Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2012, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.05.2012, Blaðsíða 22
22 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Mikil uppbygging íþróttamannvirkja á Selfossi vegna Landsmóta UMFÍ 2012 og 2013 15. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Selfossi dagana 3.–5. ágúst nk. og 27. Landsmót UMFÍ verður haldið á sama stað dagana 4.–7. júlí 2013. Eftir að ákvörðun lá fyrir um að Landsmót þessi yrðu haldin á Selfossi hefur verið markviss uppbygging íþróttamannvirkja í Sveitarfélaginu Árborg en í því er Selfoss stærsti þéttbýliskjarninn auk Eyrarbakka og Stokkseyrar. Náin samvinna við íþróttahreyfinguna Allt frá því að farið var að ræða um hvernig byggja ætti upp Selfossvöll hafa fulltrúar íþróttahreyfingarinnar tekið þátt í hugmyndavinnunni til að sjónar- mið notenda kæmu fram. Þessi aðferð tókst mjög vel og þegar áfram var haldið var stofnaður sérstakur samráðshópur með fulltrúum bæjarstjórnar, embættismanna sveitarfélagsins og Ungmennafélags Selfoss sem hittist reglulega og lagði á ráðin um hvernig standa skyldi að uppbyggingu vallar- ins. Átti að gera tvo keppnisvelli, annan fyrir knattspyrnu en hinn fyrir frjálsar íþróttir? Átti að tyrfa grasvellina eða sá í þá? Þetta voru aðeins tvær af þeim fjölmörgu spurningum sem hópurinn þurfti að finna svör við. Farið var í skoðunarferðir á aðra íþróttavelli og sérfræðingar voru fengnir til aðstoðar. Allt þetta ferli, þar sem álit notenda skipti miklu máli, skilaði því að Selfoss- völlur er að verða með bestu íþróttasvæðum á landinu. Uppbyggingin er langt komin, tilbúnir eru keppnis- og æfingavellir fyrir knattspyrnu, frjáls- íþróttavöllur og sérstakt kastsvæði, gervigrasvöllur í fullri stærð, stúka og brekkur fyrir áhorfendur. Búningsklefar undir stúkumannvirkinu eru í smíð- um en þeir verða tilbúnir vorið 2013. Keppendur á Unglingalandsmótinu þurfa þó engu að kvíða því að nóg er af búningsklefum á svæðinu. Gestir á Landsmótunum hvattir til að taka reiðhjólin með sér Fremur stutt er á milli allra keppnissvæðanna á Selfossi og tjaldsvæði kepp- enda og fjölskyldna þeirra einungis 1,5 km frá aðalkeppnissvæðinu á Selfoss- velli. Bæjarlandið er flatt og því er kjörið að taka reiðhjólið með sér á Ungl- ingalandsmótið sem og Landsmótið 2013 og ferðast á því milli staða. Göngustígakerfið innan bæjarins gerir það að verkum að í mörgum tilfellum er fljótlegra að hjóla en að fara á bílnum milli staða. Keppendur og gestir eru því hvattir til að taka með sér reiðhjól enda er frábært að geta nýtt sér heilsusamlegan ferðamáta á mótunum. Einnig er stutt í skemmtilegar gönguleiðir, t.d. um Hellisskóg eða upp á Ingólfsfjall. Strætó mun þó ganga reglulega milli tjaldsvæðisins við Suðurhóla, Selfoss- vallar og miðbæjarins á Selfossi alla keppnisdagana sem keppendur og gestir geta nýtt sér endurgjaldslaust. Fjölþætt verslun og þjónusta á Selfossi Á Selfossi má finna fjölþætta og skilvirka verslun og þjónustu fyrir íbúa og aðkomufólk. Fjöldamargar verslanir bjóða þar upp á fjölbreytt vöruúrval. Þar má nefna matvöru, föt, tölvur, skrifstofuvörur, byggingarvörur, hjólreiða- vörur, íþróttabúnað, veiðisport og gjafavörur. Á heimasíðu Sveitarfélagsins Árborgar, www.arborg.is og á www.ulm.is munu verða aðgengilegar upp- lýsingar um opnunartíma verslana á meðan Unglingalandsmótið stendur og einnig kort af svæðinu sem sýnir m.a. akstursleiðir inn á Selfoss en auk þess að aka að vestan yfir Ölfusárbrú eða að austan fram hjá mjólkurbúinu er hægt að koma inn eftir Eyrarbakkavegi, ef ekið er yfir Ölfusá um Óseyrar- brú, t.d. ef komið er eftir Þrengslavegi eða Suðurstrandarvegi, og lenda þá nánast beint inn á tjaldsvæðið. Fyrir þá sem vilja komast í fjölbreytta afþreyingu eru t.d. söfn á Stokkeyri og Eyrarbakka sem og stórbrotið fuglafriðland við ósa Ölfusár. Húsið og Sjóminjasafnið eru á Eyrarbakka og Veiðisafnið, Álfa-, trölla- og norðurljósa- safnið sem og Draugasetrið og Lista- og menningarverstöðin eru á Stokkseyri. Sveitarfélagið Árborg býður keppendur, fjölskyldur þeirra og aðra gesti velkomna á 15. Unglingalandsmót UMFÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.