Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2012, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.05.2012, Blaðsíða 11
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 11 VIÐ ERUM AFSKAPLEGA ÁNÆGÐ MEÐ AÐ FÁ AÐ HALDA ÞETTA MÓT „Í huga mínum er frábært fyrir okkur að fá alla þessa gesti til okkar í tengslum við Unglingalandsmótið og um leið að nýta öll þau íþróttamannvirki sem búið er að byggja markvisst upp hér undanfarin ár. Við erum afskaplega ánægð með að fá að halda þetta mót, erum á fullu í undirbún- ingi og hlökkum til að taka á móti gestun- um. Það er mikil áskorun fyrir okkur að fá mótið en eins og ég sagði, síðustu ár hafa risið hér íþróttamannvirki með það að markmiði að hægt væri að halda stórmót hér í bænum. Allt íþróttasvæðið er mið- svæðis og því tiltölulega stutt að fara á milli staða. Frjálsíþróttavöllurinn, sund- laugin, knattspyrnuvöllurinn og íþrótta- húsin eru á nokkuð afmörkuðu svæði og mjög aðgengileg í alla staði,“ sagði Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar, í samtali við Skinfaxa nú skömmu fyrir Unglingalandsmótið. Ásta situr í fram- kvæmdanefnd mótsins. Áhersla á vel skipulagt og markvisst ungmennastarf – Hefur Árborg ekki lagt mikla áherslu á að byggja upp glæsilega aðstöðu fyrir íþróttafólk? „Jú, það hafa farið gríðarlega miklir fjár- munir síðustu ár í uppbyggingu á íþrótta- mannvirkjum. Að auki styrkir sveitarfélagið ungmennafélögin með fjárframlögum og það lætur talsverða fjármuni af hendi rakna í rekstur á íþróttahreyfingunni. Mikil áhersla er lögð á að ungmennastarfið sé vel skipu- lagt og byggt upp með markvissum hætti. Það er unnið frábært starf í deildunum inni í félögunum og því ber að fagna.“ Fjölskyldan fær tækifæri til að vera saman – Það er mál manna að Unglingalands- mótið hafi sannað gildi sitt og leiki stórt hlutverk á vettvangi unglingastarfs. Ertu sammála því? „Tvímælalaust. Unglingalandsmótið er eitt það besta sem hægt var að finna upp og það að halda það síðan um verslunar- mannahelgina. Mótin hafa mikið forvarna- gildi og þar fær fjölskyldan kjörið tækifæri til að vera saman. Mér finnst Ungmenna- félag Íslands eiga mikið hrós skilið fyrir að hafa komið þessum mótum af stað. Sama fólkið sækir þau ár eftir ár en skipulag sumarfría hjá mörgum snýst um að kom- ast á mótin um þessa helgi. Unglinga- landsmótin hafa góða ímynd,“ sagði Ásta. Njótum helgarinnar í fallegu umhverfi á Selfossi – Er ekki almennur áhugi á mótinu hjá heimamönnum og allir tilbúnir að leggja hönd á plóg? „Það er mjög mikill áhugi og á síðustu dögum hefur verið lögð áhersla á að snyrta bæinn og verslanir og önnur þjónusta verð- ur með rýmri opnunartíma en áður. Það má búast við mikilli umferð og við viljum þjóna fólki með sem bestum hætti. Ég er mjög spennt fyrir þessu móti og er viss um að þeir sem leggja leið sína hingað eiga eftir að njóta helgarinnar í fallegu umhverfi,“ sagði Ásta Stefánsdóttir. „Við erum ofsalega hrifin af Unglingalands- mótunum og það segir sína sögu í þeim efnum að við erum búin að fara með börn- unum okkar þremur á öll mótin frá árinu 2000. Það er gríðarlega gaman að fara á þessi mót og ekkert annað hefur komið til greina hjá krökkunum okkar. Börnin hafa verið mikið íþróttum og notið þess inni- lega að fara á Unglingalandsmótin,“ sagði Grétar Einarsson í Vík. Grétar sagði að af þessum mótum væri mótið, sem haldið var í Vík 2005, mjög minnisstætt. USVS hefði séð um fram- kvæmd þess móts og það voru sann- kallaðir draumadagar meðan mótið stóð yfir. Undirbúningurinn var mjög skemmti- legur. „Það er tilhlökkun hjá okkur að fara á mótið á Selfossi,“ sagði Grétar Einarsson. Hjónin Sædís Íva Elíasdóttir og Grétar Einarsson og fjölskylda: Höfum mætt á öll mótin frá árinu 2000 Sædís Íva Elíasdóttir, eiginkona Grétars og fyrrverandi formaður USVS, segir Unglinga- landsmótin ómissandi þátt í tilverunni. „Þetta er eru frábær mót á allan hátt og krakkarnir okkar hafa notið þess fram í fingurgóma að mæta á þau. Áhuginn hef- ur síður en svo minnkað eftir því sem þau hafa orðið eldri. Unglingalandsmótin eru frábær fjölskylduhátíð og hver keppnis- staður hefur sinn sjarma. Ég hlakka mikið til að mæta á mótið á Selfossi,“ sagði Sædís Íva Elíasdóttir í spjallinu við Skinfaxa. Sædís Íva var formaður USVS á árunum 2004–2007. Frá vinstri: Fjölnir Grétarsson, Þorfinnur Pétursson, Grétar Einarsson og Sædís Íva Elíasdóttir. Ásta Stefáns- dóttir, fram- kvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar. 15. Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi: Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.