Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2014, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.05.2014, Blaðsíða 31
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 31 F rjálsíþróttaskóli UMFÍ var fyrst starfræktur árið 2008. Skólinn stendur yfir í 5 daga og er starf- ræktur á nokkrum stöðum á landinu. Hann gefur gott tæki- færi fyrir þá sem vilja reyna fyrir sér í fyrsta sinn eða auka við getu sína. Sumarið 2009 var skólinn rekinn á 9 stöðum á landinu. Frjálsíþróttaskólinn er ætlaður ung- mennum á aldrinum 11–18 ára. Þau koma saman á hádegi á mánudegi en skólanum lýkur á hádegi á föstudegi í sömu viku. Aðaláhersla er lögð á kennslu í frjálsum íþróttum, en auk þess er farið í sund, leiki, óvissuferðir og haldnar kvöldvökur. Ungmennafélag Íslands hefur yfirum- sjón með framkvæmd skólans og annast sameiginlega kynningu á starfseminni. Skólinn er í samvinnu við Frjálsíþróttasam- band Íslands. Sambandsaðilar á því svæði sem skólinn er haldinn á hverju sinni sjá um að finna kennara og aðstoðarmenn til starfa við skólann. Lagt er upp með að fagmenntaðir kennarar sjái um kennsluna á hverjum stað til að tryggja sem besta kennslu fyrir ungmennin. FRJÁLSÍÞRÓTTASKÓLI UMFÍ Sport hostel nýtt gistiheimili Nýtt gistiheimili, Sport hostel, hefur verið opnað í Glæsibæ, Álfheimum 74 í Reykja- vík. Meginmarkmið með rekstri heimilis- ins er að þjóna hinum fjölmörgu íþrótta- hópum og öðrum hópum sem koma til Reykjavíkur og bjóða úrvalsgistingu á hagstæðu verði. Sport hostel býður upp á gistingu fyrir 24 gesti í 5 herbergjum. Öll rúm eru uppábúin. Fyrirhuguð er stækkun þannig að unnt verði að taka við allt að 40 manna hópum í einu. Gestir Sport hostel njóta margvíslegra afsláttarkjara hjá þjónustuaðilum í Glæsi- bæ, svo sem úrvalsmorgunmatar í Bakara- meistaranum og veitinga á veitinga- stöðunum Toyko Sushi og Safran. Stutt er í alla þjónustu, svo sem strætis- vagna, bílaleigur, fjölda góðra veitinga- staða o.fl. Í allra næsta nágrenni eru Húsdýragarðurinn, Fjölskyldugarðurinn, Grasagarðurinn, Laugardalslaug og líkamsræktarstöðvarnar World Class og Hreyfing. Hægt er að hafa samband í síma 779 2222 eða í sporthostel@sporthostel.is og fá frekari upplýsingar. Heimasíða Sport hostel er www.sporthostel.is.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.