Dagrenning - 01.08.1951, Blaðsíða 3
DAGRENNING
4. TOLUBLAÐ
6. ÁRGANGUR
REYKJAVÍK
ÁGÚST 1951
Ritstjóri: JÓNAS GUÐMUNDSSON, Reynimel 28, Reykjavík. Sími 1196
Ný friöarsokn er nú enn einu sinni hafin í heiminum. Að þessu sinni
eru það Rússar, sem leggja til að „haldin verði ráðstefna“ til þess að koma
á friði og betri sambúð milli þjóða. En á sama tíma og þetta friðartal fer
fram er ekki lát á undirróðri, vígbúnaði og áróðri gegn þeim, sem við á
að semja.
Rússar stinga nú upp á fimmvelda-ráðstefnu þar sem „ágreinings-
mál þjóðanna“ séu tekin til meðfreðar, og reynt verði að skapa frið —
váranlegan frið.
Enginn trúir lengur á friðarvilja Sóvietríkjanna.
En þótt hin fimm „höfuð dýrsins“ — hin fimm stórveldi — kæmu sér
saman um einhverskonar frið eða friðarstefnu þá hefði það eitt út af fyrir
sig enga þýðingu. Friður verður ekki tryggður hér á jörðu á þann hátt.
Þeir friðarsamningar verða sviknir og þjóðunum att út í stórstyrjöld á
ný fyrr en varir. Eina tryggingin fyrir friði — varanlegum, sönnum
friði, er að þjóðirnar gangi veg Drottins.
Það rætist á forvígismönnum vorra tíma sem Jeremia spáði forðum:
„Þeir hyggjast að lækna áfall þjóðar minnar með hægu móti, segjandi:
Friður, friður, þar sem enginn friður er.“ (Jer. 6. 1U E. Bibl.)
Vegur friðarins er og verður lokaður öllum þjóðum þar til þær snúa
burtu frá villu síns vegar og leita Guðs og Hans réttlætis.
„Hversvegna hefir þessi lýður horfið burt til ævarandi fráhvarfs ?“
Og svarið er: „Þeir halda fast við svikin og vilja ekki hverfa aftur.“ —
„Þeir tala ósannindi, enginn iðrast illsku sinnar, svo að hann segi: Hvað
hefi ég gert? Allir hafa þeir gerst fráhverfir. Jafnvel storkurinn í loft-
inu þekkir sínar ákveðnu tíðir----en lýður minn þekkir ekki rétt Drott-
ins. Hverni'g getið þér sagt: Vér erum vitrir og lögmál Drottins er hjá
oss? Víst er svo, en lygapenni fræðimannanna hefir breytt því í lygi.
Hinir vitru verða til skammar-----sjá, þeir hafa hafnað orði Drottins
og hvaða visku hafa þeir þá.“ „------Bæði ungir og gamlir, allir eru
fíknir í rangfenginn gróða, bæði spámenn og prestar, allir hafa þeir
svik í frammi. Þeir hyggjast að lækna áfall þjóðar minnar, segjandi:
Friður, friður! Þar sem enginn friður er.“
DAGRENNING 1