Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2014, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.05.2014, Blaðsíða 18
18 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands L andsmót UMFÍ 50+ var haldið á Húsavík dagana 20.–22. júní í sumar. Mótið fór einstaklega vel fram en þátttakendur á mótinu voru yfir 400 talsins. Elsti keppandinn var 92 ára karl sem keppti í línudansi og fleiri greinum. Keppt var í blaki, boccia, bogfimi, bridds, fjallahlaupi, frjálsum íþróttum, golfi, línudansi, pútti, bæði einstaklings- og sveita- keppni, ringó, skák, skotfimi, starfsíþróttum á borð við dráttarvélaakstur, hrútadóma og pönnukökubakstur, stígvélakasti, sundi, sýn- ingum/leikfimi og þríþraut. Þetta var fjórða Landsmót UMFÍ 50+ en mótin eru haldin í júní hvert ár. Aðstandendur mótsins merktu 400 keppendur skemmtu sér vel á Landsmóti UMFÍ 50+ á Húsavík þá ánægjulega þróun að yngri keppendum væri að fjölga, þ.e. fólki sem er nýlega orðið fimmtugt. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, var virkilega ánægð og þakklát eftir Landsmótið sem heppnaðist vel. Veðurfarið var hagstætt og keppendur og áhorfendur skemmtu sér vel á mótinu. „Mótið fór vel fram og gekk vel í alla staði. Framkvæmdin var í góðum höndum heima- manna enda valinn maður í hverju rúmi. Við förum alsæl frá þessu móti og erum full til- hlökkunar fyrir næsta mót sem verður haldið á Blönduósi næsta sumar.“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.