Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2014, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.08.2014, Blaðsíða 13
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 13 „Fyrsta árið í atvinnumennsku hefur reynst mörgum erfitt en ég ætla mér að nýta þennan meðbyr, bæta mig enn frekar og verða sterkari“ ur sinn frítíma inn á milli. Maður verður líka að hugsa vel um skrokkinn og passa upp á að næra sig vel og borða hollan mat. Það tek- ur líka á taugarnar að vera knattspyrnumaður og þegar illa gengur reynir það líka mjög á. Aftur á móti, þegar gengur vel, líður manni vel svo að þetta er nákvæmlega eins og ég sá fyrir mér áður en ég hélt utan til Noregs.“ Áfram á sömu braut - Sérðu fyrir þér að þú eigir eftir að hafa knattspyrnu sem lifibrauð næstu árin? „Já, það ætla ég að vona og eftir öll þessi mörk á yfirstandandi tímabili held ég að ég hafi stimplað mig rækilega inn sem atvinnu- maður í knattspyrnu. Ég er búinn að taka gíf- urlegum framförum á þessu ári og nú er það undir mér sjálfum komið að spila rétt úr spil- unum og halda áfram á sömu braut. Ég stefni að komast eins hátt og ég get komist og vonandi verður knattspyrnan atvinna mín næstu 10–12 árin,“ sagði Viðar Örn. Heiður að vera í A-landsliði - Var ekki mikilvægur áfangi fyrir þig að vera valinn í landsliðið á dögunum og koma inn á í hinum sögulega leik gegn Tyrkjum? „Tvímælalaust var það mikilvægt fyrir mig og staðfesting á frammistöðu minni í Noregi. Ég var valinn í vináttuleikinn á móti Austur- ríki í sumar og svo aftur fyrir Tyrkjaleikinn í undankeppni Evrópumótsins. Við eigum orð- ið gríðarlega sterkt landslið og framfarirnar hafa verið miklar á síðustu misserum. Af þeim sökum er gífurlegur heiður að vera valinn í A-landsliðið og vonandi verð ég áfram í hópn- um en til að svo verði áfram verð ég að standa mig.“ Byggja upp sjálfstraust - Hver heldur þú að sé ástæðan fyrir vel- gengni landsliðsins? „Lars og Heimir eru mjög klókir og vinna vel saman. Þeir eru sterkir í því að kortleggja andstæðinginn og taktíst séð mjög færir á sínu sviði. Lars er mjög reynslumikill og hefur staðið sig vel með flest þau lið sem hann hefur komið nálægt og það var hvalreki fyrir íslenska knattspyrnu að fá hann til starfa. Hann hafði mikla trú á þessu liði áður en hann tók við og taldi okkur trú um að við gætum farið langt ef við legðum okkur fram. Þeir félagar hafa komið inn ákveðnu sjálfstrausti inn í þetta lið og með það að vopni getum við gert góða hluti í riðlinum og því stefnum við markvisst að. Það er vonandi að úrslitin gegn Tyrkjum hafi gefið okkur byr í seglin og við ætlum að fylgja þeim úrslitum eftir í næstu leikjum.“ Tækifæri í sterkari deild Þegar Viðar Örn er inntur eftir hvort hann eigi eitthvað óskaland til að leika í þegar dvöl- inni í Noregi lýkur segir hann óhikað að það væri örugglega gaman að leika á Englandi. Þar er mekka fótboltans og mikil ástríða fyrir fótbolta. „Ég er samt ekkert að velta þessu mikið fyrir mér en óneitanlega væri gaman að fá tækifæri til að leika í einhverri af sterkustu deildum Evrópu.“ Hafa það þokkalegt - Hafa knattspyrnumenn í Noregi það gott? „Já, margir hafa það gott en launin eru yfir- leitt há í flestu í Noregi yfir höfuð. Auðvitað fara launin eftir hversu mikilvægur þú ert lið- inu þínu en launahæstu leikmennirnir hafa góð laun og þurfa ekki að hafa áhyggjur. Heilt yfir held ég að knattspyrnumenn í Noregi hafi það alveg þokkalegt. Norska deildin er ein sú sterkasta á Norðurlöndunum og ég held að hún komi á eftir þeirri dönsku hvað getuna snertir,“ sagði Viðar Örn. Ætla að nýta meðbyrinn Hann segist ekki neina ástæðu til annars en að vera bjartsýnn á framhald sitt í fótbolt- anum. „Byrjunin á ferlinum hér í Noregi og frammi- staðan fram að þessu hefur gefið mér mikið sjálfstraust og ég ætla að ljúka tímabilinu hér í Noregi með sóma. Fyrsta árið í atvinnu- mennsku hefur reynst mörgum erfitt en ég ætla mér að nýta þennan meðbyr, bæta mig enn frekar og verða sterkari. Ég er fullur til- hlökkunar og spenntur fyrir framhaldinu,“ sagði Viðar Örn Kjartansson í viðtalinu við Skinfaxa. Til vinstri: Viðar Örn í leik með Fylki 2013. Til hægri: Viðar Örn ásamt Jóni Daða Guðbjörnssyni en þeir félagar eru báðir upp- aldir Selfyssingar.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.