Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2014, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.05.2014, Blaðsíða 6
6 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Skinfaxi 2. tbl. 2014 Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson. Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson, Ragnar Orri Gunnarsson o.fl. Umbrot og hönnun: Indígó. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender. Ritnefnd: Örn Guðnason formaður, Gunnar Gunnarsson, Berglind Ósk Agnarsdóttir, Pétur Arason og Jóhanna Hreiðarsdóttir. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Sími: 568-2929 Netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is Starfsmenn UMFÍ: Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa og kynningarfulltrúi, Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki, Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi, Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari. Stjórn UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður, Haukur Valtýsson, varaformaður, Örn Guðnason, ritari, Helga Jóhannesdóttir, gjaldkeri, Hrönn Jónsdóttir, meðstjórnandi, Björg Jakobsdóttir, meðstjórnandi, Gunnar Gunnarsson, meðstjórnandi. Varastjórn UMFÍ: Ragnheiður Högnadóttir, Baldur Daníelsson, Kristinn Óskar Grétuson, Eyrún Harpa Hlynsdóttir. Forsíðumynd: Framganga Anítu Hinriksdóttur á hlaupa- brautinni hefur ekki farið fram hjá neinum. Frjálsíþróttaheimurinn fylgist með henni af áhuga enda hefur hún náð árangri sem hefur vakið mikla athygli. Það verður spenn- andi að fylgjast með Anítu í framtíðinni. Sumarið er tíminn og óhætt að segja að hann sé það svo sannarlega hjá Ungmennafélagi Íslands. Margt er í boði að venju þannig að almenning- ur hefur úr mörgum spennandi verk- efnum að velja. Eitt mót er að baki, 4. Landsmót UMFÍ 50+ á Húsavík, sem heppnað- ist einstaklega vel. Yfir 400 kepp- endur nutu þar góðrar samveru í leik og keppni. Heimamenn tóku vel á móti gestum og keppendum eins og þeim er einum lagið og allir nutu þess innilega að dvelja móts- helgina á Húsavík. Landsmóti UMFÍ 50+ vex fiskur um hrygg með hverju mótinu sem haldið er. Ljóst má vera að það var kominn tími fyrir mót sem þetta enda sýnir það sig nú þegar hvað mótið nýtur mikilla vinsælda. Fram undan er 17. Unglinga- landsmót UMFÍ um verslunarmanna- helgina á Sauðárkróki. Margir kepp- endur og foreldrar leggja leið sína á mótið sem notið hefur gríðarlega vinsælda frá upphafi. Undirbúning- ur er að baki og nú bíða allir þangað til að stóra stundin rennur upp. Það eiga margir krakkar góðar minning- ar frá þessum mótum og margar fjölskyldur fylgja þátttakendum á mót á hverju ári. Má með sanni segja að Unglingalandsmótið eigi orðið fastan sess hjá mörgum fjölskyldum þessa helgi ár hvert. Dagskrá móts- ins er áhugaverð og spennandi og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Frjálsíþróttaskóli UMFÍ er starf- ræktur í sumar, sjötta árið í röð. Skól- inn var vel sóttur á þeim fimm stöð- um um landið þar sem námskeið voru í gangi. Fjölskyldan á Fjallið er á sínum stað og þúsundir manna njóta þess að ganga og vera úti í náttúrunni. Svo að farið sé úr einu í annað fór það víst fram hjá fáum að heims- meistarakeppni í knattspyrnu fór fram í Brasilíu í sumar. Þetta er heims- viðburður í háum gæðaflokki og fólk um allan heim nýtur þess að koma saman og horfa á beinar útsending- ar frá leikjunum. Ég held að flestir séu sammála um að keppnin að þessu sinni hafi verið einstaklega vel heppnuð, boðið var upp á frá- bæra leiki, mögnuð augnablik, óvænt úrslit og glæsileg tilþrif. Þessi keppni þjappar fólki saman og það nýtur þess að horfa á bestu fótboltamenn heimsins leika listir sínar. Leikmenn fóru ekki leynt með tilfinningar sínar í gleði jafnt sem sorg. Þessi keppni rennur mörgum seint úr minni. Að lokum stóðu Þjóðverjar á efsta þrepi og voru vel að komnir. Úr mörgum spennandi verkefnum að velja hjá Ungmennafélagi Íslands Jón Kristján Sigurðsson – ritstjóraspjall: G öngum um Ísland er landsverkefni UMFÍ sem sett var á laggirnar sumar-ið 2002. Verkefnið er unnið í sam- starfi við sambandsaðila og ungmenna- félög um land allt. Ísland hefur að geyma mikinn fjölda gönguleiða og hafa útvaldar gönguleiðir í hverju byggðarlagi verið fundnar til þessa verkefnis. Þessar leiðir er að finna á ganga.is og í leiðabók sem gefin hefur verið út á hverju vori síðustu ár. Á ganga.is og í leiðabókinni er að finna stuttar, stikaðar og aðgengilegar göngu- leiðir sem og lengri gönguleiðir. Einnig er þar að finna ýmsan fróðleik, t.d. hvað beri að hafa í huga áður en farið er í gönguferð. GÖNGUM UM ÍSLAND F jölskyldan á fjallið er einn liður í verk-efninu ganga.is. Sambandsaðilar stinga upp á fjalli á sínu svæði og er settur upp póst- kassi á tindinum. Settir hafa verið upp póstkassar með gesta- bókum á 20 fjöllum víðs vegar um landið en öll þessi fjöll eiga það sameiginlegt að vera tiltölulega létt til uppgöngu. FJÖLSKYLDAN Á FJALLIÐ

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.