Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2014, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.05.2014, Blaðsíða 8
8 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands U ngmennaráð UMFÍ er skipað átta ung-mennum héðan og þaðan af landinu. Fjölbreytt viðhorf og skoðanir koma því saman þar sem þau reyna hafa áhrif á önnur ungmenni. Við höfum verið að vinna við nokkur verkefni og má þar nefna Skemmtihelgi Ungmennaráðsins og Ungt fólk og lýðræði. Skemmtihelgin snýst aðallega um að fá krakka, sem þekkjast lítið sem ekkert, til að eyða helgi saman og kynnast því og skemmta sér saman án áfengis eða annarra vímuefna. Þar notum við óhefðbundnar leiðir til að stjaka þeim hægt og rólega út úr sínum eigin þægindaramma og fá þau til að þora að tjá sig. Síðan er spilað og borðað snakk um kvöld- ið og farið í marga leiki. Í verkefninu Ungt fólk og lýðræði tökum við fyrir málefni sem tengjast stjórnsýslunni og það hvernig ungt fólk getur haft áhrif á hana. Við sýnum ungmennum að þau geta haft áhrif þótt þau séu ekki komin á aldur til að kjósa. Verkefnin sem við höfum komið á fót hafa orðið til þess að við eigum orðið auð- veldara með að tjá skoðanir okkar og óhrædd- ari að ræða þær. Þetta hefur líka veitt okkur meiri þekkingu innan okkar eigin stjórnkerfis. Við erum farin að skilja betur hvernig það virkar vegna þess að við þurftum sjálf að kynna okkur stjórn- mál til þess að geta útskýrt þau fyrir öðrum. Ég tala nú fyrir mína hönd þegar ég segi að ég ákvað að fara í Ungmennaráðið, ekki vegna þess ég hefði áhuga á því, heldur vegna þess að ég átti vini þar og ákvað bara slá til. Til að byrja með vildi ég bara taka þátt í því skemmtilega, það er að segja leikjum, en þegar maður er í svona ráði er það ekki í boði. Nú er ég farinn að þora að taka þátt í umræðum, koma með hugmyndir og taka af skarið með að taka þátt í verkefnum sem ég hef ekki mikið vit á en vil kynnast betur. Ráðið er með aldurstakmark, þannig eftir ákveðinn aldur þarf hver og einn að hætta en í stað hans kemur annar inn sem er með öðruvísi skoðanir og hugsanir og þar er það sem gerir þetta ráð svo flott. Við erum öll þarna með sama markmið en það er að reyna að virkja ungmenni á landinu á einn eða annan hátt. Ef á að nefna það flott- asta sem Ungmennaráðið hefur gert, þá tel ég það vera Ungt fólk og lýðræði. Krakkar á öllum aldri fengu að koma fram með hug- myndir, skoðanir, efast um þær sjálf og gagn- rýna þær. Þau lærðu með smá þjálfun að koma með tillögur og breytingar á þeim og rökstyðja mál sitt. Ungmennaráð UMFÍ er þar af leiðandi hópur ungmenna með flottar hug- myndir um hvernig hægt sé að ná til jafn- aldra sinna. Með hjálp frá UMFÍ hefur okkur tekist það og við ætlum að halda áfram. Björn Grétar Baldursson Ungmennaráð UMFÍ Æ skulýðsvettvangurinn (ÆV), sam-starfsvettvangur UngmennafélagsÍslands, Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi og Slysavarna- félagsins Landsbjargar var stofnaður árið 2007 en formleg stofnun fór fram sumar- ið 2012. Markmið og tilgangur ÆV er að stuðla að samræðu og samstarfi aðildar- félaganna á sviði leiðtogaþjálfunar, fræðslu- mála, útbreiðslu og kynningar og á öðrum sviðum eftir því sem þurfa þykir. Jafnframt er það markmið og tilgangur ÆV að tryggja enn betur öryggi og velferð barna og ung- menna innan aðildarfélaga ÆV og treysta stoðir faglegs starfs. Öll aðildarfélög vinna að öflugu starfi með börnum og ungu fólki og er það hagur þeirra allra að vinna sam- an að málefnum barna. Síðustu ár hafa verið mjög öflug í starfi ÆV. Á vormánuð- um 2012 voru siðareglur ÆV gefnar út. Um var að ræða annars vegar siðareglur um samskipti fyrir starfsmenn og sjálf- boðaliða sem vinna með börnum og ung- mennum og hins vegar siðareglur um rekstur og ábyrgð fyrir þá sem sitja í stjórn- um og bera ábyrgð í félögum. Sumarið 2012 hóf ÆV markvissa vinnu gegn einelti. Unnin var Aðgerðaáætlun ÆV gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun sem og eineltisveggspjald. Tilgangurinn með gerð og útgáfu aðgerðaáætlunarinnar er að skerpa á ferlum við úrvinnslu eineltis- mála, svo að tryggt sé að öllum geti liðið vel í leik og starfi innan ÆV. Frá árinu 2010 hefur ÆV staðið fyrir nám- skeiðinu Verndum þau. Námskeiðið er byggt á efni bókarinnar Verndum þau og fjallar um ÆSKULÝÐSVETTVANGURINN hvernig bregðast eigi við grun um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og ungling- um. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem starfa með börnum og unglingum hjá sveitarfélögum, íþróttafélögum, æskulýðs- félögum og öðrum þeim sem áhuga hafa. ÆV gerir þá kröfu um að allir starfsmenn og sjálfboðaliðar innan vettvangsins sæki námskeiðið. Um árslok ársins 2012 voru mótaðar og samþykktar Starfsreglur um meðferð kyn- ferðisbrota. Reglurnar voru mótaðar af sér- stöku fagráði sem hefur það hlutverk að vinna með og leysa mál er tengjast kyn- ferðisbrotum. Hlutverk fagráðsins er að taka við málum sem upp koma og sjá til þess að þau fái viðhlítandi málsmeðferð. Jafnframt leiðbeinir það þolendum um málsmeðferð og sér til þess að þeir fái stuðning. Ráðið er skipað fjórum einstakl- ingum, einum frá hverju aðildarfélagi. Allir hafa þessir einstaklingar reynslu eða þekkingu í þessum málaflokki. Að auki hefur ráðið aðgang að lögfræðingi og/eða sálfræðingi ef það óskar eftir því.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.