Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2012, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.05.2012, Blaðsíða 3
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 3 Um verslunarmannahelgina verður 15. Ungl- ingalandsmót Ungmennafélags Íslands hald- ið á Selfossi í umsjón Héraðssambandsins Skarphéðins og sveitarfélagsins Árborgar. Unglingalandsmót Ungmennafélags Íslands er sá viðburður á Íslandi sem er hvað vinsæl- ast að sækja heim um verslunarmannahelg- ina. Fyrsta Unglingalandsmótið var haldið á Dalvík 1992 og síðan var mót haldið þriðja hvert ár þar til árið 2000 þegar mótið var haldið í fyrsta skipti um verslunarmannahelg- ina á Bíldudal og Tálknafirði. Sú ákvörðun ungmennafélaga að halda mótið árlega um verslunarmannahelgi var tilraun til að láta á það reyna hvort hægt væri að halda vímu- efnalaust íþrótta- og fjölskyldumót um þessa mestu ferða- og útivistarhelgi landsmanna. Fáum leist vel á þessa hugmynd í upphafi og töldu menn hana vonlausa. Verslunarmanna- helgin væri í hugum landsmanna skemmti- helgi þar sem Bakkus væri kærkominn ferða- félagi. Ungmennafélagar ákváðu hins vegar að leggja allt undir og láta reyna á þátttök- una sem fór fram úr björtustu vonum og að loknu fyrsta verslunarmannahelgarmótinu var ljóst að í framtíðinni yrðu mótin haldin á hverju ári um þessa helgi. Unglingalandsmótin eru fjölbreyttar og skemmtilegar fjölskyldu-, íþrótta- og for- varnahátíðir þar sem keppendur eru á aldr- inum 11–18 ára og stórfjölskyldan getur tekið þátt í fjölbreyttri dagskrá. Segja má að hið uppeldislega gildi Ungl- ingalandsmótanna, þar sem öllum börnum og unglingum á aldrinum 11–18 ára er gert kleift að taka þátt, sé að leggja áherslu á að árangur í íþróttum verði ekki eingöngu mældur í afrekum heldur að í þátttökunni felist einnig heilsuefling, forvörn og góður félagsskapur. Fjöldi rannsókna sýnir að þátttaka í íþrótt- um eykur sjálfstraust, hún eflir vitund einstakl- ingsins um sjálfan sig og aflar honum virðing- ar annarra, ýtir undir tengslamyndun og traust. Hún minnkar líkurnar á neyslu áfengis og annarra vímuefna. Hún skapar sameigin- lega hagsmuni og gildi og kennir félagslega færni sem er nauðsynleg í lýðræðissamfélagi. Það er því til mikils að vinna og Unglinga- landsmótin eru það lóð á vogarskálina sem ungmennafélagshreyfingin vill leggja þar til að ná fram þessum markmiðum. Samvera fólks er ein af áhrifamestu þátt- um Unglingalandsmótanna. Fjölmargar rann- sóknir hafa ítrekað sýnt fram á tengsl upp- byggilegrar samveru, umhyggju og hlýju frá fjölskyldunni, við forvarnir í uppvexti barna og unglinga. Börn úr samheldnum fjölskyld- um eru mun ólíklegri en önnur börn til að ánetjast áfengi eða öðrum vímuefnum eða lenda í slæmum félagsskap. Sá mikli fjöldi fólks sem sækir Unglinga- landsmótin á hverju ári er sammála hreyfing- unni um að hægt sé að halda áfengis- og vímuefnalausa hátíð um verslunarmanna- helgina. Tilraunin, sem lagt var af stað með í upphafi árið 2000, hefur því heppnast full- komlega. Unglingalandsmótið er stærsta íþróttamót- ið sem haldið er á Íslandi árlega. Til að halda slíkt mót þarf aðstaða fyrir keppendur og mótsgesti að vera góð. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á íþróttamannvirkjum á Selfossi undanfarin ár. Aðstaðan á svæðinu er einstaklega góð þar sem nær allir keppnis- staðir eru í göngufæri hver við annan. Lík- lega er þetta svæði besta landsmótssvæðið hingað til, nánast fullkomið, enda allt í göngu- eða reiðhjólafæri sem er mikill kostur. Það er aðdáunarvert og til eftirbreytni að sveitarfélagið Árborg skuli með svo myndar- legum hætti styðja við íþróttahreyfinguna, ekki aðeins á Selfossi heldur einnig á öllu Suðurlandi og landinu öllu. Með jákvæðum stuðningi sínum hefur sveitarfélagið gert HSK kleift að halda Unglingalandsmótið í ár og Mikill ávinningur fyrir okkur öll Landsmótið 2013 og til viðbótar hefur verið útbúið tjaldsvæði með góðri aðstöðu þar sem mun fara vel um keppendur og mótsgesti. Á Selfossi er góð þjónusta í boði, úrval verslana, veitingastaðir, hótel og gististaðir. Í Árborg og nágrannasveitarfélögum eru einstakar náttúruperlur og sögustaðir sem vert og gaman er að heimsækja. Undirbúningur og framkvæmd Unglinga- landsmótsins er mikið verkefni fyrir mótshald- ara. Stór hópur sjálfboðaliða kemur að mót- inu sem gerir alla undirbúningsvinnu og framkvæmd þess mögulega. Þetta fórnfúsa og mikla starf sjálfboðaliða og starfsmanna og með góðu samstarfi við sveitarfélagið og öflugum stuðningi styrktaraðila gerir það að verkum að öll umgjörð og undirbúningur mótsins verður hin glæsilegasta. Ríkisvaldið hefur stutt vel við uppbyggingu og framkvæmd Unglingalandsmótanna frá upphafi og fyrir þann góða stuðning, ásamt stuðningi frá styrktaraðilum mótsins, er hreyfingin ákaflega þakklát. 15. Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi er góður valkostur fyrir alla og því er um að gera að skella sér á mótið því þar finna allir aldurshópar eitthvað við sitt hæfi. Forgangs- röðum og gefum okkur tækifæri til að upp- lifa einstaka skemmtun í góðra vina hópi þar sem ungmennafélagsandinn ræður för. Verið öll hjartanlega velkomin á Unglinga- landsmót og njótið þess að taka þátt í skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá. Það verður tekið vel á móti þér og við hlökkum til að sjá þig. Íslandi allt! Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ: Stella Guðmundsdóttir, ekkja Pálma Gíslasonar, fyrrum formanns Ung- mennafélags Íslands, færði 29. mars sl. UMFÍ peningagjöf sem renna á í Umhverfissjóð UMFÍ, minningarsjóð Pálma Gíslasonar. Peningagjöf í Umhverfissjóð, minningarsjóð Pálma Gíslasonar Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Stella Guðmundsdóttir við afhendingu peningagjafarinnar. Æskuvinkona Stellu, Björg S. Dranidzke, búsett á Long Island í Banda- ríkjunum, ákvað að láta fé af hendi rakna í umræddan sjóð til minningar um Pálma. Helga Guðrún Guðjóns- dóttir, formaður UMFÍ, tók við gjöfinni úr hendi Stellu Guðmundsdóttur í þjónustumiðstöð UMFÍ. Helga Guðrún sagðist við þetta tæki- færi vilja koma á framfæri þökkum fyrir hönd UMFÍ en þessi gjöf væri hreyfing- unni ómetanlegur stuðningur og jafn- framt til að heiðra minningu fyrrum formanns UMFÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.