Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2012, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.05.2012, Blaðsíða 17
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 17 Áætlunarferðir eru frá Selfossi til allra átta. Auk Reykjavíkur má þar nefna Gullfoss og Geysi og niður að strönd- inni til Stokkseyrar, Eyrarbakka og Þorlákshafnar. Á sumrin eru ferðir í Þórsmörk og Landmannalaugar, til Akureyrar, austur um Suðurland og austur á land, auk margra annarra staða í byggð og óbyggð. Á Selfossi eru starfræktar nokkrar ferðaskrif- stofur. Framtíðarbær Selfoss er miðstöð þjónustu og versl- unar á svæðinu. Með rúmlega sex þús- und íbúa og í aðeins um 50 kílómetra fjarlægð frá stærsta markaðssvæði þjóðarinnar er Selfoss eftirsóttur stað- ur af mörgum ástæðum. Nálægðin við höfuðborgarsvæðið hefur í för með sér að auðvelt er að sækja þangað nauðsynlega þjónustu en um leið er byggðin heppilega langt frá skarkala stórborgarlífsins. Bærinn hefur vaxið hratt og hefur íbúafjölgun á milli ára verið langt um- fram landsmeðaltal. Atvinnulífið á Sel- fossi er þekkt fyrir stöðugleika. Þetta hafa margir atvinnurekendur nýtt sér og valið atvinnustarfsemi sinni stað á Selfossi. Á sl. 10 árum hefur fyrirtækj- um og þjónustuaðilum á Selfossi stöð- ugt fjölgað. Endimörk Þjórsárhrauns Í fjörunni austan við Stokkseyri stend- ur fólk á endimörkum Þjórsárhrauns hins mikla sem rann fyrir 8700 árum. Þetta er stærsta hraun sem runnið hef- ur á jörðinni frá lokum síðustu ísaldar. Það kom upp í 20 til 30 km gossprungu milli Þórisvatns og Veiðivatna og rann 130 kílómetra leið niður að ströndinni. Hraunið rann einn km út í sjó áður en það var á endanum stöðvað af köldum öldum Norður-Atlantshafsins. Drepstokkshóll Drepstokkshóll er austan við Óseyrar- brú yfir Ölfusá. Þar stóð bær Bjarna Herjólfssonar en hann fann Ameríku árið 985. Við ósinn er Skipamelur það- an sem Bjarni lagði líklega upp í ferð- ina til Ameríku. Ölfusá Gakktu yfir Ölfusárbrú, yfir vatnsmesta fljót á Íslandi. Meðalrennsli árinnar er 384 rúmmetrar á sekúndu á ársgrund- velli. Við suðurenda brúarinnar, hjá Tryggvaskála, er skilti sem sýnir flóða- hæð í þremur mestu flóðum í Ölfusá á 20. öld. Á bökkum Ölfusár er mikil nátt- úrufegurð og fjölbreytt fuglalíf. Göngu- leiðir eru á nyrðri bakka árinnar frá Langanesi og upp í útivistarsvæðið í Hellisskógi. Eyrarbakki Á Eyrarbakka er fjöldi gamalla húsa, þar á meðal Húsið, frá 1765, sem hýsir Byggðasafn Árnesinga. Það er elsta íbúðarhús úr timbri á Suðurlandi og í hópi elstu húsa landsins. Þar er einnig Sjóminjasafnið á Eyrarbakka. Í safninu eru munir frá Eyrarbakka með áherslu á sjósókn, iðnað og félags- og menn- ingarsögu síðustu 100 ára. Stærsti og merkasti safngripurinn er áraskipið Farsæll sem Steinn Guðmundsson, skipasmiður á Eyrarbakka, smíðaði fyrir Pál Grímsson, útvegsbónda í Nesi í Selvogi. Þuríðarbúð Þuríðarbúð er eftirmynd 19. aldar ver- búðar á Stokkseyri. Búðin stendur þar sem sjóbúð Þuríðar Einarsdóttur for- manns er talin hafa staðið og er til minningar um hana. Þuríður var fædd árið 1777. Hún fór í sinn fyrsta róður ellefu ára gömul á bát föður síns en 17 ára varð hún háseti upp á fullan hlut hjá bróður sínum. Hún stundaði sjóinn næstu áratugina en hætti árið 1843 sökum heilsubrests. Hún klæddist karlmannsfötum að jafnaði vegna sjómennskunnar en til þess þurfti leyfi sýslumanns. Fuglafriðlandið í Flóa Skoðaðu fuglafriðlandið í Flóa, norð- an Eyrarbakka. Flæðiengjar og tjarnir setja svip á friðlandið en það nær með austurbakka Ölfusár frá Nesósi skammt norðan Óseyrarbrúar að landamerkj- um Sandvíkurhrepps í Straumnesi. Votlendisfuglar einkenna friðlandið en fuglalífið er sérstaklega auðugt og tegundaríkt á varptíma. Mikilvægt að vera vel skóaður og muna eftir sjón- aukanum og ef til vill handbók um fugla. Rjómabúið og Knarrarósviti Heimsæktu Rjómabúið á Baugsstöð- um og skoðaðu Knarrarósvita austan við Stokkseyri. Rjómabúið er það eina á landinu sem stendur eftir með öll- um búnaði. Það tók til starfa árið 1905 og var starfrækt til 1952, lengst allra rjómabúa á Íslandi, en þegar best lét voru hátt á þriðja tug rjómabúa starf- andi víða á landinu. Í rjómabúunum var framleitt smjör, ostur og annað úr rjóma sem bændur færðu til búsins. Knarrar- ósviti er 26 metra hár viti sem stendur við Knarrarós austan við Stokkseyri. Hönnun vitans er áhugaverð blanda af fúnkis- og art nouveau-stíl. Stóri-Hellir Heimsæktu Stóra-Helli í Hellislandi, norðan við Selfoss. Eini íbúi hellisins er draugur með bláan trefil! Í hellinum var áður geymt hey en fjárhús var framan við. Hellirinn myndaðist í lok jökulskeiðs á ísöld þegar brim svarf klettinn. Áhugaverðir staðir í Árborg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.