Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2014, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.05.2014, Blaðsíða 3
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 3 Ö llum á að vera ljóst að hreyfing er af hinu góða. Þátttaka í íþróttum er ein leið hreyfingar og hún felur í sér marga góða kosti, eykur t.a.m. heilsu og sjálfstraust, eflir sjálfsvitund og sjálfsvirð- ingu sem og virðingu annarra og einnig virð- ingu fyrir öðrum. Hún treystir sameiginlega hagsmuni og gildi og kennir félagslega færni sem er nauðsynleg í lýðræðissamfélagi. Hreyfing ýtir einnig undir tengslamynd- un og traust og kemur þannig í veg fyrir félagslega einangrun, minnkar líkur á sjúk- dómum og hægir á öldrun. Við getum því verið sammála um að þátt- taka í íþróttum og hvers kyns félagsstarfi sé heilsubrunnur fyrir líkama og sál og er óháð aldri. Það var út frá þessum forsendum sem UMFÍ ákvað að láta á það reyna hvort Lands- mót UMFI 50+ ætti ekki hljómgrunn með þjóðinni. Ef til vill var það eins og að stökkva út í djúpu laugina á sínum tíma án þess að vita hvort sundtökin skiluðu okkur að landi. Þess vegna hefur það verið svo einstaklega gaman að fylgjast með undirbúningi og framkvæmd mótanna fjögurra sem eru að baki og viðtökurnar hafa verið góðar. Ekki hefur heldur spillt fyrir að andinn, sem hefur ríkt á mótunum, er svo einlægur og kappsfullur, alveg eins og þátttakendur séu að upplifa annað tveggja, þátttöku fyrri tíma eða að upplifa það sem þeir fóru á mis við. Gleðin og vinarþelið voru alls staðar í fyrir- rúmi og keppnisandinn tók mið af getu hvers og eins. Hvar sem maður kom voru allir glaðir og brosandi og höfðu gaman af þátttökunni og gestgjafarnir voru ánægðir með heim- sóknirnar. Mótið í ár var haldið á Húsavík í lok júní og tókst vel. Allur undirbúningur og framkvæmd var til mikils sóma og eiga Þingeyingar mikl- ar þakkir skildar fyrir hvernig til tókst. Landsmót UMFÍ 50+ 2015 verður haldið á Blönduósi og árið 2016 verður það haldið á Ísafirði og er það ósk mín að þátttakan verði góð á báðum mótunum. Unglingalandsmót UMFÍ eru orðin lands- þekkt og á þau kemur fjöldi keppenda og gesta á hverju ári um verslunarmannahelgina. Mótið í ár verður það sautjánda í röðinni og fer fram á Sauðárkróki. Allur undirbúningur hefur gengið vel og öll aðstaða er til fyrir- myndar, bæði fyrir keppendur og gesti móts- ins. Skagfirðingar búa að mikilli reynslu af að Gleði og vinarþel í fyrirrúmi halda landsmót og leggja mikinn metnað í að mótið í ár verði gott mót. Dagskráin liggur fyrir og skráning er í fullum gangi en henni lýkur á miðnætti þann 27. júlí. Unglingalandsmótið er íþrótta- og fjöl- skylduhátíð af bestu gerð og mikil upplifun fyrir þá sem það sækja. Ekki höfðu margir trú á að það gengi að halda slíkt mót um versl- unarmannahelgi enda ein mesta „djamm“- helgi sumarsins. En sem betur fer tóku lands- menn mótinu vel og hefur þátttakan aukist jafnt og þétt með hverju móti. Eins og á Landsmóti UMFÍ 50+ ríkir ein- stakur andi á Unglingalandsmóti, gleðin og vinarþelið ráða ríkjum og hver og einn tekur þátt á sínum forsendum. Mótið er vímuefna- laus skemmtun. Ef þú hefur ekki upplifað Unglingalandsmót, lesandi góður, er ekkert annað að gera en að skella sér á Sauðárkrók um verslunarmannahelgina og taka þátt. Það verður gaman, því getum við lofað. Íslandi allt! Helga Guðrún Guðjónsdóttir Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ: U ngmennafélag Íslands er landssam-tök ungmennafélaga á Íslandi, stofn-uð árið 1907. Markmið samtakanna er „ræktun lýðs og lands“. Í því felst að rækta það besta hjá hverjum einstaklingi og einnig að leggja rækt við íslenska tungu og menn- ingu. Ennfremur að vernda náttúru lands- ins og að græða þau sár sem myndast hafa í samskiptum lands og þjóðar eða fyrir til- stuðlan náttúrunnar sjálfrar. Hlutverk UMFÍ er að samræma starfsemi ungmennafélaga á Íslandi og veita þjón- ustu við aðildarfélög og félagsmenn. Einnig kemur UMFÍ fram út á við fyrir hönd ung- mennafélaganna, til dæmis gagnvart stjórnvöldum og í erlendum samskiptum. Sambandsaðilar eru 18 héraðssambönd og 11 félög með beina aðild. Alls eru um 300 félög innan UMFÍ með yfir 100 þúsund félagsmenn. UMFÍ leggur áherslu á að allir geti verið með, og að þátttaka er lífsstíll. Ágrip af sögu UMFÍ Ungmennafélag Íslands var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst árið 1907, en fyrsta ungmennafélagið, Umf. Akureyrar, var stofnað á Akureyri í ársbyrjun 1906. Ung- mennafélagshugsjónin fór sem eldur í sinu um landið og barátta hófst strax fyrir betra landi, bættri þjóð og því varð kjörorðið „Ræktun lýðs og lands“. Hreyfingin hafði strax mikil þjóðfélagsleg áhrif, jók félags- þroska fólks, bjartsýni og trú á land og þjóð. Ungmennafélagar hófu strax að klæða landið skógi, byggðu sundlaugar og samkomuhús, sköpuðu aðstöðu til íþróttaiðkunar, juku sam- komuhald, héldu málfundi þar sem fólk lærði að koma fram. Barátta hófst fyrir byggingu héraðsskóla sem urðu undirstaða menntun- ar í dreifbýli. Það var fátt sem ungmenna- félagar létu sig ekki varða ef það var landi og lýð til hagsbóta. Árið 1909 hóf Ungmennafélag Íslands að gefa út tímaritið Skinfaxa sem komið hefur óslitið út síðan og haft mikið gildi. Árið 1911 gaf Tryggvi Gunnarsson bankastjóri UMFÍ mikið landssvæði við Álftavatn. Þetta land fékk nafnið Þrastaskógur og er ein fegursta gróðurperla á suðvesturhorni landsins. UNGMENNAFÉLAG ÍSLANDS Fyrsta landsmót Ungmennafélags Íslands var haldið árið 1909 og urðu þau tvö í byrjun. Síðan voru mótin endurreist árið 1940 og hafa verið haldin óslitið síðan, þriðja hvert ár. Landsmótin eru nú orðin 27 frá upphafi. Þar koma þúsundir félaga saman og reyna með sér. Mótin hafa verið kölluð Ólympíu- leikar Íslands enda stærstu og glæsileg- ustu íþróttamót sem haldin eru á landinu. Árið 1992 hófust á vegum UMFÍ Ungl- ingalandsmót og hafa 16 mót verið haldin. Árið 2011 fór fram fyrsta Landsmót UMFÍ 50+ á Hvammstanga en mótið er haldið á hverju ári. Ungmennafélagshreyfingin rekur þjón- ustumiðstöð UMFÍ í Sigtúni 42 í Reykjavík, þaðan er hinum rúmlega 100 þúsund félagsmönnum þjónað. Starfið er mjög fjölbreytt um allt land þar sem stunduð er fjölþætt menningar- og íþróttastarfsemi. Íþróttir eru fyrirferðar- mestar en fjölmargt annað fer þar fram. Til dæmis halda nokkur félög uppi öflugri leiklistarstarfsemi og mörg taka mikinn þátt í umhverfisverkefnum. Hefur hreyfin- gin í heild unnið þar viðamikið starf. Ungmennafélögin gegna víða veiga- miklu hlutverki í æskulýðsstarfi sveitar- félaga og sinna margvíslegum verkefnum í samstarfi við sveitarfélög. Ungmennafélag Íslands tekur mikinn þátt í erlendu sam- starfi og þá mest innan Norðurlandanna.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.