Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2014, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.05.2014, Blaðsíða 25
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 25 Héraðsþing Héraðssambandsins Hrafna- Flóka var haldið í Félagsheimili Patreks- fjarðar 1. apríl sl. Var vel mætt á fundinn og ýmis mál tekin fyrir. Mótaskrá sumarsins var samþykkt auk þess sem reglugerðir um lottóskiptingu og val á íþróttamanni ársins voru endurskoðaðar. Birna Friðbjört Hannesdóttir var ráðin framkvæmdastjóri HHF í sumar og mun hún einnig sjá um þjálfun í frjálsíþróttum á öllu svæðinu. Á þinginu var stefnumótun í íþrótta- og æskulýðsmálum á sunnanverðum Vestfjörðum rædd, en mikil uppbygging hefur verið seinustu ár hjá Hrafna-Flóka og aðildarfélögum sambandsins. Íþrótta- og æskulýðsmál eru í stöðugri þróun og var mál manna að sambandið þurfi að fylgja þessum breytingum eftir með nýjungum og uppstokkun í starfi sínu. Stefnumótunarvinna síðustu mánaða hefur skilað góðum árangri og er von stjórnar HHF að þessi vinna haldi áfram næstu árin þar til lína hefur verið lögð fyrir íþrótta- og æskulýðsmál á sunnanverðum Vestfjörðum. Ein umsókn barst árið 2013 í Minningar- sjóð Stefáns Jóhannesar Sigurðssonar en til- gangur sjóðsins er að styrkja unga og efni- lega íþróttamenn innan Héraðssambandsins Héraðsþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka: Gróska í starfinu og næg verkefni fram undan Hrafna-Flóka til frekari þjálfunar. Hilmir Freyr Heimisson fékk styrk, en hann teflir í flokki 12 ára og yngri. Hann varð Íslandsmeistari í skólaskák 2013 en landsmótið í skólaskák var haldið á Patreksfirði í maí á síðasta ári. Hilmir Freyr á glæstan feril að baki og má m.a. nefna að hann varð unglingameistari Hellis 2012, unglingameistari T.R. 2011 og barnablitz- Öflugur hópur krakka á körfubolta- æfingu á Patreksfirði. meistari á Reykjavík Open 2012. Stjórn HHF hlakkar til að fylgjast með þessum efni- lega skákmanni í framtíðinni. Engin breyting varð á aðal- stjórn HHF en stjórnina skipa Lilja Sigurðardóttir, formaður, Sædís Eiríksdóttir, meðstjórn- andi, og Birna Friðbjört Hannesdóttir, meðstjórnandi. Ein breyting varð á varastjórn en Ólafur Byron Kristjánsson kom inn í stað Guðnýjar Sig- urðardóttur. Varastjórn skipa nú Heiðar Jóhannsson, Krist- rún A. Guðjónsdóttir og Ólafur Byron Kristjánsson. Guðnýju Sigurðardóttur voru þökkuð góð störf í þágu sambandsins seinustu ár. „Það er gróska í starfinu hjá okkur og við lítum björtum augum fram á veginn. Verk- efnin eru næg fram undan og starfið í sumar verður líflegt eins og alltaf. Við vonumst eftir að fá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa til starfa næsta haust,“ sagði Lilja Sigurðardóttir, for- maður Héraðssambandsins Hrafna-Flóka.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.