Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.2012, Page 36

Skinfaxi - 01.05.2012, Page 36
36 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands HANDBOLTI: Handknattleiksdeild Umf. Selfoss var stofn- uð um miðjan áttunda áratug síðustu ald- ar en þá hófst iðkun handknattleiks á Sel- fossi. Í upphafi níunda áratugarins komst Selfoss fyrst almennilega á kortið í íslensk- um handbolta en þá átti félagið meistara- flokkslið sem var í baráttu um Íslandsmeist- aratitilinn. Óhætt er að segja að handknattleiks- deild Umf. Selfoss hafi náð frábærum árangri í yngri flokkunum í vetur. Árangur mikils uppbyggingarstarfs í handboltan- um á Selfossi undanfarin ár hefur svo sannarlega skilað sér því að félagið átti lið í 8-liða úrslitum í öllum flokkum. Selfyssingar urðu Íslands- og deildar- meistarar í 3. flokki karla, Íslandsmeistarar í 4. flokki kvenna B og Íslandsmeistarar í 6. flokki karla, yngra ár. Stelpurnar í 4. flokki A unnu silfur á Íslandsmótinu og það sama er að segja um 6. flokk kvenna, yngra ár. Í bikarkeppninni varð 2. flokkur karla bikarmeistari og 4. flokkur karla hlaut silfur. Selfoss sendi ungt lið, sem að mestu var skipað stelpum úr 3. og 4. flokki, í utandeild kvenna. Þær stóðu sig frábær- lega og urðu Íslandsmeistarar. Árangur yngri flokka Selfoss í íslenskum handbolta er afar góður. Þegar lögð eru Góður árangur yngri flokka Umf. Selfoss í handbolta Bikarmeistarar í 2. fl. karla. saman stig í öllum flokkum frá 2. flokki niður í 6. flokk karla og kvenna fyrir keppn- istímabilið 2011–2012 er Selfoss með næst- flest stig, rétt á eftir Fram. Þess má geta að Selfoss var með besta samanlagðan árang- ur síðastliðið keppnistímabil og í öðru sæti á sama lista tvö árin þar á undan, en þá voru FH-ingar með flest stig. Íslandsmeistarar í 6. fl. karla. Deildar- og Íslandsmeistarar í 3. fl. karla. Íslandsmeistarar í Utandeild kvenna. Íslandsmeistarar í 4. fl. kvenna B. Silfurlið í 6. fl. kvenna, yngra ár.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.