Dagrenning - 01.08.1951, Side 31
10. Og hvar voru heimskerfin fyrir svo
sem 3 300 milljónum ára — þegar elztu berg-
lög jarðarinnar eiga að hafa myndazt — ef
gert er ráð fyrir að þessi hraði eigi sér stað
og ef þróunarferillinn er rakinn aftur á bak?
Er hugsanlegt að þau hafi verið í milljóna-
tali inni í Vetrarbrautinni eða jafnvel inni í
henni miðri?
11. Er ef til vill til sú lausn: að heims-
kerfin séu ýmist að sundrast eða safnast —
og hvað ætti að valda því? Hefir sú fom-
indverska speki: að verðandin sé andardrátt-
ur Skaparans stoð í veruleikanum, sé henni
breytt úr líkingamáli sjáandans í tæknimál
nútímans?
12. Og hvað um stærð alheimsins? Hvar
endar mergð vetrarbrautanna? Og ef hún
endar er þá komið að yztu mörkum alheims-
ins? Er ekkert þar fyrir utan, nema regin-
djúpið autt og dimmt og endalaust?
13. Eða eru ný stórveldi vetrarbrauta enn
utar í rúminu í öllum áttum og sköpunar-
rnagnið allsstaðar og endalaust?
14. Og er fullkomin samsvörun í st/ornu-
geimnum og atómgeimnum? Er útávið í djúpi
stjamanna kerfi utanum kerfi, æ stærra og
stærra, en innávið í djúpi efnisins kerfi innaní
kerfi, æ minna og minna — og ráða ein eðlis-
lög í stórheiminum og önnur í smáheimin-
um?
15. Er ekki jafnlíklegt að sköpunarmagnið
nái óendanlega langt inn í atómgeiminn,
eins og að það nái óendanlega langt út í
stjörnugeiminn? Er ekki hvortveggja jafn
ofvaxið hugsun rnanns?
16. Eru líkur til þess að starf tilvemnnar
sé eilíft — án upphafs og án endis? Og verður
þá til nýr heimur á rústum gamals heims?
Fæðast heimskerfin og deyja og gengur svo
frá eilífð til eilífðar?
17. Eða eru líkur til þess að tilveran sé
stundlegt fvrirbrigði? Á hún sjálf upphaf
eins og hvað annað? Og gereyðast smám
sarnan frumefni alheimsins — brenna út og
leysast upp í útgeislan, sem fer út í rúmið,
veg allrar veraldar, svo sem vísindi nútímans
aðhyllast hvað helzt? Og hve langt yrði þess
að bíða?
18. Er — svo að notuð sé samlíking — al-
heimurinn og framvinda hans: eitt stef endur-
tekið með nýjum og nýjurn tilbrigðum frá
eilífð til eilífðar — eða eitt stef, sem einu
sinni er flutt, og aldrei verður endurtekið?
19. Og hvað um lífið og aðbúnað þess?
Er öll tilveran lifandi eða er lífið tengt ör-
litlum hluta efnisins? Er aragrúi stjarnanna
sólii sem lýsa dimma hnetti — þ. e. sólkerfi í
líkingu við það sólkerfi sem vér byggjum —
eða eru minnstu líkur til þess að vor sól, sem
er áþekk miljónum miljóna annarra sólna, sé
þar nokkur undantekning? Fæst nokkurn
tíma nokkur vitneskja um lífsskilyiði í f jarlæg-
um sólkerfum — og hvaða lífsskilyiði eiu á
öðrum hnöttum í voiu sólkeifi?
20. Og loks: Getur ekki farið svo að ljóst
verði, að framvinda alheimsins hafi orðið með
svo miklum ólíkindum, að allar skýrskotan-
ir til tilviljana verði gersamlega ónógar, nema
að baki liggi alvitur skapandi máttui í tilvei-
unni? Getur ekki farið svo að bókstaflega
sannist spakmælið í Ritningunni: Heimsk-
inginn segii í hjaita sínu: Enginn Guð ei
til? Getur ekki farið svo: að aukin þekking
og líkinda-tölvísin færi fram svo sterkar líkur
fyrir tilvist Guðs í alheiminum, að það jafn-
gildi fullum sönnunum, þó að heimspekinni
og guðfræðinni hafi, sakir vanþekkingar, ekki
tekizt að finna þvílíkar sannanir?
IV.
Ekki verða hér í þessari stuttu grein gerð-
ar neinar tilraunir, til þess að leysa þau tor-
ráðnu viðfangsefni, sem hér var getið, enda
eru flest þeirra alveg óleyst, vegna vanþekk-
ingar mannanna á alheiminum og lögmálum
hans. Og sum þeirra munu aldrei verða leyst,
DAGRENNING 29