Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2014, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.05.2014, Blaðsíða 35
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 35 Sagnagarður Landgræðslunnar Saga landgræðslu í máli og myndum. Fróðleg og lifandi fræðsla um gróðursögu, landeyðingu og endurheimt landgæða á Íslandi. Upplýsingar um opnunartíma í síma 488-3000 og á land.is Landgræðsla ríkisins Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Þorlákshöfn Fiskmark ehf., Hafnarskeiði 21 Hella Fanberg, viðskiptafræðingar ehf., Þrúðvangi 18 Hvolsvöllur Bu.is ehf., Stórólfsvelli Krappi ehf., Ormsvöllum 5 Vík Mýrdælingur ehf., Suðurvíkurvegi 5 Kirkjubæjarklaustur Ferðaþjónustan Efri - Vík ehf., Efri - Vík Kvenfélag Skaftártungu, Ljótarstöðum Vestmannaeyjar Ísfélag Vestmannaeyja hf., Strandvegi 28 M argrét H. Indriðadóttir útskrifaðist með B.Sc.-gráðu í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands 1991. Margrét hefur frá útskrift starfað við almenna sjúkraþjálfun og sjúkraþjálfun barna og fjölfatlaðra. Árið 1998 setti hún á stofn einkarekna sjúkraþjálf- unarstofu þar sem hún starfaði til ársins 2012. Haustið 2009 hóf hún meistaranám í íþrótta- og heilsufræði við HÍ og fjallar meist- araverkefni hennar um ýmsa þætti er lúta að íþróttameiðslum barna og unglinga. Margrét segir að um átta prósent ung- mennanna í rannsókn hennar hafi hætt að stunda íþróttir vegna íþróttameiðsla. Algeng- ara var að stelpur hefðu hætt vegna meiðsla en strákar en 457 krakkar tóku þátt í rann- sókninni sem gerð var árið 2011. Allir höfðu áður tekið þátt í rannsókninni Lífsstíll 9 og 15 ára Íslendinga sem gerð var árið 2003. Marg- ar ástæður eru fyrir því að krakkar hætta í íþróttum en 8,4% ungmennanna í þessari rannsókn hættu einungis vegna íþrótta- meiðsla. Nokkur munur var á stelpum og strákum, brottfall vegna meiðsla var um 10% hjá stelpum en tæplega 7% hjá strákum. Ekki eru til margar rannsóknir á íþrótta- meiðslum hér á landi en erlendar rannsóknir sýna að meiri hætta er á meiðslum í ákveðn- um íþróttagreinum; fótbolta, körfubolta, fim- leikum og víðavangshlaupi hjá stelpum en hjá strákum eru meiðsli algengust í íshokkí, amerískum fótbolta, fótbolta og víðavangs- hlaupi. Margrét segir mikilvægt að hér verði vitundarvakning um íþróttameiðsl barna og unglinga því að þau séu hópur sem hafi orðið út undan hvað varðar þjónustu eins og sjúkraþjálfun í beinum tengslum við æfingar og keppni. „Mikill áhugi á íþróttum, íþróttaiðkun og heilsufari almennt var ástæðan fyrir því að ég ákvað að taka þetta verkefni fyrir í ritgerð minni til mastersgráðu. Vísbendingar eru um að krakkar, sem eru í íþróttum á unglingsár- um, geti lifað virkari lífsstíl á fullorðinsárum og það finnst mér svo mikilvægt. Íþrótta- meiðslin eru hins vegar hundleiðinleg og eiga sinn þátt í því að margir hætta. Þegar um er að ræða álagsmeiðsli, sem valda verkj- um og óþægindum, reyna þau oft að vera með en geta ekki beitt sér að fullu, ná því ekki að sýna sitt besta og fyrir vikið verða æfingarnar ekki skemmtilegar. Það verður augljóslega að taka betur á þessum álags- meiðslum en bráðameiðslin eru oftast með- höndluð strax og fá sinn tíma til að gróa á meðan álagsmeiðslin eru dulið vandamál,“ sagði Margrét H. Indriðadóttir í spjalli við Skinfaxa. - Hefur komið í ljós í ritgerðarvinnu þinni að börn og unglingar á Íslandi eigi við álags- meiðsli að stríða? „Íþróttafólkið, sem ég vann með, er 17 og 23 ára en ég spurði þau aftur í tímann hvort þau hefðu einhvern tíma átt í meiðslum. Það kom í ljós að tæplega 60% þeirra höfðu þurft að sleppa æfingum og keppni út af meiðsl- um einhvern tíma á ferlinum. Ég greindi ekki sundur hvort um slys eða álagsmeiðsli hefði verið að ræða. Mig grunaði, áður en ég fór af stað í rannsóknarvinnuna, að þetta væri stórt vandamál hjá krökkum sem æfa mikið. 68% krakka, sem æfa svo til á hverjum degi, þurftu að leita til læknis eða sjúkraþjálfara síðastliðna 12 mánuði sem er býsna stórt hlutfall. Mörg þeirra þurftu að gera þetta oftar en fjórum sinnum á tímabilinu. Það er tilfinning mín að þegar komið er út í svona miklar æfingar sé stór hluti af íþróttafólki sem sjúkraþjálfarar halda hreinlega gangandi í íþróttunum,“ sagði Margrét. Þegar Margrét er innt eftir því hvort hún hefði átt fyrirfram von á þessum niðurstöðum segir hún svo vera. Kannski samt ekki alveg svona háum tölum. Hún vissi að þetta væri mikið vandamál hjá þeim sem æfa mikið almennt. Margrét sagðist ekki hafa gert sundur- greiningu á því í hvaða íþróttagreinum meiðslin væru algengust vegna þess að hve margar íþróttagreinar séu stundaðar hér á landi. Of fáir hefðu því verið í hverjum hópi og niðurstöðurnar ekki orðið marktækar. Þeir sem hafa verið að vinna svona rannsókn- ir í Bandaríkjunum, Kanada og Evrópu geta tekið stærri úrtök og þá kemur fram munur á íþróttagreinum. - Eru niðurstöður annars staðar í heiminum þær sömu og þú komst að hér á landi? „Já, mér sýnist þetta vera svipaðar tölur í heildina litið þegar borið er saman hversu algengt það er að ungmenni, sem stunda íþróttir, hafi meiðst síðastliðna 12 mánuði. En ég var líka mjög spennt að sjá hversu margir hefðu þurft að hætta að stunda íþróttir út af meiðslum því að það hefur ekki verið rann- sakað áður, hvorki hér né annars staðar, svo að ég viti til.“ sagði Margrét. - Hvernig verður hægt að nýta niðurstöður úr rannsókn sem þessari? „Þessar niðurstöður eru umhugsunarefni fyrir alla þá sem fást við að þjálfa börn og unglinga og líka þá sem ráða íþrótta- og heil- brigðismálum í landinu. Það veltur mikið á fjármunum hvort hægt er að fara í aðgerð- ir til þess að bæta stöðuna. Ég sem sjúkra- þjálfari veit líka að það þarf að byrgja brunn- inn alveg frá því að krakkar eru kornabörn. Í raun og veru þarf alla barnæskuna að ýta undir frjálsa leiki og alhliða hreyfingu í um- hverfi sem eflir hreyfiþroska, styrk og líkam- legt þol. Þannig verða krakkarnir betur undir- búin til að fara að stunda íþróttir sér til ánægju og ef þau ætla sér til dæmis í afreks- íþróttir, þá eru þar gerðar miklar kröfur. Svo þarf líka að hjálpa til með öflugri þjónustu sjúkraþjálfara sem eru vel í stakk búnir til sjá hvernig hægt er að fyrirbyggja meiðslin og um leið að efla tengslin á milli vísindasam- félagsins og grasrótarinnar. Mér finnst mjög mikilvægt að það sem kemur út úr rannsókn- um sé gert skiljanlegt fyrir þá sem eru að þjálfa, þannig að vitneskjan nýtist til fulls,“ sagði Margrét. Margrét sagðist að lokum vona að þessar niðurstöður hreyfi við þeim sem eru í aðstöðu til þess að stuðla að fyrirbyggjandi aðgerðum og frekari rannsóknum á þessu sviði. Mastersverkefni Margrétar H. Indriðadóttur sem fjallar um íþróttameiðsli barna og unglinga: 8,4% hætta vegna íþróttameiðsla Margrét H. Indriða- dóttir.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.