Dagrenning - 01.08.1951, Blaðsíða 21

Dagrenning - 01.08.1951, Blaðsíða 21
— og að aíarfjarlægum stjömuhópum eða stjarnþokum og öðru sem er rannsakað ná- kvæmt í einstökum atriðum. Báðum þessum sjónaukum stjórna liámá- kvæm sigurverk, sem vinna þannig gegn snúningi jarðar, að hver sjónauki vísar ná- kvæmlega á þann stað í rúminu sem athug- aður er, þar til athugandinn brevtir stillingu. Ein einasta ljósmyndun eða athugun getur staðið yfir heila nótt. En auk fjarsjánna eru þarna mörg og mikil hjálpartæki. Einn þáttur í athugun á stjörn- unurn er iitrófskönnun. Hún beinist að því að greina frumefnin víðsvegar í himingeimn- um og ákveða hraða efnis í áttina að eða frá athugandanum. Þrístrent kristalsgler klýfur ljós stjarnanna í frumliti sína, og af þverlín- um, sem koma fram í brotnu ljósinu verður efnafarið ráðið og hraðinn. Sérhvert efni hefir sitt eigið litróf og mismunandi í föstu eða fljótandi eða eirnuðu ástandi. Efnafar fjölda stjarna er þekkt orðið, en komi í ljós óþekkt litróf er verk efnafræðinga að kanna það, og þeir hafa yfir efnasmiðjum og málm- bræðsluofnum og þess háttar tækjum að ráða. Fyrr eða síðar tekst þeim að finna 1 efna- smiðjum sínum efni eða efnasambönd, sem falla við hið óþekkta litróf línu fyrir línu og þá eru kunn orðin hlutföll frumefnanna í lofthvolfi þeirrar stjörnu sem athuguð er. Litrófskönnunin og ýmsar athuganir á háttum efnanna virðast hafa leitt í Ijós þá óvæntu niðurstöðu: að allt að því 99% af efnum stjarnanna — þ. e. sólnanna — sé ein- ungis vetni — sem er einfaldast og léttast allra frumefna — og að öll hin frumefnin, yfir 90 að tölu, séu aðeins 1%. Sumir áætla þó önnur hlutföll — jafnvel 10:1. Ýmsir ætla því að vetnið sé það sem nefna mætti aðaí- efni eða foreldri allra annarra frumefna al- heimsins. Svcipþokan í Bereníícuiiári. Hún er svipuð Messiei 104. Sjá bls. 21. Um efnafar annara hnatta en sólnanna er fátt vitað, nema jarðarinnar. Þar skapar fjöldi frumefnanna og afbrigði þeirra og aragrúi efnasambanda þá óendanlegu fjölbreytni sem raun ber vitni. Samanburð á þeirn hluta alheimsins, sem maðurinn skynjar með berum augum og þeim, sem hann sér í fjarsjám þeim, er nú var getið, er auðvelt að gera, með því að hugsa sér þessa hluta geimsins gagnsæjar holkúlur, hverja utanurn aðra. Brot úr þessháttar lík- ani, umskapað í flatarmynd, myndi líta þannig út: DAGRENNING 19

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.