Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2012, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.05.2012, Blaðsíða 29
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 29 AÐALFUNDUR NSU: Anna Möller heiðruð fyrir störf sín Aðalfundur Nordisk Samorganisation for Ungdomsarbejde, NSU, var haldinn í Reykjavík 14. apríl sl. en UMFÍ er meðlimur í þessum samtökum. Á þeim vettvangi er unnið mikið af sameiginlegum verkefnum sem tengja Norðurlöndin saman. Þar má nefna ungmennaskipti, ungmennavikur og markmiðsráðstefnur. Anna Möller, sem hefur gegnt for- mennsku í samtökunum síðastliðin tíu ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Morten Meng frá Suður-Slésvík kjörinn formaður í hennar stað. Anna var heiðruð sérstaklega fyrir störf sín fyrir samtökin. Morten Meng hafði betur í baráttu við Norðmanninn Kristian Fjellanger. Morten kemur úr SDU-samtökunum (Slésvík). Auk Önnu Möller sátu fundinn Gunnar Gunnarsson, Jörgen Nilsson, Björn B. Jónsson, fyrrum formaður UMFÍ og NSU, sem var fundarstjóri, og Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Björg Jakobsdóttir, sem var aðalmaður í stjórn NSU, gaf ekki kost á sér áfram og tekur Jörgen Nilsson sæti hennar. Gunnar Gunnarsson kemur nýr inn í varastjórn. Anna Möller með þeim Frode Aleksander Rismyhr og Carsten Kronborg Andersen sem báðir eru varaformenn NSU. Morten Meng, nýkjörinn formaður NSU. Ársþing starfsíþróttaráðs UMFÍ var haldið í Selinu á Selfossi 28. apríl sl. Þingforseti var Guðríður Aadnegaard, formaður HSK, og Aðalbjörg Hafsteinsdóttir, UFA, ritari. Formaður starfsíþróttaráðs, Halldóra Gunnarsdóttir, HSÞ, flutti skýrslu stjórnar og sagði hún frá aðdragandanum að stofn- un ráðsins og því hvert hlutverk þess væri, sem er að halda utan um starfsíþróttir UMFÍ. Reglugerðir starfsíþrótta eru komn- ar inn á heimasíðu UMFÍ. Í máli formanns kom fram að helsta hlutverk ráðsins síð- ustu tvö árin hefði verið að leiðbeina fólki og veita ráðgjöf um starfsíþróttir. Hún lagði mikla áherslu á að starfsíþróttir nytu sömu virðingar og aðrar íþróttir. Hjá þingfulltrúum kom m.a. fram að starfs- íþróttir væru ákaflega heillandi og því mikil- vægt að gera veg þeirra sem mestan. Starfs- íþróttir eru ekki eingöngu bundnar við Lands- mót UMFÍ heldur er hægt að skella á starfs- íþróttamóti í einni eða fleiri greinum hvenær og hvar sem er. Einn þingfulltrúa kom með hugmynd að keppni í tölvuleikjum sem nýja starfsíþróttagrein og annar kom með hug- mynd að keppni í kveðskap og rímum. Leist þingfulltrúum vel á báðar hugmyndirnar. Á Unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi verð- ur keppt í tveimur starfsíþróttagreinum, staf- setningu og upplestri, og mun keppnin fara fram í Fjölbrautaskólanum á Selfossi. Keppt verður í tveimur aldurshópum, 11–14 ára og 15–18 ára. Á Landsmóti UMFÍ 50+ í Mos- fellsbæ í sumar var keppt í þekkingu á Lax- ness og bókum hans og í pönnuköku- bakstri. Töluverð umræða varð um það hvenær starfsíþrótt teljist starfsíþrótt. Halldóra Gunnarsdóttir, HSÞ, var endur- kjörin formaður starfsíþróttaráðs UMFÍ, Aðalbjörg Hafsteinsdóttir, UFA, ritari og Sigurður Aðalsteinsson, UÍA, féhirðir. Vara- menn í stjórn voru kosnir Hallfríður Aðal- steinsdóttir, HSK, og Jóhanna Gunnlaugs- dóttir, UMSE. Skoðunarmenn reikninga voru kosnir þeir Sigurjón Bjarnason og Sigurjón Jónasson. Helga G. Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, var gestur á þinginu. Fulltrúar aðildar- félaga á aðalfundi NSU, Nordisk Sam- organisation for Ungdomsarbejde. Ársþing starfsíþróttaráðs UMFÍ:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.