Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2014, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.08.2014, Blaðsíða 23
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 23 Frjálsíþróttaskóli UMFÍ var starfræktur í sjötta sinn í sumar á fjórum stöðum víðs vegar um landið, á Laugum í Reykjadal, Egilsstöðum, í Borgarnesi og á Selfossi. Ungmennin komu saman á há- degi á mánudegi og skólanum lauk síðan á hádegi á föstudegi í sömu viku. Aðaláhersla var lögð á kennslu í frjálsum íþróttum. Auk frjálsra íþrótta var farið í sund, leiki, óvissuferðir og haldnar kvöldvökur. Lagt var upp með að fá fagmenntaða kennara til að sjá um kennsluna á hverjum stað til að tryggja sem besta kennslu fyrir ungmennin. Frjálsíþróttaskólinn á Selfossi sem var fyrir krakka á aldrinum 11–15 ára heppnaðist með afbrigðum vel. Krakkarnir voru mjög ánægð með skólann og eru strax farin að hlakka til að koma aftur á næsta ári. Bæði í fyrra og í ár var metfjöldi en alls voru 38 börn sem tóku þátt í skólanum í ár. Krakkarnir komu flest af Suðurlandi en þó voru þau nokkur af höfuðborgarsvæðinu. Dagskrá skólans var mjög fjölbreytt þar sem til að mynda voru kvöldvökur á hverju kvöldi og fjölbreytt hreyfing, allt frá hefðbundnum frjálsíþróttaæfingum, til sundsprells og rat- leiks. Markmið skólans var að kynna og breiða út frjálsíþróttir á Íslandi. Fjöldi þjálfara og aðstoðarmanna lögðu sig fram við að gera skólann sem faglegastan og skemmtilegast- an. Skólinn fór fram við frábærar aðstæður þar sem stutt er í alla aðstöðu sem nota þarf, til að mynda frjálsíþróttavöll, félagsheimilið Tíbrá, Selið, íþróttahúsið Iðu og sundlaugina. Skólinn gegnir mikilvægu hlutverki í að opna augu ungmenna fyrir ágæti íþrótta- iðkana, en margar rannsóknir styðja þá full- yrðingu að ungmenni, sem stunda íþróttir, leiðist síður út í óreglu síðar á lífsleiðinni. Síðast en ekki síst fá ungmennin tækifæri til að kynnast hvert öðru, mynda tengslanet og auka hæfni sína í mannlegum samskiptum. Skólanum lauk með frjálsíþróttaskólamóti á föstudeginum. Þá rigndi hressilega en veðrið hafði annars verið ágætt alla vikuna. Þrátt fyrir úrhelli var vindur löglegur og margir krakkar bætt árangur sinn sem er frábært. Fjóla Signý Hannesdóttir og Ágústa Tryggva- dóttir sáu um skólann á Selfossi Skólinn á Egilsstöðum tókst mjög vel. Frjálsar íþróttir skipuðu eðlilega stóran sess í búðunum en einnig var farið í aðrar íþrótta- greinar og skemmtu allir sér hið besta. Einnig var farið í báta og á hesta inni á Hall- ormsstað og í bogfimi, glímu, taekwondo, fimleika og fleira ske mmtilegt. Skólastjóri frjálsíþróttaskólans var Hildur Bergsdóttir og fékk hún ýmsa þjálfara með sér í lið í vikunni. Á annan tug krakka sóttu skólann á Laug- um. Hafdís Sigurðardóttir sá um fyrstu æfingu í skólanum og spjallaði við krakkana eftir æfingu. Þar kom m.a. fram að hún tekur alltaf Lýsi á hverjum degi og segir það mjög mikilvægt sérstaklega yfir vetrartímann. Jóhanna Kristjánsdóttir, formaður HSÞ, og Hermann Aðalsteinsson, stjórnarmaður HSÞ, komu í heimsókn á fyrsta degi og færðu þátttakendunum bláa HSÞ-boli að gjöf. Frjálsíþróttaskóli UMFÍ Mjög góð þátttaka var í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ um allt land Krakkar í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ á Selfossi 2014. Mynd að ofan: Frá Frjálsíþróttaskól- anum að Laugum. Mynd að neðan: Frá Selfossi.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.