Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2014, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.05.2014, Blaðsíða 22
22 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Ársþing USÚ, það 81. í röðinni, fór fram í Ný- heimum á Höfn 31. mars sl. Þingið var ágæt- lega sótt, öll aðildarfélög sendu fulltrúa á þingið en einungis Golfklúbbur Hornafjarðar sendi alla þá fulltrúa sem hann átti rétt á. Töluvert starf var hjá USÚ á liðnu ári, en að sjálfsögðu var langstærsta verkefnið 16. Unglingalandsmót UMFÍ. Á þinginu var sýnt myndbrot úr sjónvarpsþætti sem Sindra- fréttir eru að vinna að um mótið. Vart þarf að nefna að gríðarleg vinna liggur að baki svona móti og verður öllum þeim sem komu að undirbúningi og framkvæmd mótsins seint fullþakkað. Hrönn Jónsdóttir, stjórnarmaður í UMFÍ, var gestur þingsins. Hún flutti kveðju stjórn- ar og sæmdi Ingólf Baldvinsson starfsmerki UMFÍ. Ingólfur hefur setið í stjórn frjálsíþrótta- deildar Sindra í 22 ár og var um tíma ritari í stjórn USÚ. Stjórn USÚ gaf kost á sér til endurkjörs. Í stjórn USÚ sitja: Matthildur Ásmundardóttir, formaður, Sigurður Óskar Jónsson, gjaldkeri, og Páll Róbert Matthíasson, ritari. Nokkrar tillögur voru samþykktar á þing- inu. Stjórn USÚ var falið að sækja um að fá að halda Landsmót 50+ árið 2016. Þingið samþykkti að færa UMFÍ kærar þakkir fyrir Ársþing Ungmennasambandsins Úlfljóts: Unglingalandsmótið langstærsta verkefnið gott samstarf við undirbúning 16. Unglinga- landsmóts UMFÍ. Þingið samþykkti sömu- leiðis að færa Sveitarfélaginu Hornafirði og íbúum þess kærar þakkir fyrir gott samstarf við undirbúning og framkvæmd 16. Ungl- ingalandsmóts UMFÍ. Þá samþykkti þingið að hvetja Sveitar- félagið Hornafjörð að leggja árlega til fjár- framlag í styrktar- og afrekssjóð USÚ en með því fengi sveitarfélagið einnig rétt til þess að senda fulltrúa sinn í stjórn sjóðsins. Samhliða því var gerð breyting á lögum sjóðsins. Í stað þess að öll stjórn USÚ sitji í stjórn sjóðsins ásamt tveimur fulltrúum þeirra aðildarfélaga sem ekki eiga mann í stjórn skal stjórn sjóðs- ins skipuð á þann hátt að stjórn USÚ eigi tvo fulltrúa (formann og gjaldkera) og sveitar- félagið einn fulltrúa. Hinir tveir fulltrúarnir breytast ekki. Íþróttamaður ársins árið 2013 var valin Maria Selma Haseta. Maria Selma, sem er fædd árið 1995, var máttarstólpi kvenna- liðs Sindra í knattspyrnu sumarið 2013 og skoraði m.a. rúmlega helming marka liðsins. María Birkisdóttir hlaut hvatningarverðlaun USÚ en hún æfir og keppir í frjálsum íþrótt- um með Sindra, þá helst í svokölluðum millivegalengdarhlaupum. Sími 470 8100 / Fax 4708101 / sth@sth.is / www.sth.is Maria Selma Haseta, íþróttamaður USÚ 2013.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.