Dagrenning - 01.08.1951, Blaðsíða 25

Dagrenning - 01.08.1951, Blaðsíða 25
Vafalítið er að ormshugmyndin í þjóðtrú og listum sé kornin til vor með fornhebresk- um þjóðabrotum og menningarstraumum, sem farið hafi eystri leiðina norður og vestur um rniðbik álfunnar, alla leið til Norður- landa — svo sem oft hafa verið færðar að sterkar líkur í undanförnum árgöngum þessa rits. Ekki er hægt hér í þessari smágrein að gera nein skil nöfnum þeirra rnörgu manna, sem lagt hafa grundvöll að stjamfræði nú- tímans, enda er þann fróðleik víða að finna. En til skilningsauka, á því sem á eftir fer, ber þó að nefna þrjá menn, sem hafa öðrum fremur skipuJagt í meginatriðum þekkingu manna á aJheiminum — þ. e. á þeim hluta alheimsins sem menn þekkja. Fvrstur er Nicolaus Copernicus, sem staðsetti sólina í rniðju sólkerfisins og gerði af því hina sí- gildu rnynd. Annar er Sir Wi'JJiam Herschel, sem kannaði Vetrarbrautina og skilgreindi á þann veg, að allar síðari athuganir hafa stað- fest kenningar hans í meginatriðum. Þriðji er Edwin Powell Hubble, sem mældi fyrstur manna dýptina út að sveipþokunum og stað- setti ýmsar og kannaði og færði sönnur á það að Vetrarbrautin, ásamt nokkmm minni fylgikerfum í nánd við liana, sé eining í enn stæna keifi, sem enginn veit skil á. Hann var valinn til þess að veita forstöðu hinni nýju stjörnustöð á Palomarfjalli, enda er hann frægastur allra núlifandi stjamfræðinga. — En nóg urn þetta, og skal nú lýst í stuttu máli nokkrum af þeim stórundrum veraldar sem komin eru í ljós: Myndin hér að ofan er af Vetiaibiautinni á norðurhveli lriminsins. Á miðri myndinni er Noiðuistjainan (Pólstjaman). Sólkerfi vort er innan í Vetrarbrautinni — að vísu Jangt frá rniðju en þó ekki á neinurn útskaga né út- Vetiaibiautin. jaðri — og því er erfitt að átta sig á því, livernig \retrarbrautin muni Jíta út, séð utan frá. Vafalítið er þó, að hún sé hvirfillöguð og sporöskjulöguð, séð frá hlið utan úr geimn- um. Vetrarbrautin, séð innan frá, er lokaður baugur, sem slitnar livergi. Sá liluti hennar, sem er undir sjóndeildarhring, á einum stað á jörðunni, er sýnilegur þeirn, sem andfætis búa. Möndulsnúingur Vetararbrautar er 350000000 ára og stjamamergð hennar er áætluð um 270 000 000 000 — tvö liundruð og sjötíu þúsundir milljóna. En ekki eru þetta nákvæmar tölur. — Sumir hafa aldrei veitt Vetrarbrautinni atliygli. Ef svo er, urn ein- hverja þá sem þetta lesa, þá lítið til himins á heiðskíru, örtungla, vetrarkvöldi og sjáið hana með eigin augum. Myndin á bls. 24 er af Andiómeduþokunni — sveipþoka í Andrómedumerki. Hún er systurkerfi Vetrarbrautar vorrar og næst henni í rúminu — en eigi að síður í svo sem 900000 ljósára fjarlægð. — And- DAGRENN I NG 23

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.