Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.2012, Page 45

Skinfaxi - 01.05.2012, Page 45
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 45 Úr hreyfingunni Guðrún Halldóra Halldórs- dóttir var kjörin formaður Héraðssambands Bolung- arvíkur, HSB, á ársþingi sambandsins sem haldið var í Bolungarvík 11. apríl sl. Þingstörf gengu vel og var þingið ágæt- lega sótt. Jenný Hólmsteinsdóttir, sem gegnt hefur formennsku undanfarin ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Guðrún Halldóra Halldórsdóttir kjörin í hennar stað. Auk Guðrúnar Halldóru for- manns sitja í stjórninni Jónas Sigursteins- son, Unnsteinn Sigurjónsson, Baldur Smári Einarsson og Guðbjartur Flosason. „Mér finnst spennandi og mikil áskorun að takast á við þetta verkefni. Það tekur auðvitað tíma að koma sér inn í starfið. Mér líst vel á þetta en íþróttastarf hér á okkar Ársþing Héraðssambands Bolungarvíkur: Spennandi áskorun að takast á við þetta verkefni Stjórn HSB, frá vinstri: Jónas Sigur- steinsson, Guðrún Halldóra Halldórs- dóttir, formaður, Unnsteinn Sigur- jónsson, gjaldkeri, og Baldur Smári Einarsson. Á mynd- ina vantar Guðbjart Flosason. svæði er töluvert,” sagði Guðrún Halldóra Halldórsdóttir, nýkjörinn formaður HSB, en hún sat í æskulýðs- og íþróttaráði bæjarins um nokkurt skeið. Þing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka, HHF, var haldið að Birkimel á Barðaströnd 30. apríl sl. Þingforseti var Silja Björg Jóhannsdóttir og þingritari var Margrét Brynjólfsdóttir. Góð mæting var á þingið. Helga G. Guðjóns- dóttir, formaður UMFÍ, var gestur á þing- inu og sæmdi hún Önnu Valsdóttur starfs- merki UMFÍ. Formaður flutti skýrslu stjórnar þar sem kom fram að starfsemin gekk vel á árinu hjá sambandinu og hjá aðildarfélögum þess. Samfelld dagskrá alls kyns móta er allt sumarið og fram á haust. Formaður sagði einnig frá því að henni hefði borist bréf frá Jóni M. Ívarssyni þar sem hann upp- lýsti að stofndagur sambandsins væri í febrúar 1971 en ekki 1969. Af því tilefni var skellt á afmælisveislu sem heppnaðist mjög vel. Ný heimasíða er í undirbúningi. Þing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka: Starfsemin gekk vel á árinu Er stefnt á að hún verði opnuð í júní og nýir félagsbúningar HHF koma í sölu fljót- lega. Nýtt félag, Skotíþróttafélag Vestfjarða, Skot Vest, fékk aðild að sambandinu á þinginu. Miklar umræður urðu um stigakeppni á héraðsmóti og hugsanlegar breytingar á henni og var stjórn falið að skipa nefnd í málið. Einnig urðu töluverðar umræður um skiptingu á lottó og var stjórn falið að móta tillögu um málið fyrir næsta þing. Íþróttamaður HHF var kjörin Saga Ólafs- dóttir frjálsíþróttakona. Framkvæmda- stjóri sambandsins hefur verið ráðinn en hann heitir Aron Páll Hauksson. Lilja Sigurðardóttir var endurkjörin for- maður. Auk þess voru kosin í stjórn Sædís Eiríksdóttir og Birna Hannesdóttir sem aðalmenn og Heiðar Jóhannsson, Guðný Sigurðardóttir og Kristín Heimisdóttir sem varamenn. Skoðunarmenn reikninga voru kosnir Anna Valsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir. Í héraðsdómsstól voru kosnir Sigurður Viggósson, Heiðar Jóhannsson og Þórður Sveinsson. Til vinstri: Saga Ólafsdóttir, íþrótta- maður HHF, ásamt Lilju Sigurðardóttur, formanni HHF. Til hægri: Lilja Sigurðardóttir ávarpar þing HHF en hún var endur- kjörin formaður sambandsins. Að neðan: Nýja stjórnin hjá HHF. Frá vinstri: Lilja Sigurðar- dóttir, formaður, Sædís Eiríksdóttir og Birna Hannesdóttir.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.