Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2012, Blaðsíða 39

Skinfaxi - 01.05.2012, Blaðsíða 39
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 39 Úr hreyfingunni Aðalfundur Ungmenna- félags Kjalnesinga, UMFK, var haldin í Klébergsskóla þann 22. mars sl. Ásamt hefðbundnum aðalfundar- störfum voru á fundinum samþykktar ýmsar breytingar á lögum sem voru mest viðbætur og lagfæringar. Stefán Skapti Steinólfsson, stjórnarmaður UMFÍ, var gestur á fundinum. Karl Davor Karlsson, sem var gjaldkeri, hætti í stjórn og voru honum færðar þakk- ir fyrir framúrskarandi störf sl. tvö ár. Eftir- taldir einstaklingar skipa nýja stjórn UMFK: Magnús Ingi Magnússon, formaður, Guðrún Dögg Gunnarsdóttir, varaformaður, Birna Jóhanna Ragnarsdóttir, ritari, Íris Fjóla Bjarnadóttir, gjaldkeri, og Þórarinn Árni Guðnason, meðstjórnandi. Í varastjórn sitja Svanhvít Jóhannsdóttir, Sigrún Jóhannsdóttir og Soffía Sóley Þráinsdóttir. Magnús Ingi Magnússon, formaður, og Íris Fjóla Bjarnadóttir, gjaldkeri, sögðust í samtali við Skinfaxa vera mjög bjartsýn á Aðalfundur Ungmennafélags Kjalnesinga: Útvíkka starfsemina með meiri fjölbreytni starfið sem fram undan er hjá Ungmenna- félagi Kjalnesinga þegar þau litu inn í þjón- ustumiðstöðina á Engjateignum og áttu vinnufund með Sæmundi Runólfssyni, framkvæmdastjóra UMFÍ, og Helga Gunn- arssyni, fjármálastjóra UMFÍ. „Fram að þessu hefur mesta áherslan verið lögð á knattspyrnu, fimleika og sund en meiningin er að útvíkka starfsemina með meiri fjölbreytni og fá eldri iðkendur til að taka þátt í því sem í boði er,“ sögðu þau Magnús Ingi og Íris Fjóla en iðkendur hjá Ungmennafélagi Kjalnesinga eru liðlega eitt hundrað í dag. Frá heimsókn í þjón- ustumiðstöð UMFÍ. Frá vinstri: Helgi Gunnarsson, fjár- málastjóri UMFÍ, Magnús Ingi Magnússon, for- maður UMFK, Íris Fjóla Bjarnadóttir, gjaldkeri UMFK, og Sæmundur Runólfs- son, framkvæmda- stjóri UMFÍ. Ársþing Ungmennasambands Skagafjarðar var haldið á Sauðárkróki 22. mars sl. og sóttu þingið um 40 þingfull- trúar. Helga Guðrún Guðjóns- dóttir, formaður UMFÍ, sat þingið. Hvatti hún aðildarfélög UMSS til að fjölmenna á Unglingalandsmótið sem haldið verður á Selfossi um verslunar- mannahelgina. Þá hvatti hún UMSS til að sækja um að halda Landsmót UMFÍ og lýsti jafnframt yfir mikilli ánægju með fram- kvæmd sambandsins á Landsmótum hingað til. Helga sæmdi þrjá einstaklinga starfsmerki UMFÍ fyrir framlag þeirra til hreyfingarinnar. Merkin hlutu Hjörtur Geirmundsson, Jónína Stefánsdóttir og Hrafnhildur Pétursdóttir. Sigrún Þóra Karlsdóttir, ung sundkona á Sauðárkróki, er handhafi Magnúsarbikars- ins sem gefinn var til minningar um Magnús Valbergsson og veittur var til margra ára stigahæsta sundmanni í Fljót- um. Hann er nú í vörslu UMSS. Á þinginu var kosið í nýja stjórn og var Sigurjón Leifsson kjörinn formaður en aðrir, sem fengu kosningu, voru Rúnar Vífilsson og Jón Daníel Jónsson. Áfram sitja þau Elisabeth Jansen og Þröstur Erlingsson. Hjalti Þórðarson lauk stjórnar- setu og voru honum þökkuð góð störf í þágu sambandsins. Ársþing Ungmennasambands Skagafjarðar: Sigurjón Leifsson kjörinn formaður UMSS Til vinstri: Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi UMFÍ. Til hægri: Gunnar Sigurðsson ásamt Sæmundi Runólfssyni, framkvæmdastjóra UMFÍ, og Helgu Guðrúnu Guðjónsdóttur, formanni UMFÍ. Gunnar Sigurðsson á ársþingi Ung- mennasambands Skagafjarðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.