Skinfaxi - 01.05.2012, Blaðsíða 6
6 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Skinfaxi 2. tbl. 2012
Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson.
Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún
Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ.
Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson,
Ómar Bragi Stefánsson, Gunnar Gunnars-
son, Sigurður Guðmundsson o.fl. Þórir
Tryggvason tók loftmynd á bls. 51.
Umbrot og hönnun: Indígó.
Prentun: Ísafoldarprentsmiðja.
Prófarkalestur: Helgi Magnússon.
Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar
Bender.
Ritnefnd:
Stefán Skafti Steinólfsson, Gunnar
Gunnarsson, Ester Jónsdóttir, Bryndís
Gunnlaugsdóttir og Óskar Þór
Halldórsson.
Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa:
Þjónustumiðstöð UMFÍ,
Sigtúni 42, 105 Reykjavík.
Sími: 568-2929
Netfang: umfi@umfi.is
Heimasíða: www.umfi.is
Starfsmenn UMFÍ:
Sæmundur Runólfsson, framkv.stjóri,
Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri,
Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri
Skinfaxa og kynningarfulltrúi,
Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi,
Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi,
með aðsetur á Sauðárkróki,
Sabína Steinunn Halldórsdóttir, lands-
fulltrúi,
Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari.
Stjórn UMFÍ:
Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður,
Haukur Valtýsson, varaformaður,
Jón Pálsson, gjaldkeri,
Eyrún Harpa Hlynsdóttir, ritari,
Björg Jakobsdóttir, meðstjórnandi,
Bolli Gunnarsson, meðstjórnandi,
Stefán Skafti Steinólfsson, meðstjórnandi,
Baldur Daníelsson, varastjórn,
Matthildur Ásmundardóttir, varastjórn,
Anna María Elíasdóttir, varastjórn,
Einar Kristján Jónsson, varastjórn.
Forsíðumynd:
Sigurbjörg Sigurðardóttir, Dagbjört
Dögg Karlsdóttir, Kristín Karen Karlsdóttir
og Ásdís Helga Másdóttir keppa undir
merkjum USVH í körfuknattleik. Þær
stöllur hafa verið duglegar að keppa á
Unglingalandsmótum undanfarin ár og
verða að sjálfsögðu með á mótinu á
Selfossi um verslunarmannahelgina.
Þessi mynd var tekin af þeim á Unglinga-
landsmótinu á Egilsstöðum í fyrrasumar.
Nýafstaðið er Landsmót UMFÍ 50+
sem haldið var í Mosfellsbæ og nú
blasir við Unglingalandsmót UMFÍ á
Selfossi um verslunarmannahelgina.
Auk þessa heldur UMFÍ úti verkefn-
um á borð við Frjálsíþróttaskóla
UMFÍ, Göngum um Ísland og verk-
efninu Hættu að hanga! Komdu að
hjóla, synda eða ganga! Mikill áhugi
er á meðal almennings fyrir þessum
verkefnum og hefur þátttakan í
þeim vaxið með hverju árinu.
2. Landsmót UMFÍ 50+ í Mosfells-
bæ tókst einstaklega vel. Keppend-
ur voru um 800 talsins og veðrið lék
við keppendur og gesti alla móts-
dagana. Það var vel að mótinu stað-
ið af hálfu UMSK og aðstæður allar
voru til fyrirmyndar. Að loknu þessu
móti má vera alveg ljóst að þetta
mót er komið til að vera og á bjarta
framtíð. Fjölgun þátttakenda milli
ára gefur vissa vísbendingu og sýnir
það einnig að þörfin fyrir mótshald
fyrir þennan aldurshóp var sannar-
lega fyrir hendi. Vakning meðal
almennings fyrir hreyfingu verður
alltaf meiri og nú er kominn val-
kostur sem er sannarlega áhuga-
verður og á ekkert nema bjarta
framtíð fram undan.
Undirbúningur fyrir 15. Unglinga-
landsmót UMFÍ er nú í fullum gangi
og hafa mótshaldarar haft í nógu að
snúast síðustu mánuði. Það er í mörg
horn að líta þegar halda skal mót
eins stórt og þetta er en eflaust létta
undir þær glæsilegu aðstæður sem
eru á Selfossi. Það búa ekki margir
við aðstöðu eins og er á Selfossi og
hvert sem litið er eru íþróttamann-
virkin fyrsta flokks og aðrar aðstæð-
ur til þessa mótshalds einstakar.
Tjaldsvæðið er einkar glæsilegt og
vel aðgengilegt öllum sem þar ætla
að dvelja meðan á mótinu stendur.
Stutt er á milli keppnisstaða, göngu-
leiðir góðar og allt aðgengi með
besta móti. Sveitarfélagið, með
heimamönnum, hefur notað tímann
vel við að lagfæra og fegra bæinn
þannig að Selfossbær mun skarta
sínu fegursta þegar stóra stundin
rennur upp. Unglingalandsmótin
hafa slegið í gegn og á þau mæta
keppendur ár eftir ár með fjölskyld-
um sínum. Mótið er fjölskylduhátíð
og hvað er betra en að fylgjast með
börnunum sínum í leik og keppni
og verja tímanum með þeim um
þessa helgi? Unglingalandsmótun-
um hefur vaxið fiskur um hrygg með
hverju árinu og það stefnir í mikla
þátttöku að þessu sinni. Það er alveg
ljóst að tímanum á Unglingalands-
mótinu á Selfossi um verslunar-
mannahelgina verður vel varið.
Unglingalandsmótin eru með
stærstu íþróttamótum sem haldin
eru hér á landi. Þau eru kjörinn stað-
ur fyrir alla fjölskylduna til að koma á
og eiga skemmtilega og viðburða-
ríka daga um þessa stærstu ferða-
helgi ársins. Mótin draga til sín þús-
undir gesta sem skemmta sér saman
í heilbrigðu umhverfi.
Aðsókn í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ
hefur aldrei verið meiri en einmitt í
sumar. Skólinn var starfræktur á
fimm stöðum víðs vegar um landið,
við frábærar aðstæður. Mikil vakning
hvað varðar frjálsar íþróttir á meðal
barna og unglinga hefur orðið síð-
ustu misseri og má eflaust rekja hana
að einhverju leyti til þeirra íþrótta-
mannvirkja sem risið hafa í tengsl-
um við Unglingalandsmótin. Frjáls-
íþróttaskóli UMFÍ nýtur þessa og
ýtir um leið undir áhuga barna og
unglinga á íþróttum sem skilar sér
þegar fram í sækir.
Góðar aðstæður hafa verið til
gönguferða í sumar og fjöldi fólks
hefur gengið á fjöll. Áhuginn fyrir
fjallgöngum hefur líklega aldrei ver-
ið meiri. Fréttir berast af einstakling-
um og hópum sem hafa það mark-
mið að ganga á sem flest fjöll sér til
skemmtunar og til að hreyfa sig.
Göngum um Ísland er landsverk-
efni UMFÍ. Verkefnið er unnið í sam-
starfi við ungmennafélög um land
allt, ferðaþjónustuaðila og sveitar-
félög. Ísland hefur að geyma mikinn
fjölda gönguleiða og hafa verið vald-
ar heppilegar gönguleiðir í hverju
byggðarlagi. Fjölskyldan á fjallið er
einn liður í verkefninu. Settir eru upp
póstkassar með gestabókum á 24
fjöllum víðs vegar um landið en öll
þessi fjöll eiga það sameiginlegt að
tiltölulega létt er að ganga á þau.
Það ættu allir að finna eitthvað
við sitt hæfi en umfram allt:
Njótum þess að eiga skemmtilegt
sumar.
Hver stórviðburðurinn rekur annan
hjá Ungmennafélagi Íslands
Jón Kristján Sigurðsson – ritstjóraspjall:
Sabína Steinunn Halldórsdóttir
hefur hafið störf sem landsfulltrúi
Ungmennafélags Íslands. Verk-
efni hennar eru m.a. fræðslu- og
forvarnamál ungmennafélags-
hreyfingarinnar og erlend
samskipti.
Sabína Steinunn
Halldórsdóttir
ráðin landsfull-
trúi UMFÍ
Sabína útskrifaðist með BS-
gráðu í íþróttafræðum frá Kenn-
araháskóla Íslands 2002 og M.Ed.-
gráðu í íþrótta- og heilsufræðum
frá Háskóla Íslands 2010. Áður en
Sabína kom til starfa hjá UMFÍ
vann hún við endurhæfingu
blindra og sjónskertra.
„Ég er mjög spennt fyrir að
hefja störf innan UMFÍ. Ég hef
lifað og hrærst í íþróttum frá unga
aldri og einnig komið mikið
nálægt þjálfun. Áhugamál mín
lúta að almennri hreyfingu, íþrótt-
um og útivist,“ sagði Sabína
Steinunn Halldórsdóttir.
Sabína Steinunn
Halldórsdóttir.
Velkomin á Unglingalandsmót
Selfossi 3.–5. ágúst