Dagrenning - 01.08.1951, Blaðsíða 12

Dagrenning - 01.08.1951, Blaðsíða 12
ríkjunum þessa stjómarskrá þekktu einræðið í sinni gömlu mynd — einræði aðalsins og klerkastéttarinnar í Bretlandi, sem ekki var ýkja mikill munur á og flokkseinræði nú- tímans. * Ég hefi talið rétt að draga þessi sjónarmið sem skýrast fram hér vegna þess, að ef menn ekki átta sig á þeim, átta þeir sig alls ekki á grundvallaratriðum stjórnarskrármálsins og þá ekki heldur á málinu í heild. Það er þessi hættulega þróun í einræðisátt í þingræðislöndunum, sem öllum þorra manna er að mestu hulin, en vér teljum að gefa beri fyrst og fremst gaum, ekki síst smáþjóð eins og íslendingum, þar sem ríkis- valdið er veikt og þjóðin á velfarnað sinn að rnestu undir löghlýðni og þegnskap borgar- anna. Að vorunr dómi þurfa menn að gera það vel upp við sig, hvort þeir vilja algjöra aðgrein- ingu löggjafar og framkvæmdarvaldsins, og þar með upptöku þjóðræðis á fslandi, eða hvort þeir vilja rneiri eða minni endurbætur á þingræðinu. Þingræðisfyrirkomulaginu rná skipta í tvo höfuðflokka. Þingbundna konungsstjóm og þingbundna forsetastjórn. Munurinn á þess- um tveimur afbrigðum þingræðisins er ekki mikill nú orðið. Hann er helzt sá, að forseta- þingræðið er lausara í reipunum, ef svo mætti komast að orði, en hin þingbundna konungs- stjórn, sem oft hvílir á gamalli hefð og erfða- venjurn, sem nokkuð draga úr losarahætti þingstjórnarskipulagsins. Frakkland er ágætt dæmi um það hvernig fer fyrir forsetaþing- ræði þegar miklir erfiðleikar steðja að, og stjórnmálaflokkarnir eru orðnir sýktir og margskonar pólitísk spilling hefir náð að festa rætur. Og ef vér litumst um hér heirna, þá er greinilegt hve margt er líkt orðið með því fyrirkomulagi sem hér er, og því sem nú ríkir í Frakklandi. Þetta er heldur ekkert undarlegt. Bæði löndin búa við ná- kvæmlega samskonar stjórnskipulag — for- seta þingræði —, þar sem þingin ráða öllu, en forsetamir eru einna líkastir sáttasemjur- um í vinnudeilum, og heyrast sjaldan nefnd- ir, nerna þegar veislur eru haldnar eða flokks- ofstæki eða einstrengingslegir flokkshagsmun- ir hindra þingflokkana í því að koina sér saman urn skipan ríkisstjómar eða skiptingu þjóðarteknanna. Auðvitað þarf einhver slík- ur öryggisventill, eins og forsetaembættið að vera til, rneðan fleiri en einn flokkur er levfð- ur í löndum þessum, en forsetinn verður þá fyrst algerlega óþarfur — einnig sem sátta- semjari — þegar einsflokks-kerfið hefir kom- izt á, eins og best sést á forseta Sovíetríkj- anna, sem aldrei heyrist getið, og sérþekk- ingu þarf til að vita hvað heitir hverju sinni. * Vér stjórnarskrármenn, viljum í fyrsta lagi vekja almenning í þessu landi til um- hugsunar um þessa hættulegu þróun. Vér teljum það ekki aðeins hættulegt, heldur stórhættulegt írelsi aJmennings í þessu iandi, ef allt þjóðfélagsvaldið kemst í hendur einn- ar stofnunar, þó sú stofnun heiti Alþingi og sé þjóðinni hjartfólgin fyrir margra íiluta sakir. Vér viljurn því, að menn skiptist fyrst og fremst í flokka um stjórnarskrármálið eftir því hvort þeir vilja endurbæta þingræðis- skipulagið eða aðskilja fullkomlega löggjaf- ar og framkvæmdan'aldið og taka þar með upp þjóðræði. Því fer fjarri að vér teljum, að það fyrir- komuíag þyrfti að vera í öllu eins og gerist í Bandaríkjunum. Það er síður en svo. Vér teljurn að sníða mætti hinni íslenzku þjóð stakk við hennar hæfi á þjóðræðisgrundvelli, ef að því ráði yrði horfið, líkt og Svisslend- ingum hefur svo vel tekizt hjá sér. Oss er það ljóst, að þjóðræðisskipulagið er ekki frekar gallalaust en þingræðisskipulagið eða 20 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.