Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2012, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.05.2012, Blaðsíða 36
36 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands HANDBOLTI: Handknattleiksdeild Umf. Selfoss var stofn- uð um miðjan áttunda áratug síðustu ald- ar en þá hófst iðkun handknattleiks á Sel- fossi. Í upphafi níunda áratugarins komst Selfoss fyrst almennilega á kortið í íslensk- um handbolta en þá átti félagið meistara- flokkslið sem var í baráttu um Íslandsmeist- aratitilinn. Óhætt er að segja að handknattleiks- deild Umf. Selfoss hafi náð frábærum árangri í yngri flokkunum í vetur. Árangur mikils uppbyggingarstarfs í handboltan- um á Selfossi undanfarin ár hefur svo sannarlega skilað sér því að félagið átti lið í 8-liða úrslitum í öllum flokkum. Selfyssingar urðu Íslands- og deildar- meistarar í 3. flokki karla, Íslandsmeistarar í 4. flokki kvenna B og Íslandsmeistarar í 6. flokki karla, yngra ár. Stelpurnar í 4. flokki A unnu silfur á Íslandsmótinu og það sama er að segja um 6. flokk kvenna, yngra ár. Í bikarkeppninni varð 2. flokkur karla bikarmeistari og 4. flokkur karla hlaut silfur. Selfoss sendi ungt lið, sem að mestu var skipað stelpum úr 3. og 4. flokki, í utandeild kvenna. Þær stóðu sig frábær- lega og urðu Íslandsmeistarar. Árangur yngri flokka Selfoss í íslenskum handbolta er afar góður. Þegar lögð eru Góður árangur yngri flokka Umf. Selfoss í handbolta Bikarmeistarar í 2. fl. karla. saman stig í öllum flokkum frá 2. flokki niður í 6. flokk karla og kvenna fyrir keppn- istímabilið 2011–2012 er Selfoss með næst- flest stig, rétt á eftir Fram. Þess má geta að Selfoss var með besta samanlagðan árang- ur síðastliðið keppnistímabil og í öðru sæti á sama lista tvö árin þar á undan, en þá voru FH-ingar með flest stig. Íslandsmeistarar í 6. fl. karla. Deildar- og Íslandsmeistarar í 3. fl. karla. Íslandsmeistarar í Utandeild kvenna. Íslandsmeistarar í 4. fl. kvenna B. Silfurlið í 6. fl. kvenna, yngra ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.