Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.05.2012, Side 35

Skinfaxi - 01.05.2012, Side 35
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 35 Þátttaka í Frjáls- íþróttaskóla UMFÍ aldrei betri Frjálsíþróttaskóli Ungmennafélags Íslands var haldinn í fimmta sinn í sumar og voru haldin námskeið á fjórum stöðum víðs veg- ar um landið. Námskeiðin fóru fram á Egils- stöðum, Laugum í Þingeyjarsýslu og á Sauðárkróki, dagana 11.–15. júní. Skólinn var starfræktur í Borgarnesi 18.–22. júní og síðasta námskeið sumarsins var haldið á Selfossi 16.–20. júlí. Frjálsíþróttaskólinn var fyrst haldinn árið 2008 á þremur stöðum á landinu; í Borgar- nesi, á Sauðárkróki og Egilsstöðum. Frjáls- íþróttaskólinn er ætlaður ungmennum á aldrinum 11–18 ára. Ungmennin koma saman á hádegi á mánudegi en skólanum lýkur á hádegi á föstudegi í sömu viku. Aðal- áhersla er lögð á kennslu í frjálsum íþrótt- um. Auk frjálsra íþrótta er farið í sund, leiki, óvissuferðir og haldnar eru kvöldvökur. Ungmennafélag Íslands hefur yfirumsjón með framkvæmd skólans og annast sam- eiginlega kynningu á starfseminni. Sam- bandsaðilar á því svæði sem skólinn er haldinn á hverju sinni sjá um að finna kenn- ara og aðstoðarmenn til starfa við skólann. Lagt var upp með að hafa fagmenntaða kennara á hverjum stað til að tryggja sem besta kennslu fyrir ungmennin. Námskeiðin gengu alls staðar mjög vel og hefur aðsóknin aldrei verið eins góð að sögn Sigurðar Guðmundssonar, landsfull- trúa UMFÍ. Þátttakendur lýstu á öllum stöð- unum yfir mikilli ánægju og margir eru staðráðnir í því að mæta aftur næsta sumar. Þjálfarar við skólann á Egilsstöðum voru Hildur Bergsdóttir, Heiður Vigfúsdóttir, FRJÁLSAR: Lilý Viðarsdóttir, Daði Fannar Sverrisson og Elsa Guðný Björgvinsdóttir. Þátttakend- ur voru 22. Oktavía Edda Gunnarsdóttir sá um þjálfunina í skólanum í Borgarnesi, en alls sóttu 32 krakkar námskeiðið þar. Jón Friðrik Benónýsson var aðalþjálfari við skólann á Laugum í Þingeyjarsýslu og Selmdís Þráinsdóttir var honum til aðstoðar. Þátttakendur voru alls 15 á Laugum. Árni Geir Sigurbjörnsson og Gunnar Sigurðsson sáu um þjálfunina á Sauðárkróki en alls voru 25 krakkar á námskeiðinu. Ólafur Guðmundsson var aðalþjálfari á Selfossi. Þátttakendur í Frjálsíþrótta- skólanum á Egilsstöðum. Brosmildir þátttakendur í Frjálsíþróttaskólanum í Borgarnesi. Pokasjóður úthlutaði þann 5. júní sl. 70 milljónum króna til 83 aðila og fór athöfnin fram í Salnum í Kópavogi. Að þessu sinni ákvað sjóðurinn að styrkja verkefni af tvennum toga, þ.e. verkefni sem tengjast mannúðarmálum og verk- efni sem tengjast umhverfismálum. Alls bárust sjóðnum yfir 400 umsóknir en þetta var í 16. sinn sem úthlutað er úr sjóðnum. Ungmennafélag Íslands, sem heldur úti verkefninu Fjölskyldan á fjallið, fékk styrk upp á 500 þúsund krónur sem fer í merkingar gönguleiða á fjöllum. Styrkþegar fyrir utan Salinn í Kópavogi þar sem úthlutunin fór fram. Verkefnið Fjölskyldan á fjallið fékk styrk úr Pokasjóði

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.