Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2014, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.05.2014, Blaðsíða 20
20 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Ársþing HSÞ var haldið að Laugum í Reykjadal 23. mars sl. Dagskrá ársþings- ins var með hefðbundnu sniði en þingið sóttu 53 þingfulltrúar frá 17 aðildar- félögum HSÞ. Jóhanna S. Kristjánsdóttir var endurkjörin formaður HSÞ á þinginu og íþróttamenn ársins voru valdir í hin- um ýmsu íþróttagreinum. Fólki, sem unnið hefur ötullega að íþróttamálum á svæði HSÞ í gegnum tíðina, voru veittar heiðursviðurkenningar. Haukur Valtýsson, varaformaður UMFÍ, sæmdi Sigfús Harald Bóasson og Önnu Rúnu Ársþing Héraðssambands Þingeyinga: Mikið stendur til á 100 ára afmælisári HSÞ Mikaelsdóttur gullmerki UMFÍ. Þá hlutu starfsmerki UMFÍ þær Freydís Anna Arn- grímsdóttir og Sigþrúður Stella Jóhanns- dóttir. Þorsteinn Ingvarsson frjálsíþrótta- maður var valinn íþróttamaður HSÞ árið 2013 úr fríðum hópi íþróttafólks. Fram kom í máli Jóhönnu Kristjánsdótt- ur formanns að mikið stæði til hjá HSÞ á árinu 2014. Haldið yrði upp á 100 ára afmæli HSÞ 2. nóvember nk. með stórri afmælisveislu á Laugum. Landsmót 50+ yrði svo haldið á Húsavík og Laugum dag- ana 20.–22. júní. Aðalfundur Ungmennafélags Njarð- víkur var haldinn á 70 ára afmæli félagsins 10. apríl sl. Þórunn Friðriks- dóttir, formaður félagsins, lét af störfum eftir um 15 ára setu í aðal- stjórn. Ólafur Eyjólfsson var kjörinn nýr formaður UMFN. Í aðalstjórn voru kjörnir Thor Hallgrímsson til eins árs og Hermann Jakobsson og Anna Andrésdóttir til tveggja ára. Ágústa Guðmarsdóttir og Sigríður Ragnarsdóttir voru kjörnar í vara- stjórn félagsins. Ólafur Thordersen afhenti Ólafs- bikarinn, en hann hlaut Agnar Már Gunnarsson fyrir mikið og gott starf fyrir félagið. Helga Guðrún Guðjóns- dóttir, formaður UMFÍ, færði félaginu góða gjöf og sæmdi Friðrik Pétur Ragnarsson, Ólaf Thordersen og Pál Kristinsson gullmerki UMFÍ. Andrés Þórarinn Eyjólfsson og Thor Hallgrímsson voru sæmdir starfsmerki UMFÍ. Þórunn Friðriksdóttir afhenti gullmerki UMFN Aðalfundur Ungmennafélags Njarðvíkur: Þrír einstaklingar sæmdir gullmerki UMFÍ með lárviðarsveig fyrir langt og frábært starf í þágu félagsins. Það er æðsta merki UMFN og geta aldrei fleiri en tíu manns verið handhafar merkisins hverju sinni. Einar Árni Jóhanns- son hlaut annað merki félagsins en fyrsta merkið fékk Hilmar Hafsteinsson árið 2012. Gullmerki UMFN er veitt fyrir 20 ára starf eða keppni fyrir félagið og í ár fengu fjórir félagar gullmerki félagsins, þeir Erlingur Rúnar Hannesson, Páll Kristinsson, Ragnar Halldór Ragnarsson og Sigmundur Már Herbertsson. Snorri Jónas Snorrason hlaut silfurmerki UMFN sem er veitt fyrir 15 ára starf eða keppni fyrir félagið. Jóhann B. Magnússon, formaður ÍRB, kom færandi hendi, afhenti félaginu hornstein að gjöf, en UMFN er einn af hornsteinum ÍRB. Kristján Pálsson, fyrrverandi formaður, af- henti félaginu gjöf frá sér og Einari Jónssyni, áritaðan körfubolta frá Íslandsmeisturum UMFN árið 2006. Ungmennafélagið færði félagsmönnum að gjöf málverk eftir Hrein Guðmundsson. Verkið er yfirlitsmynd yfir Njarðvík, þegar félagið var stofnað í apríl árið 1944, séð úr Paradís. Á málverkinu eru fyrstu stjórnar- menn félagsins, þeir Oddbergur Eiríksson, Ólafur Sigurjónsson og Karvel Ögmundsson. Frá vinstri: Ólafur Eyjólfsson, nýkjörinn formaður UMFN, Helga G. Guðjónsdótt- ir, formaður UMFÍ, og Þórunn Friðriksdóttir, fráfarandi formaður. 44. ársþing USVS fór fram á Hótel Laka í Landbroti 29. mars sl. Góð mæting var á þingið sem var starfsamt og gott. Ragn- heiður Högnadóttir gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku og var Þor- steinn M. Kristinsson kjörinn nýr formaður. Ragnheiður hafði setið í stjórn USVS í um 20 ára skeið, þar af sem formaður í átta ár. Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri UMFÍ, var fulltrúi UMFÍ á þinginu og flutti ávarp. „Það er skemmtilegur tími að baki og ég hef kynnst góðu fólki allt í kringum landið. Þrátt fyrir að ég sé hætt í stjórn mun ég eftir sem áður halda áfram að vinna fyrir sam- bandið,“ sagði Ragnheiður Högnadóttir, frá- farandi formaður. Ársþing Ungmennasambands Vestur-Skaftafellssýslu: Ég hef kynnst góðu fólki allt í kringum landið Tilkynnt var um val íþróttamanns ársins og efnilegasta íþróttamannsins. Íþrótta- maður að þessu sinni var kjörinn Hlynur Guðmundsson, Hestamannafélaginu Sindra. Efnilegasti íþróttamaðurinn er Guðný Árna- dóttir, Umf. Kötlu. Ný stjórn var kosin á þinginu en hana skipa: Þorsteinn M. Kristinsson, formaður, Erla Þórey Ólafsdóttir, Pálmi Kristjánsson, Ástþór Jón Tryggvason og Bergur Sigfússon. Í varastjórn eru Ármann Gíslason, Kristín Ásgeirsdóttir og Eyrún Elvarsdóttir. Þorsteinn M. Kristinsson, nýkjörinn formaður USVS ásamt Ragnheiði Högnadóttur fráfarandi formanni

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.