Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2014, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.08.2014, Blaðsíða 28
28 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar: U ngmennafélagið Stjarnan tryggðisér Íslandsmeistaratitilinn í knatt-spyrnu karla í fyrsta skiptið í sögu félagsins eftir 2:1 sigur gegn FH í úrslitaleik Pepsí-deildarinnar á Kaplakrika- velli 4. október sl. Ólafur Karl Finsen skoraði bæði mörk Stjörnunnar í dramatískum leik, en sigurmarkið kom úr vítaspyrnu í uppbótar- tíma. FH-ingar fengu nokkur góð færi í stöð- unni 1:1, þegar þeir voru manni fleiri, en tókst ekki að nýta þau. Stjörnumenn gáfust aldrei upp og uppskáru magnaðan sigur. Hvorki fleiri né færri en 6.450 áhorfendur fylltu Kapla- krikavöll, sem er met á deildarleik, og urðu vitni að gríðarlega spennandi leik. Sterkur leikmannahópur „Við höfðum það ekki beint sem markmið að vinna þennan eftirsótta titil heldur var stefnt að því að lenda í einu af þremur af efstu sætum deildarinnar. Markmiðið er alltaf að vinna en við gerðum okkur grein fyrir að við sterk lið var etja og ekkert gefið í þessum efnum á móti liðum eins og FH og KR. Þetta eru lið sem gera atlögu að titlinum á hverju ári. Það fór fram úr okkar björtustu vonum að verða Íslandsmeistarar en nokkur atriði lögðust í lið með okkur til að gera þetta að veruleika. Við vorum með mjög sterkan leik- mannahóp og þegar leið á mótið fórum við að gera okkur grein fyrir því að við værum ansi sterkir, vel skipulagðir og til alls vísir,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Íslandsmeistara Stjörnunnar í karlaflokki. Rúnar Páll sagði að eftir leikinn í 2. umferð Evrópukeppninnar hefði mannskapurinn gert sér í alvöru grein fyrir möguleikanum á að vinna titilinn. Ef haldið yrði áfram á sömu braut, leikið á sama styrk og hugarfari, væri þetta ekki útilokað. Að vinna titilinn var toppurinn á tilverunni „Við höfum mikinn meðbyr og stuðningurinn við liðið er engu líkur.“ Góð blanda „Með góðu skipulagi og að leikmenn þekki hlutverk sitt á vellinum er hægt að ná árangri og það gerðum við eins og flestum ætti að verða kunnugt. Við erum með góða blöndu af leikmönnum, yngri og reyndari leikmönnum og það skipti miklu máli. Vara- mannabekkurinn er nánast ´95-árangurinn, sem er reyndar að ganga upp úr 2. flokknum, og er reynslunni ríkari sem er mjög gott upp á framtíðina gera,“ sagði Rúnar Páll. Hann sagði ennfremur að næsta tímabil legðist vel í sig og liðið ætti titil að verja sem það stefndi að sjálfsögðu að. Það þyrfti auð- vitað allt að ganga upp svo að það gengi eftir. Sumarið hefði verið lyginni líkust og vel hefði gengið á öllum vígstöðvum. Rúnar Páll sagði að það hefði verið í raun stórkostlegt afrek að fara í gegnum deildina án þess að tapa leik. Spennandi verkefni „Það er alltaf markmið í Stjörnunni að vera á meðal þeirra bestu. Það eru áhugaverð verkefni sem bíða okkar og það verður mjög spennandi og krefjandi að taka þátt í forkeppni meistaradeildar Evrópu. Umhverfið er frá- bært og það er ofsalega gaman að fá að starfa í Stjörnunni hvert sem litið er. Silfur- skeiðin er engu lík og hefur stutt geysilega vel við bakið á okkur sem og Garðbæingar allir. Við höfum mikinn meðbyr og stuðning- urinn við liðið er engu líkur. Tilfinningin þegar við lyftum Íslandsmeistaratitlinum var ólýsanleg og segja má að það hafi verið toppurinn á tilverunni,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Íslandsmeistara Stjörnunnar, í spjallinu við Skinfaxa.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.