Dagrenning - 01.08.1951, Blaðsíða 8
aö þeir skilja ekki þessa þróun, er sú, að þeir
veita enga athygii spádómum Biblíunnar, sem
segja alveg fyrir með hverjum hætti þau enda-
lok verða sem nú blasa við. Ef Bretar og Banda-
ríkjamenn skildu það, að þeir eru ísrael nú-
timans mundu þeir einnig skilja það, að Rúss-
Iand er „Góg“ spádómanna. Þeir mundu þá
skilja að til þeirra eru töluð þessi orð í Opin-
berunarbókinni:
„Gangið út, mitt fólk, út úr henni (þ. e.
Hinni miklu Babylon) svo að þér eigið engan
hlut í syndum hennar og svo að þér hreppið
ekki plágur liennar."
„Hin dularfulia Babylon" er hið forna „Heil-
aga rómverska ríki“ ásamt páfaríkinu, og síð-
ari arftakar þess, nú síðast Sovietríkin.
Engilsaxneskum og norrænum þjóðum ber að
hætta öllum afskiptum af hinum heiðna heimi
— Hinni duiarfullu Babylon —. Þeim ber að
„ganga út“ og eiga enga hlutdeild í málefnum
heiðinna þjóða. Þcim ber að hætta þátttöku í
hinum heiðnu áróðursstofnunum kommúnista
og zíonislaauðvaldsins eins og Sameinuðu þjóð-
unum, en gera Atlantshafsbandalagið svo sterkt
og öflugt að þar bræðist saman i eina sterka,
órjúfanlega heiid allar þær þjóðir, sem eru af
Israelsætt.
Hinar heiðnu þjóðir Asíu kalla sjálfar yfir
sig kommúnismann, og hann — framkvæmdur
af rússnesku miskunarleysi, — er sú svipa, sem
ein dugar til þess að opna augu hins austræna
heims fyrir yfirburðum kristinnar siðmenn-
ingar.
Menn verða að skilja það, að Rússland komm-
únsmans er hamarinn, sem brjóta á niður —
mola mjölinu smærra — öll hin heiðnu riki
Asíu, Evrópu og Afríku, því áður en endur-
reisn þessara þjóða getur hafizt, verður hið
fullkomna niðurbrot þeirra að fara fram.
Heimurinn hefir nú haft um 2000 ár til þess
að átta sig á þvi hvert stefna ber, ef vel á að
fara. En það er svo Iangt frá því að hinar
heiðnu þjóðir hafi veitt viðtöku fagnaðarerindi
kristindómsins og skipað málum sínum sam-
kvæmt því, að nú má segja að heimurinn sé
nær allur afkristnaður orðinn aftur og hin
heiðnu trúarbrögð svo sem Búddatrú, Múham-
eðstrú og sambland heiðindómsins frá Arsyriu
og Babyloníu, sem nú er kölluð katolsk trú, eru
nú útbreiddust allra trúarbragða i heiminum.
Vestrænar þjóðir eru og einnig vel á vegi
með að glatast, því þær hafa gert heiðin vís-
indi að hjáguði, sem þær taka Iangt fram yfir
Guð ísraels, sem einn getur frelsað þær frá
tortímingu.
Þegar vestrænar og norrænar þjóðir hafa hætt
öllum samskiptum við heiðnar þjóðir og þær
fengið um stund að kenna á ógnum kommún-
ismans, mun Góg — þ. e. Sóvíetríkin — Ieggja
til bardaga við hinar engilsaxnesku og norrænu
þjóðir, og í þcim Ragnarökum munu tortímast
bæði Sóvietríkin og hin heiðnu Asíuríki, en leif-
arnar sem eftir verða, munu koma og óska eftir
því sjálfar að fá að ganga í samfélag ísraels-
þjóðanna.
En allt þetta er þeim hulið, sem nú stjórna
málefnum þjóðanna, og ef einhver bendir þeim
á þetta svara þeir með góðlátlegu brosi, því þeir
skilja ekki þá villu sem þeir vaða í. Meðan svo
er hlýtur allt að síga meir og meir á ógæfu-
hliðina.
Hlutverk jafnaðarmannastjórnarinnar í Bret-
landi er ekki að halda saman brezka heims-
veldinu, heldur að sundra því — liða það í sund-
ur svo að úr því hvcrfi hinar heiðnu þjóðir,
sem það hefir safnað innan sinna vébanda.
Hlutverk Sóvietríkjanna er tvíþætt. Annars
vegar það, að sameina alian Israel í eitt öflugt
bandalag og það hlutverk er nú nokkuð á veg
komið. Hinsvegar að brjóta niður sjáifstjórn
heiðinna þjóða og safna þeim saman til úr-
slitaorustunnar við Israel á hinum mikla degi
Drottins, þar sem þær hljóta sinn úrslitadóm.
Ilm það segir Esekiel spámaður:
„En á þeim degi mun ég ákveða Góg sama-
stað, legstað í Israel, Abarímdal, fyrir austan
hafið. Menn munu girða fyrir Abarimdal. Þar
munu þeir grafa Góg og alian Iiðmúg hans og
nefna hann Gógsmúgadal.“ (Esk. 39, 11—12.)
Slík verða endalok Sóvietríkjanna og hins
heiðna bandalags, sem þau hafa nú forustu
fyrir.
Þar sem allra þessara atburða er ekki svo
ýkja langt að bíða væri mönnum holt að minn-
ast orða Frelsarans, þessara:
„En það sem ég segi yður, það segi
ég öllum: Vakið!“
6 DAGRENNING