Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2012, Blaðsíða 51

Skinfaxi - 01.05.2012, Blaðsíða 51
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 51 Úr hreyfingunni Héraðssamband Stranda- manna hélt 65. ársþing sam- bandsins í Tangahúsinu á Borðeyri sunnudaginn 6. maí sl. Hátt í þrjátíu manns frá fimm aðildarfélögum mættu á þingið auk góðra gesta. Stefán Skafti Steinólfsson, stjórnarmaður í UMFÍ, sat þingið. Umf. Harpa í Bæjarhreppi tók vel á móti gestum og fóru allir pakksaddir heim eftir veglegt kaffihlaðborð að hætti heimamanna. Starf sambandsins hefur verið að þróast nokkuð og breytast síðastliðið ár eftir að Arnar Snæberg Jónsson var ráðinn fram- kvæmdastjóri en sambandið hefur ekki haft framkvæmdastjóra í heilsársvinnu í allmörg ár. Margt var rætt á þinginu og meðal annars var samþykkt ályktun um að HSS skyldi senda inn umsókn um að halda Landsmót 50 ára+ árið 2014 en þá á sambandið einmitt 70 ára afmæli. Þá var ákveðið að ráðast í gagngera endurskoðun á lögum og reglugerðum sambandsins. Mótaskrá fyrir sumarið var einnig ákveðin og samþykkt að halda haustfund í októ- ber en slíkt er nýnæmi í starfi sambands- ins. Ársþing Héraðssambands Strandamanna: Ákveðið að fara í endurskoðun á lögum Rósmundur Númason í Skíðafélagi Strandamanna var útnefndur íþróttamað- ur ársins eftir spennandi kosningu og Harpa Óskarsdóttir í Umf. Neista á Drangs- nesi var valin efnilegasti íþróttamaðurinn en hún hefur náð frábærum árangri í spjótkasti og skíðagöngu á árinu. Skíða- félag Strandamanna fékk afhentan UMFÍ- bikarinn svokallaða, annað árið í röð, en bikarinn er afhentur einstaklingi eða félagi sem þykir hafa skarað fram úr á starfsárinu. Frá vinstri: Vignir Örn Pálsson, for- maður HSS, Rós- mundur Númason, Harpa Óskarsdóttir, og Stefán Skafti Steinólfsson, stjórn- armaður í UMFÍ. Í tengslum við 15. Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi um verslunarmannahelgina var hönnuð blómaskreyting á Tryggvatorgi á Selfossi sem vakið hefur mikla athygli. Hún nýtur sín þó best séð úr lofti en skreyting- in á torginu myndar landsmótsmerki UMFÍ. Verkefnið er samvinnuverkefni Sveitar- félagsins Árborgar, Félags blómaskreyta og Blómavals. Sveitarfélagið bauð blómaskreytunum að gera eitthvað skemmtilegt við hring- torgið og Þóra S. Jónsdóttir fékk þær Sunn- evu Guðmundsdóttur og Heiðu Björns- dóttur í lið með sér. Þær hönnuðu skreyt- inguna og plöntuðu u.þ.b. sjöhundruð plöntum í torgið, m.a. silfurkambi, tóbaks- horni, flauelsblómi og eini en Blómaval gaf allar plönturnar og eru þær ræktaðar í Hveragerði. Til að kóróna verkið var Jón Þórisson, vélsmiður í Hveragerði, fenginn til að smíða íþróttamenn úr járni sem skreyta Tryggva- torg og fleiri torg í bænum. Skreytingin nýtur sín mjög vel úr lofti og þessi frábæra mynd, sem fylgir fréttinni, er frá Þóri Tryggvasyni flugljósmyndara. Blómaskreyting á Tryggvatorgi á Selfossi myndar landsmótsmerki UMFÍ Landsmótshringtorgið á Tryggvatorgi á Selfossi er glæsilegt séð úr lofti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.