Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2012, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.05.2012, Blaðsíða 35
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 35 Þátttaka í Frjáls- íþróttaskóla UMFÍ aldrei betri Frjálsíþróttaskóli Ungmennafélags Íslands var haldinn í fimmta sinn í sumar og voru haldin námskeið á fjórum stöðum víðs veg- ar um landið. Námskeiðin fóru fram á Egils- stöðum, Laugum í Þingeyjarsýslu og á Sauðárkróki, dagana 11.–15. júní. Skólinn var starfræktur í Borgarnesi 18.–22. júní og síðasta námskeið sumarsins var haldið á Selfossi 16.–20. júlí. Frjálsíþróttaskólinn var fyrst haldinn árið 2008 á þremur stöðum á landinu; í Borgar- nesi, á Sauðárkróki og Egilsstöðum. Frjáls- íþróttaskólinn er ætlaður ungmennum á aldrinum 11–18 ára. Ungmennin koma saman á hádegi á mánudegi en skólanum lýkur á hádegi á föstudegi í sömu viku. Aðal- áhersla er lögð á kennslu í frjálsum íþrótt- um. Auk frjálsra íþrótta er farið í sund, leiki, óvissuferðir og haldnar eru kvöldvökur. Ungmennafélag Íslands hefur yfirumsjón með framkvæmd skólans og annast sam- eiginlega kynningu á starfseminni. Sam- bandsaðilar á því svæði sem skólinn er haldinn á hverju sinni sjá um að finna kenn- ara og aðstoðarmenn til starfa við skólann. Lagt var upp með að hafa fagmenntaða kennara á hverjum stað til að tryggja sem besta kennslu fyrir ungmennin. Námskeiðin gengu alls staðar mjög vel og hefur aðsóknin aldrei verið eins góð að sögn Sigurðar Guðmundssonar, landsfull- trúa UMFÍ. Þátttakendur lýstu á öllum stöð- unum yfir mikilli ánægju og margir eru staðráðnir í því að mæta aftur næsta sumar. Þjálfarar við skólann á Egilsstöðum voru Hildur Bergsdóttir, Heiður Vigfúsdóttir, FRJÁLSAR: Lilý Viðarsdóttir, Daði Fannar Sverrisson og Elsa Guðný Björgvinsdóttir. Þátttakend- ur voru 22. Oktavía Edda Gunnarsdóttir sá um þjálfunina í skólanum í Borgarnesi, en alls sóttu 32 krakkar námskeiðið þar. Jón Friðrik Benónýsson var aðalþjálfari við skólann á Laugum í Þingeyjarsýslu og Selmdís Þráinsdóttir var honum til aðstoðar. Þátttakendur voru alls 15 á Laugum. Árni Geir Sigurbjörnsson og Gunnar Sigurðsson sáu um þjálfunina á Sauðárkróki en alls voru 25 krakkar á námskeiðinu. Ólafur Guðmundsson var aðalþjálfari á Selfossi. Þátttakendur í Frjálsíþrótta- skólanum á Egilsstöðum. Brosmildir þátttakendur í Frjálsíþróttaskólanum í Borgarnesi. Pokasjóður úthlutaði þann 5. júní sl. 70 milljónum króna til 83 aðila og fór athöfnin fram í Salnum í Kópavogi. Að þessu sinni ákvað sjóðurinn að styrkja verkefni af tvennum toga, þ.e. verkefni sem tengjast mannúðarmálum og verk- efni sem tengjast umhverfismálum. Alls bárust sjóðnum yfir 400 umsóknir en þetta var í 16. sinn sem úthlutað er úr sjóðnum. Ungmennafélag Íslands, sem heldur úti verkefninu Fjölskyldan á fjallið, fékk styrk upp á 500 þúsund krónur sem fer í merkingar gönguleiða á fjöllum. Styrkþegar fyrir utan Salinn í Kópavogi þar sem úthlutunin fór fram. Verkefnið Fjölskyldan á fjallið fékk styrk úr Pokasjóði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.