Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2012, Blaðsíða 42

Skinfaxi - 01.05.2012, Blaðsíða 42
42 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Úr hreyfingunni Ársþing Ungmennasam- bandsins Úlfljóts var haldið í Þórbergssetri í Suðursveit 29. mars sl. Matthildur Ásmundar- dóttir, sem var endurkjörin formaður, sagði að þingstörf hefðu geng- ið vel og sömuleiðis hefði mæting á þing- ið verið góð. Þess má geta að sambandið fagnar 80 ára afmæli sínu síðar á þessu ári. Sæmundur Runólfsson, framkvæmda- stjóri UMFÍ, sat þingið. „Það má segja að það sem standi upp úr núna hjá okkur sé undirbúningur fyrir Ársþing Ungmennasambandsins Úlfljóts: Unglingalandsmótið verður skemmtilegt verkefni Unglingalandsmótið sem haldið verður á Hornafirði 2013. Við búum að góðri reynslu frá mótinu sem við héldum 2007 en mótið hefur stækkað mikið í sniðum eftir það. Það verður skemmtilegt að tak- ast á við þetta verkefni,“ sagði Matthildur. Auk hennar sitja í stjórn sambandsins Ólöf Þórhalla Magnúsdóttir, ritari, og Sigurður Óskar Jónsson, gjaldkeri. Stjórn USÚ, frá vinstri: Ólöf Þórkatla Magnúsdóttir, ritari, Matthildur Ásmundar- dóttir, formaður, og Sigurður Óskar Jónsson, gjaldkeri. Ársþing Ungmenna- og íþróttasambands Fjalla- byggðar var haldið 10. maí sl. í Vallarhúsinu á Ólafsfirði. Baldur Daníelsson í vara- stjórn UMFÍ sat þingið og flutti ávarp. Guðný fór yfir störf fyrri stjórnar, hvaða verkefni væru fram undan og hverju Ársþing Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar: Guðný Helgadóttir endurkjörin formaður UÍF væri lokið. Hún fór ennfremur yfir þau stóru mál sem stjórnin hefur unnið að. Í máli hennar kom einnig fram að vinnufundir væru haldnir með aðildarfélögunum. Væru þeir fundir mjög gagnlegir og er fyrirhug- að að halda slíka fundi árlega. Formanna- fundir voru haldnir tvisvar sinnum á árinu og voru vel sóttir. Guðný þakkaði aðildar- félögunum fyrir gott samstarf svo og öll- um félagsmönnum. Guðný Helgadóttir gaf kost á sér til end- urkjörs og var hún einróma kjörinn for- maður. Í stjórninni sitja Sigurður Gunnars- son og Sigurpáll Gunnarsson. Varamenn eru Júlía Gunnlaugsdóttir Paulsen og Guðlaugur M. Ingason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.