Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.05.2012, Qupperneq 13

Skinfaxi - 01.05.2012, Qupperneq 13
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 13 „Unglingalandsmótin eru frábær ung- mennahátíð. Mótin hafa þróast og breyst mikið frá því að ég sjálf tók þátt í mótinu sem haldið var á Blönduósi fyrir mörgum árum. Það er alveg ótrúlegt hvað þessi mót hafa vaxið og dafnað með þeim jákvæða hætti sem raun ber vitni. Mótin eru í senn ekki bara fyrir keppendur heldur er þetta fjölskylduhátíð. Ég kom á mótið á Egils- stöðum í fyrra og það var einstaklega glæsilegt. Það er gaman að sjá hvað stór hópur fólks er tilbúinn að leggja á sig sjálf- boðavinnu svo að allt gangi sem best,“ sagði Bryndís Gunnlaugsdóttir sem dæmdi körfuknattleik á Unglingalands- mótinu á Egilsstöðum í fyrrasumar. Bryndís lék lengi körfuknattleik með nokkrum félögum og hefur setið í stjórn Körfuknattleikssambands Íslands sl. fjögur ár. Hún er lögfræðingur að mennt, vinnur hjá Ríkisskattstjóra og er forseti bæjar- stjórnar Grindavíkur. „Það stóð nú ekki til að ég dæmdi körfu- bolta á Egilsstöðum í fyrra. Ég var í sumar- fríi og var að heimsækja félaga mína, Gunnar Gunnarsson og Stefán Boga Sveinsson hjá UÍA. Þeir voru báðir á kafi í undirbúningi fyrir mótið og báðu mig um að aðstoða og þar á meðal að ég dæmdi körfuboltann á mótinu. Þetta var ofsalega gaman en körfuboltinn hefur alltaf verið vinsæl grein á Unglingalandsmótunum. Það er gaman að sjá hvað margir krakkar eru að kynnast körfuboltanum í fyrsta sinn á mótunum og fara síðan mörg hver að æfa og keppa eftir mótið. Ég hvet alla til að fara og keppa á Unglingalandsmóti. Þetta er ógleymanleg upplifun fyrir alla fjölskylduna,“ sagði Bryndís Gunnlaugs- dóttir í samtali við Skinfaxa. Bryndís Guðlaugsdóttir, lögfræðingur og forseti bæjarstjórnar Grindavíkur: Ógleymanleg upplifun fyrir alla fjölskylduna arionbanki.is – 444 7000 Að hlúa að sparnaði fyrir þig og þína Byrjum að hlúa að sparnaði fyrir stóru stundirnar í lífinu. Það er nóg að byrja með lága upphæð á mánuði, fyrstu skrefin þurfa ekki að vera stór til að þú sjáir árangurinn. Hvernig vilt þú leggja fyrir? Viltu leggja inn á sparnaðar- reikning, kaupa í ríkistryggðum sjóðum eða öðrum sjóðum? Byrjaðu í dag að hlúa að sparnaðinum þínum. Hafðu samband í síma 444 7000 eða komdu við í næsta útibúi. Við tökum vel á móti þér. Bryndís Gunn- laugsdóttir dæmdi í körfuknattleiks- keppninni á Ungl- ingalandsmóti UMFÍ á Egilsstöðum í fyrrasumar.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.