Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.2012, Page 42

Skinfaxi - 01.05.2012, Page 42
42 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Úr hreyfingunni Ársþing Ungmennasam- bandsins Úlfljóts var haldið í Þórbergssetri í Suðursveit 29. mars sl. Matthildur Ásmundar- dóttir, sem var endurkjörin formaður, sagði að þingstörf hefðu geng- ið vel og sömuleiðis hefði mæting á þing- ið verið góð. Þess má geta að sambandið fagnar 80 ára afmæli sínu síðar á þessu ári. Sæmundur Runólfsson, framkvæmda- stjóri UMFÍ, sat þingið. „Það má segja að það sem standi upp úr núna hjá okkur sé undirbúningur fyrir Ársþing Ungmennasambandsins Úlfljóts: Unglingalandsmótið verður skemmtilegt verkefni Unglingalandsmótið sem haldið verður á Hornafirði 2013. Við búum að góðri reynslu frá mótinu sem við héldum 2007 en mótið hefur stækkað mikið í sniðum eftir það. Það verður skemmtilegt að tak- ast á við þetta verkefni,“ sagði Matthildur. Auk hennar sitja í stjórn sambandsins Ólöf Þórhalla Magnúsdóttir, ritari, og Sigurður Óskar Jónsson, gjaldkeri. Stjórn USÚ, frá vinstri: Ólöf Þórkatla Magnúsdóttir, ritari, Matthildur Ásmundar- dóttir, formaður, og Sigurður Óskar Jónsson, gjaldkeri. Ársþing Ungmenna- og íþróttasambands Fjalla- byggðar var haldið 10. maí sl. í Vallarhúsinu á Ólafsfirði. Baldur Daníelsson í vara- stjórn UMFÍ sat þingið og flutti ávarp. Guðný fór yfir störf fyrri stjórnar, hvaða verkefni væru fram undan og hverju Ársþing Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar: Guðný Helgadóttir endurkjörin formaður UÍF væri lokið. Hún fór ennfremur yfir þau stóru mál sem stjórnin hefur unnið að. Í máli hennar kom einnig fram að vinnufundir væru haldnir með aðildarfélögunum. Væru þeir fundir mjög gagnlegir og er fyrirhug- að að halda slíka fundi árlega. Formanna- fundir voru haldnir tvisvar sinnum á árinu og voru vel sóttir. Guðný þakkaði aðildar- félögunum fyrir gott samstarf svo og öll- um félagsmönnum. Guðný Helgadóttir gaf kost á sér til end- urkjörs og var hún einróma kjörinn for- maður. Í stjórninni sitja Sigurður Gunnars- son og Sigurpáll Gunnarsson. Varamenn eru Júlía Gunnlaugsdóttir Paulsen og Guðlaugur M. Ingason.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.