún fór yfir helstu verkefni síðasta starfs-
árs og sagðist fyrir sína hönd og stjórnar
UMFÍ vilja þakka ungmennafélögum og öllu
því góða fólki sem hefur lagt hreyfingunni lið
með einum og öðrum hætti.
„Ég get ekki skilið við þessa yfirferð öðru-
vísi en svo að þakka stjórn sem og fram-
kvæmdastjórn fyrir einstaklega ánægjulegt
og árangursríkt samstarf. Sú samstaða og
gleði sem hefur ríkt er slík að hún hvetur
aðeins til dáða,“ sagði Helga Guðrún.
Helga Jóhannesdóttir, gjaldkeri UMFÍ, fór
yfir reikninga ársins 2013 en niðurstaða
þeirra sýndi mjög góða afkomu hreyfingar-
innar. Einnig fór hún yfir sölu veitingahússins
í Þrastalundi en sala þess var heimiluð á sam-
bandsþingi UMFÍ 2013.
Á fundinum var samþykkt tillaga um að
halda Vetrarlandsmót UMFÍ fyrir krakka á
aldrinum 10–14 ára. Stefnt er að því að fyrsta
mótið verði haldið á Ísafirði 5.–7. febrúar árið
2016. Á fundinum voru kynnt störf vinnu-
hóps vegna umsóknar íþróttabandalaga að
UMFÍ frá sambandsþingi 2013. Samþykkt var
að halda vinnunni áfram og kynna málið vel
fyrir sambandsaðilum UMFÍ. Þá voru einnig
kynntar tillögur að breytingum á Landsmóti
UMFÍ sem unnar voru út frá niðurstöðum
úr stefnumótunarfundum. Ákveðið var að
afgreiða tillögurnar ekki en leggja þær í
staðinn fyrir sambandsaðila til umfjölunar
í héraði.
Á fundinum tók Jóhann Steinar Ingi-
mundarson, formaður Stjörnunnar, við viður-
kenningu frá formanni UMFÍ til félagsins fyrir
glæsilegt starf og góðan árangur.
39. sambandsráðsfundur UMFÍ Garðabæ