Dagrenning - 01.08.1951, Blaðsíða 16

Dagrenning - 01.08.1951, Blaðsíða 16
ástandið geti orðið eitthvað svipað hér ef ekkert fæst að gert fljótlega. Að mínum dómi er það vonlaust verk að hugsa sér að enduibæta þingræðið, og til þess liggja aðallega þrjár ástæður. Hin fyrsta er sú, að núverandi stjómmála- flokkar hér á landi geta ekki komið sér sam- an um neinar þær breytingar til bóta, sem til frambúðar gætu orðið. Það hefir reynsl- an raunar sýnt nú þegar. Hin önnur er sú, að hér í landinu starfar nú allstór stjómmálaflokkur, — kommúnist- ar — sem beinlínis ætlar sér með tíð og tíma að afnema þingræðið og koma hér á samskonar stjórnarkerfi og ríkir í einræðis- löndum kommúnista. Sá flokkur mun því styðja allar aðgerðir, sem miða að því að veikja þingræðið og er honum það ekki lá- andi, þar sem hann telur einsflokkskerfið og einræði þess, miklu betra og fullkomnara „lýðræði“, en það stjómarkerfi, sem vér nú búum við. Þriðja ástæðan, og sú mikilvægasta, er sú, að þingræðið er dey/andi st/ornarform. Það fullnægir ekki lengur þeim kröfum, sem gerðar eru í menningarþjóðfélagi til stjóm- arvaldanna um að tryggja frelsi og öryggi þegnanna. Og slíkt þarf ekki að vera neitt undrunarefni. Aðalatriðið er að bæði al- menningur og þjóðarleiðtogarnir skilji þetta nógu fljótt, en séu ekki að eyða dýrmætum tíma og fjármunum í það að reyna að lappa upp á stjórnskipan sem er úr sér gengin og ómögulegt er að gera starfhæfa á ný. Hér er urn eðlilega þróun að ræða. Þingræðið er stjórnarform, sem tók við af og kom í staðinn fyrir stjómarkerfi, sem þá var orðið úrelt og ónothæft, og auðvitað hlýtur þingræðið að fara sömu leiðina, þegar þess tími er liðinn, og það fullnægir ekki lengur þeim kröfum, sem til þess verður að gera. Það skiptir miklu að menn geti litið á þetta mál af raunsæi, útilokað sem mest flokkslega stundarhagsmuni, og án þess að gefa tilfinningunum of lausan tauminn. Þingræðisríkin eiga nú um það tvennt að velja, að halda áfram undir þingræðisform- inu unz einræðisflokkarnir ná völdum með einhverjum hætti, afnefa þingræðið og setja einræði í þess stað, eða að skilja þessa þró- un nú þegar, taka afleiðingum þess, sem orðið er, og reyna að skapa þjóðinni starfhæft stjóinaiíoim á þjóðiæðisgiundvelli. Þjóðræðið er sterkara stjómarform en þingræðið og miklu líklegra en þingræðið til að geta ráðið niðurlögum einræðisins. Hið endurreista einveldi — flokkseinræði nútímans — veður nú með báli og brandi yfir jörðina, og þær þjóðir heims, sem enn eru frjálsar, verða að búast til varnar gegn því, og þá verða þær að gæta þess, að þeirra eigin stjórnkerfi leiði þær ekki vitandi eða óafvitandi í gildru einræðisins. Ein þessara þjóða erum vér íslendingar. Oss ber að reyna að skilja hvar vér erurn staddir í straumi tímans og oss ber að fylkja oss í þá sveit, sem berst og vill berj- ast fyrir lýðfrelsi og persónurétti einstaklings- ins. Það skiptir engu máli fyrir oss eða afkomendur vora hvort vér glöturn þjóð- frelsinu í innbyrðis flokkadeilum, sem að lokum leiða til flokkseinræðis einhverrar innlendrar harðstjómar klíku, eða vér glöt- um því vegna innrásar óvinaliðs úr framandi landi. Hér á meðal vor starfa nú samtök, sem kalla sig stjómmálaflokk, en em sam- særissamtök og njósnamiðstöð erlends stór- veldis. Þessi samsærissamtök taka hinir ís- lenzku stjómmálaflokkar til skiptis í þjón- ustu sína og fara að vilja þeirra um margt. Meðan því fer fram siglir hin íslenzka þjóð hraðbyri til stjómmálalegrar og þjóðfélags- legrar glötunar. Eitt af því marga, sem nauðsynlegt er að gera, til þess að vekja þjóðina af þeim and- 14 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.