Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2014, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.05.2014, Blaðsíða 12
12 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Aníta Hinriksdóttir er efnilegasti frjálsíþróttamaður landsins en árangur hennar á hlaupabrautinni hefur vakið mikla athygli í frjáls- íþróttaheiminum. Frábær árangur í fyrrasumar skaut henni upp á stjörnuhimininn og þeir eru margir sem bíða spenntir eftir framgangi hennar á næstu árum enda er gríðarlegt efni þar á ferðinni. Heims- og Evrópumeistari Aníta varð heims- og Evrópumeistari í 800 metra hlaupi ungmenna með aðeins sex daga millibili í júlí 2013 og bætti Norður- landameistaratitli í safnið tæpum mánuði síðar. Hún vann 800 metra hlaupið á heims- meistaramóti 17 ára og yngri í Donetsk í Úkraínu 14. júlí 2013. Nokkrum dögum síðar varð hún hlutskörpust í sömu grein á Evrópu- móti 19 ára og yngri í Rieti á Ítalíu og 17. ágúst sigraði hún örugglega í sömu grein á Norðurlandamóti 19 ára og yngri í Espoo í Finnlandi. Aníta bætti eigið Íslandsmet þegar hún hljóp 800 metra á 2:00,49 mínútum á ungmennamóti í Mannheim í Þýskalandi 30. júní 2013. Æfi 7–9 sinnum í viku Við hittum Anítu að máli á Meistaramóti Íslands í Kaplakrika á dögunum og kom fram í máli hennar að verkefnin fram undan væru næg. Hún sagði að æfingar gengju sam- kvæmt áætlun en að jafnaði æfði hún 7–9 sinnum í viku. ANÍTA HINRIKSDÓTTIR Velkomin á 17. UNGLINGALANDSMÓT UMFÍ á Sauðárkróki verslunarmannahelgina 1.-3. ágúst 2014 Skagfirðingar bjóða ykkur velkomin á skemmtilegasta frjálsíþróttavöll landsins þaðan sem aðeins er steinsnar í knattspyrnuvelli, íþróttahús, sundlaug, golfvöll, reiðhöll og aðstöðu fyrir allar aðrar keppnisgreinar, auk þess sem tjaldsvæði eru í stuttu göngufæri. www.visitskagafjordur.is Það verður kátt á Króknum N Ý PR EN T eh f.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.