Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2012, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.05.2012, Blaðsíða 13
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 13 „Unglingalandsmótin eru frábær ung- mennahátíð. Mótin hafa þróast og breyst mikið frá því að ég sjálf tók þátt í mótinu sem haldið var á Blönduósi fyrir mörgum árum. Það er alveg ótrúlegt hvað þessi mót hafa vaxið og dafnað með þeim jákvæða hætti sem raun ber vitni. Mótin eru í senn ekki bara fyrir keppendur heldur er þetta fjölskylduhátíð. Ég kom á mótið á Egils- stöðum í fyrra og það var einstaklega glæsilegt. Það er gaman að sjá hvað stór hópur fólks er tilbúinn að leggja á sig sjálf- boðavinnu svo að allt gangi sem best,“ sagði Bryndís Gunnlaugsdóttir sem dæmdi körfuknattleik á Unglingalands- mótinu á Egilsstöðum í fyrrasumar. Bryndís lék lengi körfuknattleik með nokkrum félögum og hefur setið í stjórn Körfuknattleikssambands Íslands sl. fjögur ár. Hún er lögfræðingur að mennt, vinnur hjá Ríkisskattstjóra og er forseti bæjar- stjórnar Grindavíkur. „Það stóð nú ekki til að ég dæmdi körfu- bolta á Egilsstöðum í fyrra. Ég var í sumar- fríi og var að heimsækja félaga mína, Gunnar Gunnarsson og Stefán Boga Sveinsson hjá UÍA. Þeir voru báðir á kafi í undirbúningi fyrir mótið og báðu mig um að aðstoða og þar á meðal að ég dæmdi körfuboltann á mótinu. Þetta var ofsalega gaman en körfuboltinn hefur alltaf verið vinsæl grein á Unglingalandsmótunum. Það er gaman að sjá hvað margir krakkar eru að kynnast körfuboltanum í fyrsta sinn á mótunum og fara síðan mörg hver að æfa og keppa eftir mótið. Ég hvet alla til að fara og keppa á Unglingalandsmóti. Þetta er ógleymanleg upplifun fyrir alla fjölskylduna,“ sagði Bryndís Gunnlaugs- dóttir í samtali við Skinfaxa. Bryndís Guðlaugsdóttir, lögfræðingur og forseti bæjarstjórnar Grindavíkur: Ógleymanleg upplifun fyrir alla fjölskylduna arionbanki.is – 444 7000 Að hlúa að sparnaði fyrir þig og þína Byrjum að hlúa að sparnaði fyrir stóru stundirnar í lífinu. Það er nóg að byrja með lága upphæð á mánuði, fyrstu skrefin þurfa ekki að vera stór til að þú sjáir árangurinn. Hvernig vilt þú leggja fyrir? Viltu leggja inn á sparnaðar- reikning, kaupa í ríkistryggðum sjóðum eða öðrum sjóðum? Byrjaðu í dag að hlúa að sparnaðinum þínum. Hafðu samband í síma 444 7000 eða komdu við í næsta útibúi. Við tökum vel á móti þér. Bryndís Gunn- laugsdóttir dæmdi í körfuknattleiks- keppninni á Ungl- ingalandsmóti UMFÍ á Egilsstöðum í fyrrasumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.