Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.05.2012, Qupperneq 17

Skinfaxi - 01.05.2012, Qupperneq 17
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 17 Áætlunarferðir eru frá Selfossi til allra átta. Auk Reykjavíkur má þar nefna Gullfoss og Geysi og niður að strönd- inni til Stokkseyrar, Eyrarbakka og Þorlákshafnar. Á sumrin eru ferðir í Þórsmörk og Landmannalaugar, til Akureyrar, austur um Suðurland og austur á land, auk margra annarra staða í byggð og óbyggð. Á Selfossi eru starfræktar nokkrar ferðaskrif- stofur. Framtíðarbær Selfoss er miðstöð þjónustu og versl- unar á svæðinu. Með rúmlega sex þús- und íbúa og í aðeins um 50 kílómetra fjarlægð frá stærsta markaðssvæði þjóðarinnar er Selfoss eftirsóttur stað- ur af mörgum ástæðum. Nálægðin við höfuðborgarsvæðið hefur í för með sér að auðvelt er að sækja þangað nauðsynlega þjónustu en um leið er byggðin heppilega langt frá skarkala stórborgarlífsins. Bærinn hefur vaxið hratt og hefur íbúafjölgun á milli ára verið langt um- fram landsmeðaltal. Atvinnulífið á Sel- fossi er þekkt fyrir stöðugleika. Þetta hafa margir atvinnurekendur nýtt sér og valið atvinnustarfsemi sinni stað á Selfossi. Á sl. 10 árum hefur fyrirtækj- um og þjónustuaðilum á Selfossi stöð- ugt fjölgað. Endimörk Þjórsárhrauns Í fjörunni austan við Stokkseyri stend- ur fólk á endimörkum Þjórsárhrauns hins mikla sem rann fyrir 8700 árum. Þetta er stærsta hraun sem runnið hef- ur á jörðinni frá lokum síðustu ísaldar. Það kom upp í 20 til 30 km gossprungu milli Þórisvatns og Veiðivatna og rann 130 kílómetra leið niður að ströndinni. Hraunið rann einn km út í sjó áður en það var á endanum stöðvað af köldum öldum Norður-Atlantshafsins. Drepstokkshóll Drepstokkshóll er austan við Óseyrar- brú yfir Ölfusá. Þar stóð bær Bjarna Herjólfssonar en hann fann Ameríku árið 985. Við ósinn er Skipamelur það- an sem Bjarni lagði líklega upp í ferð- ina til Ameríku. Ölfusá Gakktu yfir Ölfusárbrú, yfir vatnsmesta fljót á Íslandi. Meðalrennsli árinnar er 384 rúmmetrar á sekúndu á ársgrund- velli. Við suðurenda brúarinnar, hjá Tryggvaskála, er skilti sem sýnir flóða- hæð í þremur mestu flóðum í Ölfusá á 20. öld. Á bökkum Ölfusár er mikil nátt- úrufegurð og fjölbreytt fuglalíf. Göngu- leiðir eru á nyrðri bakka árinnar frá Langanesi og upp í útivistarsvæðið í Hellisskógi. Eyrarbakki Á Eyrarbakka er fjöldi gamalla húsa, þar á meðal Húsið, frá 1765, sem hýsir Byggðasafn Árnesinga. Það er elsta íbúðarhús úr timbri á Suðurlandi og í hópi elstu húsa landsins. Þar er einnig Sjóminjasafnið á Eyrarbakka. Í safninu eru munir frá Eyrarbakka með áherslu á sjósókn, iðnað og félags- og menn- ingarsögu síðustu 100 ára. Stærsti og merkasti safngripurinn er áraskipið Farsæll sem Steinn Guðmundsson, skipasmiður á Eyrarbakka, smíðaði fyrir Pál Grímsson, útvegsbónda í Nesi í Selvogi. Þuríðarbúð Þuríðarbúð er eftirmynd 19. aldar ver- búðar á Stokkseyri. Búðin stendur þar sem sjóbúð Þuríðar Einarsdóttur for- manns er talin hafa staðið og er til minningar um hana. Þuríður var fædd árið 1777. Hún fór í sinn fyrsta róður ellefu ára gömul á bát föður síns en 17 ára varð hún háseti upp á fullan hlut hjá bróður sínum. Hún stundaði sjóinn næstu áratugina en hætti árið 1843 sökum heilsubrests. Hún klæddist karlmannsfötum að jafnaði vegna sjómennskunnar en til þess þurfti leyfi sýslumanns. Fuglafriðlandið í Flóa Skoðaðu fuglafriðlandið í Flóa, norð- an Eyrarbakka. Flæðiengjar og tjarnir setja svip á friðlandið en það nær með austurbakka Ölfusár frá Nesósi skammt norðan Óseyrarbrúar að landamerkj- um Sandvíkurhrepps í Straumnesi. Votlendisfuglar einkenna friðlandið en fuglalífið er sérstaklega auðugt og tegundaríkt á varptíma. Mikilvægt að vera vel skóaður og muna eftir sjón- aukanum og ef til vill handbók um fugla. Rjómabúið og Knarrarósviti Heimsæktu Rjómabúið á Baugsstöð- um og skoðaðu Knarrarósvita austan við Stokkseyri. Rjómabúið er það eina á landinu sem stendur eftir með öll- um búnaði. Það tók til starfa árið 1905 og var starfrækt til 1952, lengst allra rjómabúa á Íslandi, en þegar best lét voru hátt á þriðja tug rjómabúa starf- andi víða á landinu. Í rjómabúunum var framleitt smjör, ostur og annað úr rjóma sem bændur færðu til búsins. Knarrar- ósviti er 26 metra hár viti sem stendur við Knarrarós austan við Stokkseyri. Hönnun vitans er áhugaverð blanda af fúnkis- og art nouveau-stíl. Stóri-Hellir Heimsæktu Stóra-Helli í Hellislandi, norðan við Selfoss. Eini íbúi hellisins er draugur með bláan trefil! Í hellinum var áður geymt hey en fjárhús var framan við. Hellirinn myndaðist í lok jökulskeiðs á ísöld þegar brim svarf klettinn. Áhugaverðir staðir í Árborg

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.