Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2012, Blaðsíða 45

Skinfaxi - 01.05.2012, Blaðsíða 45
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 45 Úr hreyfingunni Guðrún Halldóra Halldórs- dóttir var kjörin formaður Héraðssambands Bolung- arvíkur, HSB, á ársþingi sambandsins sem haldið var í Bolungarvík 11. apríl sl. Þingstörf gengu vel og var þingið ágæt- lega sótt. Jenný Hólmsteinsdóttir, sem gegnt hefur formennsku undanfarin ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Guðrún Halldóra Halldórsdóttir kjörin í hennar stað. Auk Guðrúnar Halldóru for- manns sitja í stjórninni Jónas Sigursteins- son, Unnsteinn Sigurjónsson, Baldur Smári Einarsson og Guðbjartur Flosason. „Mér finnst spennandi og mikil áskorun að takast á við þetta verkefni. Það tekur auðvitað tíma að koma sér inn í starfið. Mér líst vel á þetta en íþróttastarf hér á okkar Ársþing Héraðssambands Bolungarvíkur: Spennandi áskorun að takast á við þetta verkefni Stjórn HSB, frá vinstri: Jónas Sigur- steinsson, Guðrún Halldóra Halldórs- dóttir, formaður, Unnsteinn Sigur- jónsson, gjaldkeri, og Baldur Smári Einarsson. Á mynd- ina vantar Guðbjart Flosason. svæði er töluvert,” sagði Guðrún Halldóra Halldórsdóttir, nýkjörinn formaður HSB, en hún sat í æskulýðs- og íþróttaráði bæjarins um nokkurt skeið. Þing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka, HHF, var haldið að Birkimel á Barðaströnd 30. apríl sl. Þingforseti var Silja Björg Jóhannsdóttir og þingritari var Margrét Brynjólfsdóttir. Góð mæting var á þingið. Helga G. Guðjóns- dóttir, formaður UMFÍ, var gestur á þing- inu og sæmdi hún Önnu Valsdóttur starfs- merki UMFÍ. Formaður flutti skýrslu stjórnar þar sem kom fram að starfsemin gekk vel á árinu hjá sambandinu og hjá aðildarfélögum þess. Samfelld dagskrá alls kyns móta er allt sumarið og fram á haust. Formaður sagði einnig frá því að henni hefði borist bréf frá Jóni M. Ívarssyni þar sem hann upp- lýsti að stofndagur sambandsins væri í febrúar 1971 en ekki 1969. Af því tilefni var skellt á afmælisveislu sem heppnaðist mjög vel. Ný heimasíða er í undirbúningi. Þing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka: Starfsemin gekk vel á árinu Er stefnt á að hún verði opnuð í júní og nýir félagsbúningar HHF koma í sölu fljót- lega. Nýtt félag, Skotíþróttafélag Vestfjarða, Skot Vest, fékk aðild að sambandinu á þinginu. Miklar umræður urðu um stigakeppni á héraðsmóti og hugsanlegar breytingar á henni og var stjórn falið að skipa nefnd í málið. Einnig urðu töluverðar umræður um skiptingu á lottó og var stjórn falið að móta tillögu um málið fyrir næsta þing. Íþróttamaður HHF var kjörin Saga Ólafs- dóttir frjálsíþróttakona. Framkvæmda- stjóri sambandsins hefur verið ráðinn en hann heitir Aron Páll Hauksson. Lilja Sigurðardóttir var endurkjörin for- maður. Auk þess voru kosin í stjórn Sædís Eiríksdóttir og Birna Hannesdóttir sem aðalmenn og Heiðar Jóhannsson, Guðný Sigurðardóttir og Kristín Heimisdóttir sem varamenn. Skoðunarmenn reikninga voru kosnir Anna Valsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir. Í héraðsdómsstól voru kosnir Sigurður Viggósson, Heiðar Jóhannsson og Þórður Sveinsson. Til vinstri: Saga Ólafsdóttir, íþrótta- maður HHF, ásamt Lilju Sigurðardóttur, formanni HHF. Til hægri: Lilja Sigurðardóttir ávarpar þing HHF en hún var endur- kjörin formaður sambandsins. Að neðan: Nýja stjórnin hjá HHF. Frá vinstri: Lilja Sigurðar- dóttir, formaður, Sædís Eiríksdóttir og Birna Hannesdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.