Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2014, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.08.2014, Blaðsíða 18
18 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands „Í mínum huga eru Unglingalandsmótin sam- vera með börnunum, að fylgjast með þeim og sjá þau skemmta sér í heilbrigðu umhverfi og í góðum félagsskap. Kynni við krakkana víðs vegar að af landinu eru mikilvæg fyrir börn og unglinga. Unglingalandsmótin hafa algjörlega hitt í mark og þau eru síung eins og börnin okkar og ef við viljum sinna þeim eigum við að leyfa þeim að taka þátt. Þetta er upplifun sem þau búa alltaf að og gleyma aldrei. Við eigum að setja börnin okkar í fyrsta sæti og þátttaka á Unglingalandsmóti er ein góð leið til þess og vera með þeim eina helgi,“ sagði Þórir Haraldsson, sem var formaður framkvæmdanefndar landsmóta á Selfossi. Þórir sagði að Skagfirðingar hefðu staðið vel að mótinu á Sauðárkróki. „Þeir tóku vel á móti fólki og stóðu vel að mótshaldinu í heild sinni. Sól skein alla dagana, unglingarnir voru ánægðir, og það er það sem skiptir máli.“ „Unglingarnir takast á í keppninni, eru góðir félagar og leika sér þess utan. Þau njóta samverunnar hvert með öðru. Þessi mót eiga bjarta framtíð fyrir sér og munu að mínu viti stækka á næstu árum eftir sem fleiri sjá gildi þess að taka þátt,“ sagði Þórir. „Við vorum ákveðnir, vinirnir, í að taka þátt í Unglingalandsmótinu. Allir í liðinu æfa fót- bolta á Selfossi svo það var ekki mikið mál að safna í lið undir merkjum Gull-Guttanna. Við æfðum bara nokkuð vel fyrir mótið, kom- um nokkrum sinnum saman síðustu vikurn- ar fyrir mótið,“ sagði Þorsteinn Freyr Gunnars- son, einn liðsmanna Gullguttanna, eftir einn leik liðsins. Sigurðarbikarinn afhentur UMSS í mótslok Á mótsslitum 17. Unglingalandsmóts UMFÍ á Sauðárkróki var Sigurðarbikarinn afhentur. Það var Jón Daníel Jónsson, for- maður Ungmennasambands Skagafjarðar, UMSS, sem veitti bikarnum viðtöku. Bikarinn er gefinn til minningar um Sigurð Geirdal, fyrrverandi framkvæmdastjóra Ungmennafélags Íslands. Bikarinn afhendist að loknu Unglinga- landsmóti UMFÍ ár hvert sem viðurkenn- ing á því mikla starfi sem felst í undirbún- ingi Unglingalandsmóta. Gefendur bikars- ins eru Hafsteinn Þorvaldsson, fyrrverandi formaður UMFÍ, og Jónas Ingimundarson, Ólöf María Einarsdóttir, 15 ára kylfingur frá Dalvík, gerði sér lítið fyrir og setti vallarmet á rauðum teig á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki, á Unglingalandsmóti UMFÍ í sumar. Ólöf María lék hringinn á 71 höggi eða á einu pari undir pari vallarins. Ólöf María hefur þegar getið sér gott orð sem kylfingur og þykir mikið efni sem spennandi verður að fylgjast með í framtíðinni. „Ég er búin að æfa golf frá því að ég var fjögurra ára gömul. Ástæðan fyrir því að ég byrjaði svo snemma var að stóri bróðir minn og mamma kveiktu áhugann í mér því að þau stunduðu golf af miklum krafti. Það var Þorsteinn Freyr Gunnarsson, Selfossi: Ofsalega gaman að taka þátt í þessum mótum „Flestir í liðinu hafa tekið þátt í Unglinga- landsmóti áður en við vorum á mótinu sem haldið var á Selfossi 2012 og einhverjir voru líka með á mótinu á Höfn í Hornafirði í fyrra. Mér finnst ofsalega gaman að taka þátt í þess- um mótum og svo er spennandi að hitta aðra krakka. Maður á örugglega eftir að taka þátt í Unglingalandsmótum á meðan maður hefur aldur til,“ sagði Þorsteinn Freyr. Ólöf María Einarsdóttir, Dalvík, setti vallarmet á Sauðárkróki: Sé fyrir mér framtíðina algjörlega í golfinu Þórir Haraldsson: Upplifun sem þau búa alltaf að og gleyma aldrei lítill golfvöllur rétt hjá leikskólanum mínum og þar æfði ég mig mikið.“ „Ég keppi mikið á mótum í dag, mest fyrir sunnan og eins á mótum erlendis með ungl- ingalandsliðinu. Ég sé framtíðina fyrir mér algjörlega í golfinu og ég stefni að því að bæta mig enn frekar. Ég er í golfi öllum stund- um, þetta er bara svo ofsalega gaman,“ sagði Ólöf María. „Unglingalandsmótin eru mjög skemmti- leg,“ sagði Ólöf María, sem hefur tekið þátt í þremur Unglingalandsmótum. fyrsti formaður Ungmennafélagsins Þórs í Þorlákshöfn. Bikarinn var afhentur í fyrsta sinn HSK vegna Unglingalandsmóts UMFÍ í Þorlákshöfn 2008. UMSS fékk bikarinn 2009, UMSB 2010 ,UÍA 2011, HSK 2012, USÚ 2013 og UMSS 2014. Unglingalandsmótið á Sauðárkróki

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.