Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2014, Blaðsíða 33

Skinfaxi - 01.08.2014, Blaðsíða 33
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 33 gamiklu hlutverki í bænum að því fyrir um þremur árum að snúa blað- inu við. Fjármálin voru tekin í gegn og við byggðum liðið mikið upp á yngri leikmönn- um. Þetta er, held ég, að skila sér og við sjá- um fram á bjartari tíma,“ sagði Ólafur Eyjólfs- son. Um 1500 iðkendur Iðkendur innan Ungmennafélags Njarðvík- ur eru nú í kringum 1500 og eru þeir flestir í körfubolta, knattspyrnu og sundi. Íþrótta- mannvirki í bænum er vel nýtt alla daga, frá morgni til kvölds. Lykilatriði að halda úti öflugu íþróttastarfi „Ég held að allir geti verið sammála um að það sé lykilatriði að halda úti öflugu íþrótta- starfi. Sérstaklega að börn og unglingar hafi gott aðgengi að íþróttaiðkun, það eflir þau og styrkir og hefur mikið forvarnagildi. Fram- tíð félagsins er björt og við fögnum 70 ára afmæli félagsins í ár. Af því tilefni ætlum við að gefa út stórt og mikið blað þar sem sagan verður rakin frá upphafi og til dagsins í dag. Ungmennafélagsstarfið hefur alla tíð gegnt veigamiklu hlutverki hér í Njarðvíkum og mun gera það áfram um ókomin ár,“ sagði Ólafur Eyjólfsson, formaður UMFN, í spjallinu við Skinfaxa.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.