Dagrenning - 01.08.1951, Blaðsíða 10
ingja eða hjá einum stjórnmálaflokki, sem
ekki leyfir starfsemi annarra flokka.
Flokkseinræði er einræðisform vorra tíma
og hefur breiðst mjög út síðan kommúnistar
komu því á í Rússlandi 1917. í framkvæmd
cr það þekktast í sambandi við ríki nasista,
fasista og kommúnista. Nú býr um helmingui
alls mannkynsins við þetta stjóinaifoim.
2. Þingiæði er það stjórnarform, þar sem
þjóðþing, kjörið í meiia og minna fr/álsum
kosningum á flokka giundvelli, fer með allt
þjóðfélagsvaldið, annað hvort beint eða
óbeint.
Skilin milli framkvæmdarvalds og löggjaf-
arvalds eru óglögg í öllum þingræðislöndum.
Þetta stjórnarform þekkjum vér best, því
það er það stjórnarform sem vér sjálfir bú-
um við og það sem ríkjandi er í nágranna-
löndum vorum.
3. Þjóðræði hefi ég levft mér að kalla það
stjómarform, sem er í Bandaríkjum Norður-
Ameríku og að nokkru leyti í Sviss. Mér er
ekki kunnugt um neitt viðurkennt nafn á
þessu stjórnarformi og þess vegna hef ég val-
ið því þetta nafn, og ástæðan til þess er sú að
þar skiptir þjóðin sjálf þjóðfélagsvaldinu í
beinurn kosningum, milli þeirra aðila, sem
samkvæmt stjómarskrá ríkisins eiga að hafa
það með höndum.
Greinilegasta einkenni þjóðræðisins er hin
lireina skipting milli framkvæmdarvalds og
löggjafarvalds.
*
Til þess að gera sér nokkra grein fyrir
hverju þessara stjómarkerfa fyrir sig, er rétt
að athuga þau nokkuð nánar, og hvernig þau
eru byggð upp, og er þá rétt að taka ákveðin
ríki sem dærni.
Að dórni vestrænna og norrænna þjóða,
eru Sovíetríkin tvímælalanst einræðisríki. Þau
ættu því að vera glöggt dæmi um það, hvernig
þjóðfélagsvaldinu er komið b'rir í einræðis-
ríki.
Samkvæmt 30. grein stjórnarskrár Sovíet-
ríkjanna eru „æðstu stjórnarvöld Sovíet-
ríkjanna Æðstaráð Sovíetríkjanna."
Æðstaráð Sovíetríkjanna er þing. í 32.
grein segir, að „löggjafarvald Sovíetríkjanna
sé eingöngu í höndum Æðstaráðs þeirra,“ og
í 31. gr. segir, að Æðstaráð Sovíetríkjanna
sjái urn framkvæmdir allra þeirra málefna,
„sem heyra undir Sovíetríkin samkv. 14. gr.
stjórnarskrárinnar“, en í þeirri grein eru talin
upp öll mikilvægustu málefni ríkisins, þar á
meðal:
„Löggjöf urn dómaskipun og réttarhöld,
refsirétt og borgararétt."
Af þessum tilvitnunum er það augljóst, að
í einræðisríki, eins og Sovíetríkjunum, er
allt þjóðfélagsvaldið í höndum þingsins.
Æðstaráðið, — þ. e. þingið, — setur lögin, fer
með framkvæmdar\'aldið á þann veg, að það
velur sérstaka ríkisstjórn, — þjóðfulltrúaráð-
ið, — og það kýs dómara Hæstaréttar og sér-
dómstóla ríkisins til 5 ára í senn.
Þannig er þá allt þjóðfélagsvaldið raun-
verulega í höndurn þings Sovíetríkjanna —
Æðstaiáðsins.
*
Ef vér tökum nú ísland sem dæmi um
þingræðisríki og berum saman það skipulag,
sem er hér á landi samkvæmt þeirri stjórnar-
skrá, er vér búum við, verður sá samanburður
á þessa leið:
Alþingi vort svarar til Æðstaráðs Sovíetríkj-
anna. Alþingi hefur allt löggjafarvald, en
auk þess velur það ríkisstjórnina, eins og
Æðstaráð Sovíetríkjanna velur þjóðfulltrúa-
ráðið og hefur þá þannig framkvæmarvaldið,
einnig í sínum höndum. Með öðrum orðum:
Bæði í einræðisríki og þingiæðisiíki ei fiam-
kvæmdarvald og lögg/afan'ald sameinað í
höndum einnai og sömu stofnunai — þings-
ins.
Hvað þá um dómsvaldið? í Sovíetríkjun-
um kýs Æðstaráðið dómarana til ; ára í senn,
8 DAGRENNING