Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2014, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.08.2014, Blaðsíða 6
6 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Skinfaxi 3. tbl. 2014 Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson. Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson, Gunnar Gunnarsson, Ingólfur Hannes Leósson, Hafsteinn Snær Þorsteinsson, Guðmundur Karl Sigurdórsson og fotbolti.net. Umbrot og hönnun: Indígó. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender. Ritnefnd: Örn Guðnason formaður, Gunnar Gunnarsson, Berglind Ósk Agnarsdóttir, Pétur Arason og Jóhanna Hreiðarsdóttir. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Sími: 568-2929 Netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is Starfsmenn UMFÍ: Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa og kynningarfulltrúi, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki, Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi, Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari. Stjórn UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður, Haukur Valtýsson, varaformaður, Örn Guðnason, ritari, Helga Jóhannesdóttir, gjaldkeri, Hrönn Jónsdóttir, meðstjórnandi, Björg Jakobsdóttir, meðstjórnandi, Gunnar Gunnarsson, meðstjórnandi. Varastjórn UMFÍ: Ragnheiður Högnadóttir, Baldur Daníelsson, Kristinn Óskar Grétuson, Eyrún Harpa Hlynsdóttir. Forsíðumynd: Viðar Örn Kjartansson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður norska liðsins Vålerenga, hefur farið á kostum í norska boltanum. Viðar Örn hefur skorað 25 mörk. Frammistaða hans hefur vakið mikla athygli. Eru útsendarar liða víðs vegar um Evrópu fastagestir á leikjum með honum og kæmi engum á óvart að hann gengi til enn stærra liðs eftir eins árs veru í norska fótboltanum. Íslenska karlalandsliðið í knatt- spyrnu hefur heldur betur verið í sviðsljósinu undanfarnar vikur í kjölfar frábærar byrjunar í riðli sínum í undankeppni Evrópumóts lands- liða. Íslenska þjóðin er í skýjunum með sína menn og árangurinn hef- ur farið eins og eldur í sinu um heims- byggðina. Kröftug byrjun hefur yljað landanum en í kjölfar þriggja sigra í röð eru Íslendingar í efsta sætinu í sínum riðli, hafa skorað átta mörk, ekki fengið neitt á sig, og niðurstað- an er níu stig. Það á örugglega eftir að ganga mikið á í þessum riðli áður en yfir lýkur en byrjunin lofar góðu. Við höfum líklega aldrei áður átt jafn sterkt A-landslið í knattspyrnu og árangurinn lætur ekki á sér standa. Hvað veldur, hvað hefur gerst? kunna margir að spyrja. Við höfum aldrei átt jafn góða einstaklinga, þjálfara í fremstu röð, góða umgjörð og kannski síðast en ekki síst eru uppbyggingarstarf í þjálfunarmálum síðustu ára og bætt aðstaða farin að skila sér með þessum athyglisverða og jákvæða hætti. Margir leikmenn í liðinu í dag hafa líka leikið lengi saman, tókst m.a. að komast í lokakeppni 21-árs liða fyrir nokkrum árum, sem á eflaust stóran þátt í því hve liðið er orðið sterkt í dag. Hver leikmaður þekkir hlutverk sitt í þaula og leikskipulag er aðdáun- arvert. Mikil vinna hefur verið lögð í þessa þætti og á þjálfarateymið þar stærstan þátt. Svíinn Lars Lager- bäck og Eyjamaðurinn Heimir Hall- grímsson hafa unnið frábæra vinnu sem er ekki á færi allra að leika eftir. Mikið starf er að baki í öllu sem við- kemur liðinu sem núna er að skila sér. Umgjörðin er snarbreytt, barist er um hvern miða á leiki liðsins og þeir fara allir á nokkrum mínútum. Það leggst allt á eitt til að ná þeim árangri sem orðinn er og er þá stuðn- ingurinn sem liðið ekki síður mikil- vægur. Það verður spennandi að fylgjast með landsliðinu í næstu leikjum í þessum riðli. Næst verður leikið úti við Tékka sem hafa ekki heldur tap- að leik í riðlinum. Ég hef mikla trú á þessu liði og ber þá von í brjósti að því takist að ná ætlunarverki sínu. Það er meðbyr í íslenskri knatt- spyrnu um þessar mundir og von- andi njótum við hans lengi. Eflaust hefur uppgangur Ung- mennafélagsins Stjörnunnar í Garðabæ á knattspyrnusviðinu ekki farið fram hjá neinum. Þegar upp var staðið nú á haustdögum var uppskera karla- og kvennaliðsins einstök. Kvennaliðið varð bæði Íslands- og bikarmeistari og karlarn- ir urðu Íslandsmeistarar eftir magn- aðan úrslitaleik sem verður lengi í minnum hafður. Mikið og öflugt barna- og unglingastarf, skipulagn- ing á öllum sviðum og umgjörð fleytir þessum liðum alla leið. Stuðn- ingsmenn Stjörnunnar, Silfurskeiðin svonefnda, á stóran þátt í þessum árangri. Silfurskeiðin á fáa sína líka og hefur sett óhemju skemmtileg- an svip á knattspyrnuleiki hér á landi, nokkuð sem aldrei hefur sést hér á áður. Silfurskeiðin er frábært innlegg í íslenska knattspyrnu og hefur lyft henni á hærri stall. Meðbyr í íslenskri knattspyrnu – vonandi njótum við hans lengi Jón Kristján Sigurðsson – ritstjóraspjall: Eftir setningarathöfn Unglingalandsmóts- ins á Sauðárkróki í sumar var afhjúpaður þakkarskjöldur á íþróttavallarsvæðinu. Það voru Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formað- ur UMFÍ, og Stefán Vagn Stefánsson, for- maður byggðaráðs Skagafjarðar, sem afhjúpuðu þakkarskjöldinn. Helga Guðrún sagði það heiður að fá að afhenda sveitarfélaginu þennan minnis- varða til minningar um það dugmikla og kröftuga starf sem hefur verið unnið á Sauðárkróki. Fyrir á svæðinu eru þakkarskild- ir frá Landsmótum UMFÍ 1971 og 2004, og Unglingalandsmótunum 2004 og 2009. Þakkarskjöldur afhjúpaður á Sauðárkróki

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.